Erlent

Neituðu að tjá sig um ákærur

vítisenglar Réttarhöld standa nú yfir
gegn hópi danskra „rokkara“. Þeir vilja ekki tjá sig í vitnastúkunni.
NordicPhotos/Getty
vítisenglar Réttarhöld standa nú yfir gegn hópi danskra „rokkara“. Þeir vilja ekki tjá sig í vitnastúkunni. NordicPhotos/Getty
Fyrstu tveir af „rokkurunum“ sextán, meðlimum í Vítisenglum eða AK81 sem ákærðir eru fyrir morðtilraunir og margvíslega aðra glæpi, voru kallaðir til vitnis í réttarsal í gær en neituðu að tjá sig.

Mennirnir tveir eru sakaðir um að hafa lagt á ráðin um að myrða meðlim í innflytjendaklíku í Kaupmannahöfn en ekkert varð af ódæðinu þar sem fyrirhugað skotmark fannst ekki þegar til kastanna kom.

Þetta mál er það umsvifamesta sem höfðað hefur verið gegn dönskum rokkurum. Réttarhöldin eru talin verða langvinn og standa jafnvel fram á haust.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×