Almannagjá dýpkar 1. apríl 2011 05:00 Almannagjá og hakið Mikil hola opnaðist á stígnum um Almannagjá. Undir er eins konar hellir, sem reyndist ná undir stíginn þar sem grafan stendur. Einar Sæmundsen, fræðslufulltrúi í þjóðgarðinum á Þingvöllum, stendur við opið. Mynd/Einar Sæmundsen Einar Á. E. Sæmundsen Fræðslufulltrúinn í þjóðgarðinum á Þingvöllum stendur hér við op sprungunnar, sem hann telur vera tíu og tólf metra djúpa. l„Þetta er hálfgert Ginnungagap,“ segir Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi í þjóðgarðinum á Þingvöllum, um mikla sprungu sem í ljós hefur komið á miðjum stígnum í Almannagjá. Einar segir að gat hafi komið á stíginn og síðan myndast djúp hola sem reynst hafi verið op að tíu til fjórtán metra djúpri gjá beint undir stígnum. „Þetta er líklega framhaldið af litlu gjánni sem menn klofa yfir þegar þeir ganga út á Hakið og á útsýnispallinn,“ segir Einar, sem kveður barma holunnar hafa verið ótrygga. Því hafi hún verið víkkuð með því að fjarlægja laust efni. Lokað var fyrir umferð um stíginn á meðan smíðaður var fleki yfir holuna og henni þannig lokað til bráðabirgða. Almannagjá er nú opin fyrir umferð á ný. Gjáin undir holunni er mikið gímald að sögn Einars. Vísast þurfi mörg vörubílahlöss til að fylla gjána, sem liggi eins og hellir suður undir Kárastaðastíg og meira en fjórir metrar á breidd þegar ofan í sé komið. „Ef sú ákvörðun yrði tekin færi alveg gríðarlegt magn af efni í það.“ Einar kveðst reikna með að sérfræðingar verði fengnir til að skera úr um orsakir þess að nú hefur opnast ofan í þessa miklu sprungnu. Sjálfir telji hann samspil jarðskjálfta árin 2000 og 2008 við miklar leysingar hafa valdið því að jarðefni hafi skolast úr sprungunni með árunum. „Þetta höfum við séð í þjóðgarðinum áður. Sérstaklega hafa menn púkkað í með stóru grjóti og möl þar sem malbikaðir vegir eru lagðir yfir gjár. Eftir jarðskjálftana 2000 og 2008 kom greinilega los á jarðveginn. Í vorleysingum árin eftir komu göt hér á vegi, bæði austan við þjónustumiðstöðina og niðri við vatn,“ segir Einar, sem kveðst eiga von á því að jarðvísindamenn verði fengnir til að meta stöðuna. „Við munum grannskoða stígana hérna í gjánni en ég tel að þetta sé staðbundið.“ gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Einar Á. E. Sæmundsen Fræðslufulltrúinn í þjóðgarðinum á Þingvöllum stendur hér við op sprungunnar, sem hann telur vera tíu og tólf metra djúpa. l„Þetta er hálfgert Ginnungagap,“ segir Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi í þjóðgarðinum á Þingvöllum, um mikla sprungu sem í ljós hefur komið á miðjum stígnum í Almannagjá. Einar segir að gat hafi komið á stíginn og síðan myndast djúp hola sem reynst hafi verið op að tíu til fjórtán metra djúpri gjá beint undir stígnum. „Þetta er líklega framhaldið af litlu gjánni sem menn klofa yfir þegar þeir ganga út á Hakið og á útsýnispallinn,“ segir Einar, sem kveður barma holunnar hafa verið ótrygga. Því hafi hún verið víkkuð með því að fjarlægja laust efni. Lokað var fyrir umferð um stíginn á meðan smíðaður var fleki yfir holuna og henni þannig lokað til bráðabirgða. Almannagjá er nú opin fyrir umferð á ný. Gjáin undir holunni er mikið gímald að sögn Einars. Vísast þurfi mörg vörubílahlöss til að fylla gjána, sem liggi eins og hellir suður undir Kárastaðastíg og meira en fjórir metrar á breidd þegar ofan í sé komið. „Ef sú ákvörðun yrði tekin færi alveg gríðarlegt magn af efni í það.“ Einar kveðst reikna með að sérfræðingar verði fengnir til að skera úr um orsakir þess að nú hefur opnast ofan í þessa miklu sprungnu. Sjálfir telji hann samspil jarðskjálfta árin 2000 og 2008 við miklar leysingar hafa valdið því að jarðefni hafi skolast úr sprungunni með árunum. „Þetta höfum við séð í þjóðgarðinum áður. Sérstaklega hafa menn púkkað í með stóru grjóti og möl þar sem malbikaðir vegir eru lagðir yfir gjár. Eftir jarðskjálftana 2000 og 2008 kom greinilega los á jarðveginn. Í vorleysingum árin eftir komu göt hér á vegi, bæði austan við þjónustumiðstöðina og niðri við vatn,“ segir Einar, sem kveðst eiga von á því að jarðvísindamenn verði fengnir til að meta stöðuna. „Við munum grannskoða stígana hérna í gjánni en ég tel að þetta sé staðbundið.“ gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira