Erlent

Lið Gbagbos á undanhaldi

Liðsmenn Ouattaras Hafa náð tveimur borgum í viðbót úr höndum Gbagbos, sem neitar að láta af völdum.nordicphotos/AFP
Liðsmenn Ouattaras Hafa náð tveimur borgum í viðbót úr höndum Gbagbos, sem neitar að láta af völdum.nordicphotos/AFP
Uppreisnarmenn, sem berjast fyrir réttkjörinn forseta Fílabeinsstrandarinnar, hafa náð fleiri borgum á sitt vald í átökum, sem kostað hafa hundruð manna lífið.

Laurent Gbagbo hefur verið forseti landsins síðan árið 2000 en tapaði í forsetakosningum í nóvember síðastliðnum.

Hann hefur ekki viljað láta af völdum þrátt fyrir þrábeiðni leiðtoga flestra nágrannaríkja Fílabeinsstrandarinnar, og þrátt fyrir að alþjóðasamfélagið hafi almennt viðurkennt að Alassane Ouattara sé réttkjörinn forseti landsins.

Átökin hafa hrakið meira en milljón manns á flótta. Um 20 þúsund manns flýðu í gær til borgarinnar Duekoue, sem stuðningsmenn Ouattaras náðu á sitt vald á mánudag.

Í gær náðu þeir tveimur öðrum borgum á sitt vald, Daloa sem er miðsvæðis í landinu og Bondoukou í austurhlutanum. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×