Líbískir ráðamenn flýja 1. apríl 2011 00:30 Berjast gegn ofurefli Þrátt fyrir loftárásir á herbúnað Gaddafístjórnarinnar hafa uppreisnarmenn verið á undanhaldi síðustu daga.nordicphotos/AFP Flestir æðstu embættismenn Múammars Gaddafí eru sagðir vilja flýja landið, en komast hvergi vegna strangrar öryggisgæslu og erfiðleika við að ferðast. Þetta fullyrðir Ibrahim Dabbashi, aðstoðarsendiherra Líbíu hjá Sameinuðu þjóðunum, en hann hefur sjálfur gengið til liðs við stjórnarandstöðuna. Í gær tókst Ali Abdessalem Treki, fyrrverandi utanríkisráðherra Líbíu, að komast úr landi. Gaddafí hafði ákveðið að gera hann að sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum. Á miðvikudag flúði Mússa Kússa, utanríkisráðherra landsins, til Bretlands, þar sem skosk yfirvöld vilja yfirheyra hann vegna Lockerbie-árásarinnar. Bretar segjast ekki hafa lofað honum friðhelgi af neinu tagi, svo hann má búast við málaferlum og jafnvel fangelsi. Dabbasi segist hafa vitað af flótta Trekis í tíu daga og fengið vitneskju um flótta Kússas með tveggja daga fyrirvara. Fleiri háttsettir embættismenn hafa flúið Líbíu á síðustu vikum, þar á meðal Júsef Savani, aðstoðarmaður Saífs al-Islam, sonar Gaddafís, og Abdel Fattah Júnes al-Abidi innanríkisráðherra. „Við vitum að flestir háttsettir embættismenn Líbíu eru að reyna að flýja,“ segir Dabbashi en vill þó ekki nefna neina með nafni. Charles Bouchard, kanadíski herforinginn sem stjórnar aðgerðum Atlantshafsbandalagsins, sagðist í gær ætla að kanna fréttir um að loftárásir Vesturlanda hefðu kostað fjörutíu almenna borgara í Trípolí lífið. Hann varaði hins vegar liðsmenn Gaddafís við því að ráðast á almenna borgara, sem NATO hefur tekið að sér að verja. NATO tók í gær við yfirstjórn aðgerðanna af Bandaríkjunum. Liðsmenn Gaddafís héldu hins vegar áfram sókn sinni gegn uppreisnarmönnum í gær, þriðja daginn í röð. Þeir hafa nú aftur náð á vald sitt mestu af því svæði sem uppreisnarmenn náðu á sitt vald eftir að loftárásir Vesturlanda hófust, sem var hinn 19. mars. Fréttir af flótta ráðamanna kættu hins vegar uppreisnarmennina: „Við teljum að stjórnin sé að molna innan frá,“ sagði Mustafa Gheriani, talsmaður uppreisnarmanna í Bengasí. Hann líkti Gaddafí við sært dýr. „Særður úlfur er hættulegri en heilbrigður úlfur. En við vonum að flóttinn úr röðum hans haldi áfram og ég held að hann standi eftir einn á báti.“ gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Flestir æðstu embættismenn Múammars Gaddafí eru sagðir vilja flýja landið, en komast hvergi vegna strangrar öryggisgæslu og erfiðleika við að ferðast. Þetta fullyrðir Ibrahim Dabbashi, aðstoðarsendiherra Líbíu hjá Sameinuðu þjóðunum, en hann hefur sjálfur gengið til liðs við stjórnarandstöðuna. Í gær tókst Ali Abdessalem Treki, fyrrverandi utanríkisráðherra Líbíu, að komast úr landi. Gaddafí hafði ákveðið að gera hann að sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum. Á miðvikudag flúði Mússa Kússa, utanríkisráðherra landsins, til Bretlands, þar sem skosk yfirvöld vilja yfirheyra hann vegna Lockerbie-árásarinnar. Bretar segjast ekki hafa lofað honum friðhelgi af neinu tagi, svo hann má búast við málaferlum og jafnvel fangelsi. Dabbasi segist hafa vitað af flótta Trekis í tíu daga og fengið vitneskju um flótta Kússas með tveggja daga fyrirvara. Fleiri háttsettir embættismenn hafa flúið Líbíu á síðustu vikum, þar á meðal Júsef Savani, aðstoðarmaður Saífs al-Islam, sonar Gaddafís, og Abdel Fattah Júnes al-Abidi innanríkisráðherra. „Við vitum að flestir háttsettir embættismenn Líbíu eru að reyna að flýja,“ segir Dabbashi en vill þó ekki nefna neina með nafni. Charles Bouchard, kanadíski herforinginn sem stjórnar aðgerðum Atlantshafsbandalagsins, sagðist í gær ætla að kanna fréttir um að loftárásir Vesturlanda hefðu kostað fjörutíu almenna borgara í Trípolí lífið. Hann varaði hins vegar liðsmenn Gaddafís við því að ráðast á almenna borgara, sem NATO hefur tekið að sér að verja. NATO tók í gær við yfirstjórn aðgerðanna af Bandaríkjunum. Liðsmenn Gaddafís héldu hins vegar áfram sókn sinni gegn uppreisnarmönnum í gær, þriðja daginn í röð. Þeir hafa nú aftur náð á vald sitt mestu af því svæði sem uppreisnarmenn náðu á sitt vald eftir að loftárásir Vesturlanda hófust, sem var hinn 19. mars. Fréttir af flótta ráðamanna kættu hins vegar uppreisnarmennina: „Við teljum að stjórnin sé að molna innan frá,“ sagði Mustafa Gheriani, talsmaður uppreisnarmanna í Bengasí. Hann líkti Gaddafí við sært dýr. „Særður úlfur er hættulegri en heilbrigður úlfur. En við vonum að flóttinn úr röðum hans haldi áfram og ég held að hann standi eftir einn á báti.“ gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira