Tíska og hönnun

Rómantík og ævintýri

Fyrirsætan Elmar Johnson var á meðal þeirra sem sýndu fatnað Andersen & Lauth og Farmers Market. Fréttablaðið/Valli
Fyrirsætan Elmar Johnson var á meðal þeirra sem sýndu fatnað Andersen & Lauth og Farmers Market. Fréttablaðið/Valli
Fatahönnunarfyrirtækin Andersen & Lauth og Farmers Market stóðu að viðburði í porti Hafnarhússins á dögunum í tengslum við HönnunarMars. Atburðurinn nefndist Hljómur úr hönnun og var unninn í samstarfi við tónlistar- og kvikmyndagerðarfólk.

Sýningin var vel sótt og gekk vel að blanda hinu ævintýralega yfirbragði A&L saman við sveitarómantíkina sem einkennir Farmers Market og úr varð heilsteypt og ævintýralega falleg tískusýning.

Hárhönnunin vakti einnig athygli Föstudags enda var hún einstaklega falleg og í samræmi við rómantískt yfirbragð sýningarinnar. - sm

Þessi fallegi kjóll er úr haustlínu Andersen& Lauth og er skreyttur fíngerðum keðjum.

Hár og förðun var sérstaklega vel heppnað og í samræmi við gamaldags og rómantískt yfirbragð sýningarinnar.

Fatnaður Andersen & Lauth og Farmers Market fór vel saman þótt ólíkur sé.

Fötin, sviðið og tónlistin gerðu upplifunina einstaka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×