Telur tíð forstjóraskipti Orkuveitu mistök 30. mars 2011 06:15 kjartan magnússon Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir aðgerðaráætlun fyrirtækisins að mörgu leyti skynsamlega. Hann telur þó að tíð forstjóraskipti fyrirtækisins og uppsögn fjármálastjóra á síðustu mánuðum hafi haft slæm áhrif á viðhorf erlendra banka. Hann segir yfirlýsingar bankanna gríðarleg vonbrigði. Kjartan situr einnig í stjórn OR. „Ég er hræddur um að það hafi verið röng ákvörðun að skipta um þessa tvo lykilstjórnendur,“ segir Kjartan, og á þar við Hjörleif Kvaran, fyrrverandi forstjóra, og Önnu Skúladóttur, fyrrverandi fjármálastjóra. „Einnig hafa öll þau klaufalegu ummæli sem hafa verið látin falla í fjölmiðlum alveg örugglega ekki hjálpað og sennilega dregið úr vilja bankanna til að endurfjármagna.“ Kjartan er í meginatriðum sammála því að selja sem mest af eignum Orkuveitunnar og styður tillögu forstjórans um að koma Gagnaveitunni í verð. Hann dregur þó gjaldskrárhækkanirnar í efa og segir þá útreikninga sem liggi fyrir ekki fullnægjandi. Kjartani líst vel á áform borgarráðs að láta gera úttekt á starfsemi Orkuveitunnar aftur í tímann. Það sé þó ekkert nýtt, heldur séu reglulega gerðar slíkar úttektir. „Ég tel að það væri rétt að málin yrðu skoðuð alveg frá stofnun fyrirtækisins,“ segir hann. „Það verður ekki litið framhjá því að afar margar skuldir urðu til á tímabilinu 2003 til 2006.“- sv Fréttir Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir aðgerðaráætlun fyrirtækisins að mörgu leyti skynsamlega. Hann telur þó að tíð forstjóraskipti fyrirtækisins og uppsögn fjármálastjóra á síðustu mánuðum hafi haft slæm áhrif á viðhorf erlendra banka. Hann segir yfirlýsingar bankanna gríðarleg vonbrigði. Kjartan situr einnig í stjórn OR. „Ég er hræddur um að það hafi verið röng ákvörðun að skipta um þessa tvo lykilstjórnendur,“ segir Kjartan, og á þar við Hjörleif Kvaran, fyrrverandi forstjóra, og Önnu Skúladóttur, fyrrverandi fjármálastjóra. „Einnig hafa öll þau klaufalegu ummæli sem hafa verið látin falla í fjölmiðlum alveg örugglega ekki hjálpað og sennilega dregið úr vilja bankanna til að endurfjármagna.“ Kjartan er í meginatriðum sammála því að selja sem mest af eignum Orkuveitunnar og styður tillögu forstjórans um að koma Gagnaveitunni í verð. Hann dregur þó gjaldskrárhækkanirnar í efa og segir þá útreikninga sem liggi fyrir ekki fullnægjandi. Kjartani líst vel á áform borgarráðs að láta gera úttekt á starfsemi Orkuveitunnar aftur í tímann. Það sé þó ekkert nýtt, heldur séu reglulega gerðar slíkar úttektir. „Ég tel að það væri rétt að málin yrðu skoðuð alveg frá stofnun fyrirtækisins,“ segir hann. „Það verður ekki litið framhjá því að afar margar skuldir urðu til á tímabilinu 2003 til 2006.“- sv
Fréttir Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira