Almannagjá dýpkar 1. apríl 2011 05:00 Almannagjá og hakið Mikil hola opnaðist á stígnum um Almannagjá. Undir er eins konar hellir, sem reyndist ná undir stíginn þar sem grafan stendur. Einar Sæmundsen, fræðslufulltrúi í þjóðgarðinum á Þingvöllum, stendur við opið. Mynd/Einar Sæmundsen Einar Á. E. Sæmundsen Fræðslufulltrúinn í þjóðgarðinum á Þingvöllum stendur hér við op sprungunnar, sem hann telur vera tíu og tólf metra djúpa. l„Þetta er hálfgert Ginnungagap,“ segir Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi í þjóðgarðinum á Þingvöllum, um mikla sprungu sem í ljós hefur komið á miðjum stígnum í Almannagjá. Einar segir að gat hafi komið á stíginn og síðan myndast djúp hola sem reynst hafi verið op að tíu til fjórtán metra djúpri gjá beint undir stígnum. „Þetta er líklega framhaldið af litlu gjánni sem menn klofa yfir þegar þeir ganga út á Hakið og á útsýnispallinn,“ segir Einar, sem kveður barma holunnar hafa verið ótrygga. Því hafi hún verið víkkuð með því að fjarlægja laust efni. Lokað var fyrir umferð um stíginn á meðan smíðaður var fleki yfir holuna og henni þannig lokað til bráðabirgða. Almannagjá er nú opin fyrir umferð á ný. Gjáin undir holunni er mikið gímald að sögn Einars. Vísast þurfi mörg vörubílahlöss til að fylla gjána, sem liggi eins og hellir suður undir Kárastaðastíg og meira en fjórir metrar á breidd þegar ofan í sé komið. „Ef sú ákvörðun yrði tekin færi alveg gríðarlegt magn af efni í það.“ Einar kveðst reikna með að sérfræðingar verði fengnir til að skera úr um orsakir þess að nú hefur opnast ofan í þessa miklu sprungnu. Sjálfir telji hann samspil jarðskjálfta árin 2000 og 2008 við miklar leysingar hafa valdið því að jarðefni hafi skolast úr sprungunni með árunum. „Þetta höfum við séð í þjóðgarðinum áður. Sérstaklega hafa menn púkkað í með stóru grjóti og möl þar sem malbikaðir vegir eru lagðir yfir gjár. Eftir jarðskjálftana 2000 og 2008 kom greinilega los á jarðveginn. Í vorleysingum árin eftir komu göt hér á vegi, bæði austan við þjónustumiðstöðina og niðri við vatn,“ segir Einar, sem kveðst eiga von á því að jarðvísindamenn verði fengnir til að meta stöðuna. „Við munum grannskoða stígana hérna í gjánni en ég tel að þetta sé staðbundið.“ gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Einar Á. E. Sæmundsen Fræðslufulltrúinn í þjóðgarðinum á Þingvöllum stendur hér við op sprungunnar, sem hann telur vera tíu og tólf metra djúpa. l„Þetta er hálfgert Ginnungagap,“ segir Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi í þjóðgarðinum á Þingvöllum, um mikla sprungu sem í ljós hefur komið á miðjum stígnum í Almannagjá. Einar segir að gat hafi komið á stíginn og síðan myndast djúp hola sem reynst hafi verið op að tíu til fjórtán metra djúpri gjá beint undir stígnum. „Þetta er líklega framhaldið af litlu gjánni sem menn klofa yfir þegar þeir ganga út á Hakið og á útsýnispallinn,“ segir Einar, sem kveður barma holunnar hafa verið ótrygga. Því hafi hún verið víkkuð með því að fjarlægja laust efni. Lokað var fyrir umferð um stíginn á meðan smíðaður var fleki yfir holuna og henni þannig lokað til bráðabirgða. Almannagjá er nú opin fyrir umferð á ný. Gjáin undir holunni er mikið gímald að sögn Einars. Vísast þurfi mörg vörubílahlöss til að fylla gjána, sem liggi eins og hellir suður undir Kárastaðastíg og meira en fjórir metrar á breidd þegar ofan í sé komið. „Ef sú ákvörðun yrði tekin færi alveg gríðarlegt magn af efni í það.“ Einar kveðst reikna með að sérfræðingar verði fengnir til að skera úr um orsakir þess að nú hefur opnast ofan í þessa miklu sprungnu. Sjálfir telji hann samspil jarðskjálfta árin 2000 og 2008 við miklar leysingar hafa valdið því að jarðefni hafi skolast úr sprungunni með árunum. „Þetta höfum við séð í þjóðgarðinum áður. Sérstaklega hafa menn púkkað í með stóru grjóti og möl þar sem malbikaðir vegir eru lagðir yfir gjár. Eftir jarðskjálftana 2000 og 2008 kom greinilega los á jarðveginn. Í vorleysingum árin eftir komu göt hér á vegi, bæði austan við þjónustumiðstöðina og niðri við vatn,“ segir Einar, sem kveðst eiga von á því að jarðvísindamenn verði fengnir til að meta stöðuna. „Við munum grannskoða stígana hérna í gjánni en ég tel að þetta sé staðbundið.“ gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira