Apple stefnir ríkinu til að fá tollum létt af iPod Touch 31. mars 2011 07:00 Apple-umboðið hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna tollflokkunar á lófatölvunni iPod Touch. Tollstjóri flokkar tölvuna sem tónlistarspilara en ríkistollanefnd hefur viðurkennt að um lófatölvu sé að ræða þó að nefndin hnekki ekki ákvörðun tollstjóra um tollflokkun. Tollar og vörugjöld á tónlistarspilara eru samtals 32,5 prósent en engin slík gjöld eru lögð á tölvur sem fluttar eru til landsins. Forsvarsmenn Apple líta svo á að flokka eigi iPod Touch sem tölvu en ekki afspilara. Þeir benda á að hægt sé að nota tækið til að taka myndir og myndbönd, vafra um netið, senda tölvupóst, nota samskiptaforrit, spila tölvuleiki, hringja í netsíma og fleira. Afleiðingarnar eru þær að fjölmargir kaupa tölvuna annars staðar en á Íslandi, segir Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Félags atvinnurekenda, sem rekur málið fyrir Apple. Páll Rúnar segir neytendur hin raunverulegu fórnarlömb í málinu. Ætli þeir að kaupa vöruna hér á landi þurfi þeir að greiða hærra verð en eðlilegt sé vegna tollflokkunarinnar. Þá tapi ríkissjóður á því að fólk kaupi tækin ekki hér á landi sökum hárra tolla og borgi í mörgum tilvikum ekki virðisaukaskatt við komuna til landsins. Hann segir óumdeilt að tækið uppfylli öll skilyrði fyrir því að teljast lófatölva samkvæmt tollskrá. Tollstjóri beiti huglægu mati þegar hann flokki iPod Touch sem afspilara og sé byggt á því hvernig hann telji að tækið sé markaðssett. „Tækninni fleygir áfram og nú er svo komið að jafnvel brauðristar eru til með mp3-spilara,“ segir Páll Rúnar. „Spurningin er hvort tollstjóri myndi skilgreina það sem afspilara með brauðristunarmöguleika?“ - bj Fréttir Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Hvetur atvinnurekendur til þess að svara öllum umsóknum Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð Sjá meira
Apple-umboðið hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna tollflokkunar á lófatölvunni iPod Touch. Tollstjóri flokkar tölvuna sem tónlistarspilara en ríkistollanefnd hefur viðurkennt að um lófatölvu sé að ræða þó að nefndin hnekki ekki ákvörðun tollstjóra um tollflokkun. Tollar og vörugjöld á tónlistarspilara eru samtals 32,5 prósent en engin slík gjöld eru lögð á tölvur sem fluttar eru til landsins. Forsvarsmenn Apple líta svo á að flokka eigi iPod Touch sem tölvu en ekki afspilara. Þeir benda á að hægt sé að nota tækið til að taka myndir og myndbönd, vafra um netið, senda tölvupóst, nota samskiptaforrit, spila tölvuleiki, hringja í netsíma og fleira. Afleiðingarnar eru þær að fjölmargir kaupa tölvuna annars staðar en á Íslandi, segir Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Félags atvinnurekenda, sem rekur málið fyrir Apple. Páll Rúnar segir neytendur hin raunverulegu fórnarlömb í málinu. Ætli þeir að kaupa vöruna hér á landi þurfi þeir að greiða hærra verð en eðlilegt sé vegna tollflokkunarinnar. Þá tapi ríkissjóður á því að fólk kaupi tækin ekki hér á landi sökum hárra tolla og borgi í mörgum tilvikum ekki virðisaukaskatt við komuna til landsins. Hann segir óumdeilt að tækið uppfylli öll skilyrði fyrir því að teljast lófatölva samkvæmt tollskrá. Tollstjóri beiti huglægu mati þegar hann flokki iPod Touch sem afspilara og sé byggt á því hvernig hann telji að tækið sé markaðssett. „Tækninni fleygir áfram og nú er svo komið að jafnvel brauðristar eru til með mp3-spilara,“ segir Páll Rúnar. „Spurningin er hvort tollstjóri myndi skilgreina það sem afspilara með brauðristunarmöguleika?“ - bj
Fréttir Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Hvetur atvinnurekendur til þess að svara öllum umsóknum Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð Sjá meira