Skuldir óreiðumanna Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 6. apríl 2011 07:00 Tvær fullyrðingar um Icesave eru endurteknar daglega og oft á dag til að réttlæta nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hvorug fullyrðingin stenst skoðun, eins og nú verður sýnt fram á: 1. Við borgum ekki skuldir óreiðumanna (fyrrum eigenda Landsbankans). Icesave 3 snýst ekki um það. Samningurinn snýst um að borga lágmarkstryggingu sparifjáreigenda hjá íslenskum bönkum, skv. íslenskum lögum. Okkur þykir sjálfsagt, að stjórnvöld tryggi innistæður Íslendinga í íslenskum bönkum. Ríkisstjórnin gerði það í nafni neytendaverndar. Ella hefðum við þurft að borga skuldir óreiðumanna með sparifé okkar. Ef ríkisstjórnin neitar að gera það sama varðandi útibú íslenskra banka í útlöndum, verðum við einfaldlega dæmd til að gera það. Upphæðin, sem þá verður krafist, er tvöfalt hærri en lágmarkstryggingin skv. Icesave 3, að sögn Lee Buchheits, aðalsamningamanns. Ef við segjum nei við Icesave 3, verður dómstólaleiðin farin. Þá verða gerðar ýtrustu kröfur um vexti, greiðslutíma og kjör. Þá er víst, að eignir Landsbankans munu ekki hrökkva fyrir reikningnum. Þar með yrðum við dæmd til að borga skuldir óreiðumanna. 2. Það er engin lagaskylda að borga. Hið rétta er, að það er engin ríkisábyrgð á tryggingasjóði innistæðueigenda. Tryggingasjóðnum ber hins vega skylda til að standa við lögbundna lágmarkstryggingu sparifjáreigenda. Þar brugðust íslensk stjórnvöld eftirlitsskyldu sinni. Þeim mátti ljóst vera, að tryggingasjóðurinn var því sem næst tómur. Íslenskum stjórnvöldum bar því skylda til að grípa til ráðstafana til að tryggja, að skuldbindingar sjóðsins lentu ekki á íslenska ríkinu (þ.e. skattgreiðendum). Það gerðu Norðmenn, félagar okkar í EES. Þeir innleiddu sömu lög og við um lágmarkstryggingu sparifjáreigenda hjá norskum bönkum, sem starfa víða um heim. En þeir settu eitt skilyrði: Norski tryggingasjóðurinn tryggir bara innistæður í norskum krónum. Þar af leiðir, að norskir bankar í útlöndum verða að starfa þar sem dótturfyrirtæki (ekki útibú). Þar með eru þeir undir eftirliti og á ábyrgð tryggingasjóða í gistiríkinu. Þess vegna er ekkert Icesave í Noregi. Norsk stjórnvöld gerðu skyldu sína. Íslensk stjórnvöld brugðust skyldum sínum. Það gerir gæfumuninn. Þá sem bregðast lögbundnum skyldum sínum, má sækja til saka. Niðurstaðan: Ef við höfnum Icesave 3, verðum við dæmd til að borga Icesave 4 – skuldir óreiðumanna. Það mun reynast okkur dýrkeypt. Við tryggjum ekki eftir á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Tvær fullyrðingar um Icesave eru endurteknar daglega og oft á dag til að réttlæta nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hvorug fullyrðingin stenst skoðun, eins og nú verður sýnt fram á: 1. Við borgum ekki skuldir óreiðumanna (fyrrum eigenda Landsbankans). Icesave 3 snýst ekki um það. Samningurinn snýst um að borga lágmarkstryggingu sparifjáreigenda hjá íslenskum bönkum, skv. íslenskum lögum. Okkur þykir sjálfsagt, að stjórnvöld tryggi innistæður Íslendinga í íslenskum bönkum. Ríkisstjórnin gerði það í nafni neytendaverndar. Ella hefðum við þurft að borga skuldir óreiðumanna með sparifé okkar. Ef ríkisstjórnin neitar að gera það sama varðandi útibú íslenskra banka í útlöndum, verðum við einfaldlega dæmd til að gera það. Upphæðin, sem þá verður krafist, er tvöfalt hærri en lágmarkstryggingin skv. Icesave 3, að sögn Lee Buchheits, aðalsamningamanns. Ef við segjum nei við Icesave 3, verður dómstólaleiðin farin. Þá verða gerðar ýtrustu kröfur um vexti, greiðslutíma og kjör. Þá er víst, að eignir Landsbankans munu ekki hrökkva fyrir reikningnum. Þar með yrðum við dæmd til að borga skuldir óreiðumanna. 2. Það er engin lagaskylda að borga. Hið rétta er, að það er engin ríkisábyrgð á tryggingasjóði innistæðueigenda. Tryggingasjóðnum ber hins vega skylda til að standa við lögbundna lágmarkstryggingu sparifjáreigenda. Þar brugðust íslensk stjórnvöld eftirlitsskyldu sinni. Þeim mátti ljóst vera, að tryggingasjóðurinn var því sem næst tómur. Íslenskum stjórnvöldum bar því skylda til að grípa til ráðstafana til að tryggja, að skuldbindingar sjóðsins lentu ekki á íslenska ríkinu (þ.e. skattgreiðendum). Það gerðu Norðmenn, félagar okkar í EES. Þeir innleiddu sömu lög og við um lágmarkstryggingu sparifjáreigenda hjá norskum bönkum, sem starfa víða um heim. En þeir settu eitt skilyrði: Norski tryggingasjóðurinn tryggir bara innistæður í norskum krónum. Þar af leiðir, að norskir bankar í útlöndum verða að starfa þar sem dótturfyrirtæki (ekki útibú). Þar með eru þeir undir eftirliti og á ábyrgð tryggingasjóða í gistiríkinu. Þess vegna er ekkert Icesave í Noregi. Norsk stjórnvöld gerðu skyldu sína. Íslensk stjórnvöld brugðust skyldum sínum. Það gerir gæfumuninn. Þá sem bregðast lögbundnum skyldum sínum, má sækja til saka. Niðurstaðan: Ef við höfnum Icesave 3, verðum við dæmd til að borga Icesave 4 – skuldir óreiðumanna. Það mun reynast okkur dýrkeypt. Við tryggjum ekki eftir á.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar