Skuldir óreiðumanna Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 6. apríl 2011 07:00 Tvær fullyrðingar um Icesave eru endurteknar daglega og oft á dag til að réttlæta nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hvorug fullyrðingin stenst skoðun, eins og nú verður sýnt fram á: 1. Við borgum ekki skuldir óreiðumanna (fyrrum eigenda Landsbankans). Icesave 3 snýst ekki um það. Samningurinn snýst um að borga lágmarkstryggingu sparifjáreigenda hjá íslenskum bönkum, skv. íslenskum lögum. Okkur þykir sjálfsagt, að stjórnvöld tryggi innistæður Íslendinga í íslenskum bönkum. Ríkisstjórnin gerði það í nafni neytendaverndar. Ella hefðum við þurft að borga skuldir óreiðumanna með sparifé okkar. Ef ríkisstjórnin neitar að gera það sama varðandi útibú íslenskra banka í útlöndum, verðum við einfaldlega dæmd til að gera það. Upphæðin, sem þá verður krafist, er tvöfalt hærri en lágmarkstryggingin skv. Icesave 3, að sögn Lee Buchheits, aðalsamningamanns. Ef við segjum nei við Icesave 3, verður dómstólaleiðin farin. Þá verða gerðar ýtrustu kröfur um vexti, greiðslutíma og kjör. Þá er víst, að eignir Landsbankans munu ekki hrökkva fyrir reikningnum. Þar með yrðum við dæmd til að borga skuldir óreiðumanna. 2. Það er engin lagaskylda að borga. Hið rétta er, að það er engin ríkisábyrgð á tryggingasjóði innistæðueigenda. Tryggingasjóðnum ber hins vega skylda til að standa við lögbundna lágmarkstryggingu sparifjáreigenda. Þar brugðust íslensk stjórnvöld eftirlitsskyldu sinni. Þeim mátti ljóst vera, að tryggingasjóðurinn var því sem næst tómur. Íslenskum stjórnvöldum bar því skylda til að grípa til ráðstafana til að tryggja, að skuldbindingar sjóðsins lentu ekki á íslenska ríkinu (þ.e. skattgreiðendum). Það gerðu Norðmenn, félagar okkar í EES. Þeir innleiddu sömu lög og við um lágmarkstryggingu sparifjáreigenda hjá norskum bönkum, sem starfa víða um heim. En þeir settu eitt skilyrði: Norski tryggingasjóðurinn tryggir bara innistæður í norskum krónum. Þar af leiðir, að norskir bankar í útlöndum verða að starfa þar sem dótturfyrirtæki (ekki útibú). Þar með eru þeir undir eftirliti og á ábyrgð tryggingasjóða í gistiríkinu. Þess vegna er ekkert Icesave í Noregi. Norsk stjórnvöld gerðu skyldu sína. Íslensk stjórnvöld brugðust skyldum sínum. Það gerir gæfumuninn. Þá sem bregðast lögbundnum skyldum sínum, má sækja til saka. Niðurstaðan: Ef við höfnum Icesave 3, verðum við dæmd til að borga Icesave 4 – skuldir óreiðumanna. Það mun reynast okkur dýrkeypt. Við tryggjum ekki eftir á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Tvær fullyrðingar um Icesave eru endurteknar daglega og oft á dag til að réttlæta nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hvorug fullyrðingin stenst skoðun, eins og nú verður sýnt fram á: 1. Við borgum ekki skuldir óreiðumanna (fyrrum eigenda Landsbankans). Icesave 3 snýst ekki um það. Samningurinn snýst um að borga lágmarkstryggingu sparifjáreigenda hjá íslenskum bönkum, skv. íslenskum lögum. Okkur þykir sjálfsagt, að stjórnvöld tryggi innistæður Íslendinga í íslenskum bönkum. Ríkisstjórnin gerði það í nafni neytendaverndar. Ella hefðum við þurft að borga skuldir óreiðumanna með sparifé okkar. Ef ríkisstjórnin neitar að gera það sama varðandi útibú íslenskra banka í útlöndum, verðum við einfaldlega dæmd til að gera það. Upphæðin, sem þá verður krafist, er tvöfalt hærri en lágmarkstryggingin skv. Icesave 3, að sögn Lee Buchheits, aðalsamningamanns. Ef við segjum nei við Icesave 3, verður dómstólaleiðin farin. Þá verða gerðar ýtrustu kröfur um vexti, greiðslutíma og kjör. Þá er víst, að eignir Landsbankans munu ekki hrökkva fyrir reikningnum. Þar með yrðum við dæmd til að borga skuldir óreiðumanna. 2. Það er engin lagaskylda að borga. Hið rétta er, að það er engin ríkisábyrgð á tryggingasjóði innistæðueigenda. Tryggingasjóðnum ber hins vega skylda til að standa við lögbundna lágmarkstryggingu sparifjáreigenda. Þar brugðust íslensk stjórnvöld eftirlitsskyldu sinni. Þeim mátti ljóst vera, að tryggingasjóðurinn var því sem næst tómur. Íslenskum stjórnvöldum bar því skylda til að grípa til ráðstafana til að tryggja, að skuldbindingar sjóðsins lentu ekki á íslenska ríkinu (þ.e. skattgreiðendum). Það gerðu Norðmenn, félagar okkar í EES. Þeir innleiddu sömu lög og við um lágmarkstryggingu sparifjáreigenda hjá norskum bönkum, sem starfa víða um heim. En þeir settu eitt skilyrði: Norski tryggingasjóðurinn tryggir bara innistæður í norskum krónum. Þar af leiðir, að norskir bankar í útlöndum verða að starfa þar sem dótturfyrirtæki (ekki útibú). Þar með eru þeir undir eftirliti og á ábyrgð tryggingasjóða í gistiríkinu. Þess vegna er ekkert Icesave í Noregi. Norsk stjórnvöld gerðu skyldu sína. Íslensk stjórnvöld brugðust skyldum sínum. Það gerir gæfumuninn. Þá sem bregðast lögbundnum skyldum sínum, má sækja til saka. Niðurstaðan: Ef við höfnum Icesave 3, verðum við dæmd til að borga Icesave 4 – skuldir óreiðumanna. Það mun reynast okkur dýrkeypt. Við tryggjum ekki eftir á.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun