Óvissa um minnihluta eigna þrotabúsins 4. apríl 2011 00:01 Mat á eignum þrotabús Landsbankans skiptir höfuðmáli þegar reynt er að meta hversu há upphæð gæti fallið á íslenska skattgreiðendur vegna Icesave. Í eignasafninu leynast hundruð milljarða í reiðufé, útlánum og í hlutabréfum í félögum á borð við verslunarkeðjuna Iceland Foods. Samninganefnd Íslands í Icesave-deilunni hefur ekki lagt sjálfstætt mat á það hversu mikið fæst upp í kröfur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjármagnseigenda úr þrotabúi Landsbankans. Á fundi með nefndarmönnum sögðust þeir treysta mati skilanefndar bankans, sem hingað til hafi verið varfærin í mati sínu. Mat skilanefndarinnar á því hversu mikið fæst upp í forgangskröfur hefur verið uppfært reglulega, síðast miðað við upplýsingar sem lágu fyrir um áramót. Þá hækkaði mat skilanefndarinnar, og í kjölfarið endurskoðaði samninganefndin útreikninga sína á líklegum kostnaði ríkisins við Icesave-samninginn sem nú verður gengið til atkvæða um. Matið hefur hækkað um að meðaltali 23 milljarða á hverju þriggja mánaða tímabili frá apríl 2009. Það skýrist meðal annars af því að óvissa um endurheimtur fer minnkandi. Skilanefnd Landsbankans telur nú að um 89 prósent af forgangskröfum fáist greidd. Íslenski tryggingasjóðurinn á 51,29 prósent af forgangskröfum í búið. Samkvæmt síðasta mati skilanefndarinnar nema áætlaðar heimtur úr þrotabúi Landsbankans 1.175 milljörðum króna. Verði það lokaniðurstaðan fær tryggingasjóðurinn um 602 milljarða upp í kröfur sínar. 679 milljarðar í hendiHeildarkröfur sjóðsins nema 677 milljörðum með vöxtum. Endurheimtur úr þrotabúinu þurfa að komast nærri 1.300 milljörðum króna til að tryggingarsjóðurinn fái þá upphæð greidda að fullu. Miklu skiptir að nákvæmni mats skilanefndarinnar sé sem mest. Óháðir sérfræðingar frá Deloitte hafa tvisvar farið yfir verkferla og vinnu skilanefndarmanna við mat á verðmæti eigna, fyrst síðla árs 2009 og svo aftur í upphafi þessa árs. Í síðari yfirferðinni var einnig lagt sjálfstætt mat á verðmæti eignanna. Niðurstaða Deloitte var í báðum tilvikum sú að vinnubrögð við matið væru í lagi og mat á verðmætum í búinu væri rétt. Rúmur helmingur af þeim 1.175 milljörðum sem talið er að liggi í þrotabúi Landsbankans eru taldar mjög eða algerlega traustar eignir. Þar er annars vegar um að ræða 361 milljarð króna í peningum og hins vegar 318 milljarða í skuldabréfi útgefnu af nýja Landsbankanum og hlutabréfum í sama banka. Samtals eru þetta 679 milljarðar króna, um 58 prósent af eignum þrotabúsins. Þessi hluti eigna þrotabúsins er almennt talinn í hendi. Ýmsir hafa þó lýst efasemdum um að nýi Landsbankinn geti staðið í skilum með greiðslur af skuldabréfinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins deila þeir sérfræðingar skilanefndarinnar sem fylgjast með þessum hluta eignarsafnsins ekki þeirri skoðun. Utan við peninga og eignir hjá nýja Landsbankanum á þrotabú Landsbankans aðallega útlán til erlendra viðskiptavina og hlutabréf í erlendum fyrirtækjum. Eignir í innlendum fyrirtækjum runnu inn í nýja Landsbankann. Bréf í Iceland Foods verðmætustLangverðmætasta eign þrotabús Landsbankans, fyrir utan reiðufé og skuldabréf frá nýja Landsbankanum, er 66,6 prósenta hlutur í bresku matvörukeðjunni Iceland Foods. Skilanefnd bankans gefur ekki upp áætlað verðmæti bréfanna, ekki frekar en áætlað verðmæti hlutabréfa bankans í öðrum hlutafélögum. Ástæðan er sú að það gæti haft áhrif á kaupverðið þegar skilanefndin ákveður að selja. Í bókum þrotabúsins er hlutabréfaeign skráð samtals 117 milljarðar króna. Það þýðir ekki að heildarverðmæti Iceland Foods, House of Fraser, Hamleys og annarra fyrirtækja sem skilanefndin á hlut í rúmist innan þeirra tölu. Hlutabréf í Iceland Foods og öðrum eignum geta fallið í tvo flokka í bókum þrotabúsins. Eigi hinn fallni banki bréfin sjálf falla þau í flokkinn hlutabréfaeign. En hafi bankinn lánað fyrir hlutabréfakaupum í fyrirtækinu með veði í bréfunum, og ekki enn leyst til sín bréfin, falla þau í flokk með öðrum útlánum til einstaklinga, sem eru samtals 277 milljarðar króna. Það er því ómögulegt miðað við opinberar tölur að áætla hvað skilanefndin telur raunverulegt verðmæti Iceland Foods og annarra stórra eigna þrotabús Landsbankans þar til þrotabúið selur þessar eignir. Fara má nokkuð nærri verðmæti fyrirtækis á borð við Iceland Foods með því að áætla út frá hagnaði. Með algengum aðferðum má þannig áætla gróflega að verðmæti verslunarkeðjunnar gæti verið nærri 215 milljörðum króna. Miðað við það ætti hlutur þrotabús Landsbankans að vera um 143 milljarðar króna. Malcom Walker, stofnandi og forstjóri Icelandic Foods, er sagður hafa gert 190 milljarða króna tilboð í félagið um mitt ár í fyrra. Því var hafnað þar sem það þótti ekki nægilega hátt. Seint á síðasta ári lýsti hópur fjárfesta áhuga á því að kaupa Icelandic Foods fyrir upphæð sem jafngilti tæplega 250 milljörðum króna. Seldist Iceland Foods á því verði fengi þrotabú Landsbankans um 166 milljarða í sinn hlut. Eins og samninganefnd Íslands í Icesave-deilunni hafa landsmenn fá úrræði til að meta sjálfir verðmæti eigna þrotabús Landsbankans raunverulega. Miklu skiptir hvort mat skilanefndarinnar þyki trúverðugt. Icesave Tengdar fréttir Öruggir með mat slitastjórnar 4. apríl 2011 00:01 Vill sjálfstætt mat á eignum 4. apríl 2011 00:01 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Mat á eignum þrotabús Landsbankans skiptir höfuðmáli þegar reynt er að meta hversu há upphæð gæti fallið á íslenska skattgreiðendur vegna Icesave. Í eignasafninu leynast hundruð milljarða í reiðufé, útlánum og í hlutabréfum í félögum á borð við verslunarkeðjuna Iceland Foods. Samninganefnd Íslands í Icesave-deilunni hefur ekki lagt sjálfstætt mat á það hversu mikið fæst upp í kröfur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjármagnseigenda úr þrotabúi Landsbankans. Á fundi með nefndarmönnum sögðust þeir treysta mati skilanefndar bankans, sem hingað til hafi verið varfærin í mati sínu. Mat skilanefndarinnar á því hversu mikið fæst upp í forgangskröfur hefur verið uppfært reglulega, síðast miðað við upplýsingar sem lágu fyrir um áramót. Þá hækkaði mat skilanefndarinnar, og í kjölfarið endurskoðaði samninganefndin útreikninga sína á líklegum kostnaði ríkisins við Icesave-samninginn sem nú verður gengið til atkvæða um. Matið hefur hækkað um að meðaltali 23 milljarða á hverju þriggja mánaða tímabili frá apríl 2009. Það skýrist meðal annars af því að óvissa um endurheimtur fer minnkandi. Skilanefnd Landsbankans telur nú að um 89 prósent af forgangskröfum fáist greidd. Íslenski tryggingasjóðurinn á 51,29 prósent af forgangskröfum í búið. Samkvæmt síðasta mati skilanefndarinnar nema áætlaðar heimtur úr þrotabúi Landsbankans 1.175 milljörðum króna. Verði það lokaniðurstaðan fær tryggingasjóðurinn um 602 milljarða upp í kröfur sínar. 679 milljarðar í hendiHeildarkröfur sjóðsins nema 677 milljörðum með vöxtum. Endurheimtur úr þrotabúinu þurfa að komast nærri 1.300 milljörðum króna til að tryggingarsjóðurinn fái þá upphæð greidda að fullu. Miklu skiptir að nákvæmni mats skilanefndarinnar sé sem mest. Óháðir sérfræðingar frá Deloitte hafa tvisvar farið yfir verkferla og vinnu skilanefndarmanna við mat á verðmæti eigna, fyrst síðla árs 2009 og svo aftur í upphafi þessa árs. Í síðari yfirferðinni var einnig lagt sjálfstætt mat á verðmæti eignanna. Niðurstaða Deloitte var í báðum tilvikum sú að vinnubrögð við matið væru í lagi og mat á verðmætum í búinu væri rétt. Rúmur helmingur af þeim 1.175 milljörðum sem talið er að liggi í þrotabúi Landsbankans eru taldar mjög eða algerlega traustar eignir. Þar er annars vegar um að ræða 361 milljarð króna í peningum og hins vegar 318 milljarða í skuldabréfi útgefnu af nýja Landsbankanum og hlutabréfum í sama banka. Samtals eru þetta 679 milljarðar króna, um 58 prósent af eignum þrotabúsins. Þessi hluti eigna þrotabúsins er almennt talinn í hendi. Ýmsir hafa þó lýst efasemdum um að nýi Landsbankinn geti staðið í skilum með greiðslur af skuldabréfinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins deila þeir sérfræðingar skilanefndarinnar sem fylgjast með þessum hluta eignarsafnsins ekki þeirri skoðun. Utan við peninga og eignir hjá nýja Landsbankanum á þrotabú Landsbankans aðallega útlán til erlendra viðskiptavina og hlutabréf í erlendum fyrirtækjum. Eignir í innlendum fyrirtækjum runnu inn í nýja Landsbankann. Bréf í Iceland Foods verðmætustLangverðmætasta eign þrotabús Landsbankans, fyrir utan reiðufé og skuldabréf frá nýja Landsbankanum, er 66,6 prósenta hlutur í bresku matvörukeðjunni Iceland Foods. Skilanefnd bankans gefur ekki upp áætlað verðmæti bréfanna, ekki frekar en áætlað verðmæti hlutabréfa bankans í öðrum hlutafélögum. Ástæðan er sú að það gæti haft áhrif á kaupverðið þegar skilanefndin ákveður að selja. Í bókum þrotabúsins er hlutabréfaeign skráð samtals 117 milljarðar króna. Það þýðir ekki að heildarverðmæti Iceland Foods, House of Fraser, Hamleys og annarra fyrirtækja sem skilanefndin á hlut í rúmist innan þeirra tölu. Hlutabréf í Iceland Foods og öðrum eignum geta fallið í tvo flokka í bókum þrotabúsins. Eigi hinn fallni banki bréfin sjálf falla þau í flokkinn hlutabréfaeign. En hafi bankinn lánað fyrir hlutabréfakaupum í fyrirtækinu með veði í bréfunum, og ekki enn leyst til sín bréfin, falla þau í flokk með öðrum útlánum til einstaklinga, sem eru samtals 277 milljarðar króna. Það er því ómögulegt miðað við opinberar tölur að áætla hvað skilanefndin telur raunverulegt verðmæti Iceland Foods og annarra stórra eigna þrotabús Landsbankans þar til þrotabúið selur þessar eignir. Fara má nokkuð nærri verðmæti fyrirtækis á borð við Iceland Foods með því að áætla út frá hagnaði. Með algengum aðferðum má þannig áætla gróflega að verðmæti verslunarkeðjunnar gæti verið nærri 215 milljörðum króna. Miðað við það ætti hlutur þrotabús Landsbankans að vera um 143 milljarðar króna. Malcom Walker, stofnandi og forstjóri Icelandic Foods, er sagður hafa gert 190 milljarða króna tilboð í félagið um mitt ár í fyrra. Því var hafnað þar sem það þótti ekki nægilega hátt. Seint á síðasta ári lýsti hópur fjárfesta áhuga á því að kaupa Icelandic Foods fyrir upphæð sem jafngilti tæplega 250 milljörðum króna. Seldist Iceland Foods á því verði fengi þrotabú Landsbankans um 166 milljarða í sinn hlut. Eins og samninganefnd Íslands í Icesave-deilunni hafa landsmenn fá úrræði til að meta sjálfir verðmæti eigna þrotabús Landsbankans raunverulega. Miklu skiptir hvort mat skilanefndarinnar þyki trúverðugt.
Icesave Tengdar fréttir Öruggir með mat slitastjórnar 4. apríl 2011 00:01 Vill sjálfstætt mat á eignum 4. apríl 2011 00:01 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira