Milljarðar undir hjá Sigurði Einarssyni 29. mars 2011 06:45 Sigurður Einarsson Tekist er á um milljarðalán Kaupþings til fyrrverandi stjórnarformanns bankans í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fréttablaðið/Valli Tvö mál eru fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem bæði tengjast Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings og lánveitingum bankans til hans. Í október 2008 hafði Sigurður Einarsson fengið 7,8 milljarða króna að láni hjá Kaupþingi. Annað málið snýr að lánum sem starfsfólk Kaupþings, þar á meðal Sigurður, fékk til kaupa á hlutabréfum í bankanum. Stjórn Kaupþings aflétti persónulegri ábyrgð starfsmanna á lánunum 25. september 2008, fjórtán dögum áður en bankinn fór í þrot. Á þeim tíma námu heildarlánveitingar til æðstu stjórnenda bankans 64 milljörðum króna. Slitastjórn bankans rifti síðar ákvörðuninni en bauð þeim sem höfðu fengið lánin að endurgreiða stóran hluta þeirra eða semja um uppgjör. Nokkrir fyrrverandi stjórnendur bankans sem hæst lán fengu neituðu að semja við slitastjórn um endurgreiðslu og fóru mál þeirra fyrir dómstóla. Slitastjórn Kaupþings krefst þess að Sigurður endurgreiði 579 milljónir króna af lánum sínum. Stjórnarformaðurinn fyrrverandi krafðist frávísunar á málinu á þeirri forsendu að hann sé með lögheimili í Bretlandi. Úrskurðar um hvort hægt verði að flytja málið hér verður felldur 7. apríl næstkomandi. Fjögur sambærileg mál eru á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur og Héraðsdóms Reykjaness á næstu tveimur mánuðum, þar á meðal gegn Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi bankastjóra í Lúxemborg. Þá verður fyrirtaka í lánamáli Arion banka gegn Sigurði í dag. Það fjallar um lán til hans til kaupa á hlut í fjárfestingarsjóðnum Kaupþing Capital Partners II Fund, sem hélt utan um fjárfestingar bankans í óskráðum bréfum. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að The S Invest Trust, félag Sigurðar, hafi fengið tíu milljónir punda að láni til kaupa í sjóðnum. Það jafngildir rúmum 1,8 milljörðum króna á núvirði og er jafn há upphæð og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, fékk að láni. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Tvö mál eru fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem bæði tengjast Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings og lánveitingum bankans til hans. Í október 2008 hafði Sigurður Einarsson fengið 7,8 milljarða króna að láni hjá Kaupþingi. Annað málið snýr að lánum sem starfsfólk Kaupþings, þar á meðal Sigurður, fékk til kaupa á hlutabréfum í bankanum. Stjórn Kaupþings aflétti persónulegri ábyrgð starfsmanna á lánunum 25. september 2008, fjórtán dögum áður en bankinn fór í þrot. Á þeim tíma námu heildarlánveitingar til æðstu stjórnenda bankans 64 milljörðum króna. Slitastjórn bankans rifti síðar ákvörðuninni en bauð þeim sem höfðu fengið lánin að endurgreiða stóran hluta þeirra eða semja um uppgjör. Nokkrir fyrrverandi stjórnendur bankans sem hæst lán fengu neituðu að semja við slitastjórn um endurgreiðslu og fóru mál þeirra fyrir dómstóla. Slitastjórn Kaupþings krefst þess að Sigurður endurgreiði 579 milljónir króna af lánum sínum. Stjórnarformaðurinn fyrrverandi krafðist frávísunar á málinu á þeirri forsendu að hann sé með lögheimili í Bretlandi. Úrskurðar um hvort hægt verði að flytja málið hér verður felldur 7. apríl næstkomandi. Fjögur sambærileg mál eru á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur og Héraðsdóms Reykjaness á næstu tveimur mánuðum, þar á meðal gegn Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi bankastjóra í Lúxemborg. Þá verður fyrirtaka í lánamáli Arion banka gegn Sigurði í dag. Það fjallar um lán til hans til kaupa á hlut í fjárfestingarsjóðnum Kaupþing Capital Partners II Fund, sem hélt utan um fjárfestingar bankans í óskráðum bréfum. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að The S Invest Trust, félag Sigurðar, hafi fengið tíu milljónir punda að láni til kaupa í sjóðnum. Það jafngildir rúmum 1,8 milljörðum króna á núvirði og er jafn há upphæð og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, fékk að láni. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira