Bensínverð lækki um 28 krónur 31. mars 2011 04:30 Lítraverð á eldsneyti, bæði bensíni og dísilolíu, gæti lækkað um 28 krónur, fái frumvarp fram að ganga sem Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mælti fyrir í gær. Frumvarpið, sem sjálfstæðismenn á þingi flytja, felur í sér verulega lækkun á olíu- og kílómetragjaldi af dísilolíu og vörugjaldi af bensíni. Samkvæmt því munu gjöld á dísilolíu lækka úr 55 krónum á hvern seldan lítra niður í 35 krónur og bensíngjöld lækka úr tæplega 24 krónum niður í 4 krónur. Lækkunin skuli ganga til framkvæmda strax um komandi mánaðamót og gilda til ársloka. Hávær krafa hefur verið um að stjórnvöld grípi inn í sífellt hækkandi eldsneytisverð, enda rennur tæpur helmingur af útsöluverði bensíns í ríkissjóð í formi bensíngjalda, kolefnisgjalds og virðisaukaskatts. Í umræðum á þingi ekki alls fyrir löngu sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra að óraunhæft væri að líta á hækkanirnar undanfarið, sem má að mestu leyti rekja til hækkunar á heimsmarkaðsverði, sem tímabundnar og því væri líklegra til árangurs að skoða hvernig tekjum ríkisins af eldsneytissölu væri varið. Ríkisstjórnin skipaði í kjölfarið starfshóp um þetta mál og á hann að skila fyrstu tillögum sínum í næsta mánuði. Tryggvi segir hins vegar að ýmislegt bendi til þess að heimsmarkaðsverð muni fara lækkandi þegar óvissuástand á heimsvísu dvíni. Meðal annars sé það að ráða af framvirku verði á bensíni á mörkuðum. Hækkanirnar undanfarna mánuði hafa þegar haft víðtæk áhrif og hafa ferðaþjónustuaðilar lýst yfir áhyggjum af búsifjum vegna minni umferðar innlendra ferðamanna á komandi vertíð. Hækkanirnar hafa einmitt haft í för með sér samdrátt í umferð um vegi landsins. Samkvæmt Vegagerðinni hefur umferð um Hringveginn dregist saman um rúm sex prósent á fyrstu tveimur mánuðum ársins og sjötíu prósent svarenda könnunar MMR segjast hafa dregið úr bifreiðanotkun í kjölfar hækkana á eldsneytisverði. Kostnaður ríkissjóðs af lækkunum þessum gæti numið 3,2 milljörðum, en að sögn Tryggva er allt útlit fyrir að tekjur ríkissjóðs af eldsneytissölu hefðu verið talsvert undir væntingum sökum verðhækkunar og minni eftirspurnar. Þess vegna sé hægt að gera ráð fyrir að kostnaður ríkisins vegna lækkana eldsneytisgjalda verði enn minni. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Lítraverð á eldsneyti, bæði bensíni og dísilolíu, gæti lækkað um 28 krónur, fái frumvarp fram að ganga sem Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mælti fyrir í gær. Frumvarpið, sem sjálfstæðismenn á þingi flytja, felur í sér verulega lækkun á olíu- og kílómetragjaldi af dísilolíu og vörugjaldi af bensíni. Samkvæmt því munu gjöld á dísilolíu lækka úr 55 krónum á hvern seldan lítra niður í 35 krónur og bensíngjöld lækka úr tæplega 24 krónum niður í 4 krónur. Lækkunin skuli ganga til framkvæmda strax um komandi mánaðamót og gilda til ársloka. Hávær krafa hefur verið um að stjórnvöld grípi inn í sífellt hækkandi eldsneytisverð, enda rennur tæpur helmingur af útsöluverði bensíns í ríkissjóð í formi bensíngjalda, kolefnisgjalds og virðisaukaskatts. Í umræðum á þingi ekki alls fyrir löngu sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra að óraunhæft væri að líta á hækkanirnar undanfarið, sem má að mestu leyti rekja til hækkunar á heimsmarkaðsverði, sem tímabundnar og því væri líklegra til árangurs að skoða hvernig tekjum ríkisins af eldsneytissölu væri varið. Ríkisstjórnin skipaði í kjölfarið starfshóp um þetta mál og á hann að skila fyrstu tillögum sínum í næsta mánuði. Tryggvi segir hins vegar að ýmislegt bendi til þess að heimsmarkaðsverð muni fara lækkandi þegar óvissuástand á heimsvísu dvíni. Meðal annars sé það að ráða af framvirku verði á bensíni á mörkuðum. Hækkanirnar undanfarna mánuði hafa þegar haft víðtæk áhrif og hafa ferðaþjónustuaðilar lýst yfir áhyggjum af búsifjum vegna minni umferðar innlendra ferðamanna á komandi vertíð. Hækkanirnar hafa einmitt haft í för með sér samdrátt í umferð um vegi landsins. Samkvæmt Vegagerðinni hefur umferð um Hringveginn dregist saman um rúm sex prósent á fyrstu tveimur mánuðum ársins og sjötíu prósent svarenda könnunar MMR segjast hafa dregið úr bifreiðanotkun í kjölfar hækkana á eldsneytisverði. Kostnaður ríkissjóðs af lækkunum þessum gæti numið 3,2 milljörðum, en að sögn Tryggva er allt útlit fyrir að tekjur ríkissjóðs af eldsneytissölu hefðu verið talsvert undir væntingum sökum verðhækkunar og minni eftirspurnar. Þess vegna sé hægt að gera ráð fyrir að kostnaður ríkisins vegna lækkana eldsneytisgjalda verði enn minni. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira