Manchester bíður eftir Björk - Tónleikar á Íslandi ekki ákveðnir enn 23. mars 2011 17:00 Björk frumflytur tónlist af Biophilia í Manchester. Björk Guðmundsdóttir frumflytur tónlist af plötu sinni Biophilia í sumar með aðstoð hugbúnaðar og nýrra hljóðfæra, þar á meðal stafræns pípuorgels og tíu metra pendúls. Björk kemur fram á sex tónleikum á Alþjóðlegu listahátíðinni í Manchester, MIF, í sumar. Hún verður gestalistamaður á margmiðlunarsviði hátíðarinnar í þrjár vikur þar sem hún frumflytur tónlist af væntanlegri plötu sinni Biophillia með aðstoð hugbúnaðar og nýrra hljóðfæra sem hafa verið sköpuð fyrir þetta verkefni. Á meðal sérhannaðra hljóðfæra verður pípuorgel sem verður stjórnað stafrænt og um tíu metra pendúll sem nýtir sér þyngdarafl jarðarinnar til að skapa tónlistarleg mynstur sem skapa brú milli þess forna og nútímalega. Verkefnið Biophilia fagnar því hvernig hljóð birtist í náttúrunni í tengslum við óendanlega útþenslu alheimsins, frá sólkerfum til samsetningar atómsins. Tónlistin og hugbúnaðurinn verður fáanlegur hjá iTunes og í App-búðinni. Tónlistin verður einnig fáanleg á geisla- og vínylplötu. Enn á eftir að tilkynna útgáfudag. Í sérstöku samstarfi við MIF-hátíðina ferðast Björk með Biophilia til annarra borga í heiminum eftir frumflutninginn í Manchester. „Það er heiður að fá að vinna með Björk og hjálpa henni við þessa metnaðarfullu frumsýningu og við hlökkum til að ferðast með þetta verkefni til helstu borga heims," sagði Alex Poots, stjórnandi hátíðarinnar. Ísland hefur hingað til ekki verið útundan í tónleikaferðum Bjarkar og vafalítið hefðu íslenskir áhorfendur gaman af að sjá þetta nýjasta sjónarspil hennar. Ásmundur Jónsson hjá Smekkleysu segir að enn eigi eftir að ganga frá þeim málum. „Það er ekki ennþá komið á hreint en Ísland hefur alltaf verið með í öllum þessum ferðum hennar." MIF-hátíðin mun einnig vinna með ungu fólki í Manchester til að kynna sér tónlistarlegar, vísindalegar og tæknilegar hugmyndir sem liggja á bak við verkefnið. Skólabörnum verður gefið tækifæri til að kynnast heimi Biophilia frá fyrstu hendi í gegnum námskeið sem veitir þeim innblástur og gerir þeim kleift að sökkva sér inn í heim þar sem tækni, tónlist og náttúra mætast. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir frumflytur tónlist af plötu sinni Biophilia í sumar með aðstoð hugbúnaðar og nýrra hljóðfæra, þar á meðal stafræns pípuorgels og tíu metra pendúls. Björk kemur fram á sex tónleikum á Alþjóðlegu listahátíðinni í Manchester, MIF, í sumar. Hún verður gestalistamaður á margmiðlunarsviði hátíðarinnar í þrjár vikur þar sem hún frumflytur tónlist af væntanlegri plötu sinni Biophillia með aðstoð hugbúnaðar og nýrra hljóðfæra sem hafa verið sköpuð fyrir þetta verkefni. Á meðal sérhannaðra hljóðfæra verður pípuorgel sem verður stjórnað stafrænt og um tíu metra pendúll sem nýtir sér þyngdarafl jarðarinnar til að skapa tónlistarleg mynstur sem skapa brú milli þess forna og nútímalega. Verkefnið Biophilia fagnar því hvernig hljóð birtist í náttúrunni í tengslum við óendanlega útþenslu alheimsins, frá sólkerfum til samsetningar atómsins. Tónlistin og hugbúnaðurinn verður fáanlegur hjá iTunes og í App-búðinni. Tónlistin verður einnig fáanleg á geisla- og vínylplötu. Enn á eftir að tilkynna útgáfudag. Í sérstöku samstarfi við MIF-hátíðina ferðast Björk með Biophilia til annarra borga í heiminum eftir frumflutninginn í Manchester. „Það er heiður að fá að vinna með Björk og hjálpa henni við þessa metnaðarfullu frumsýningu og við hlökkum til að ferðast með þetta verkefni til helstu borga heims," sagði Alex Poots, stjórnandi hátíðarinnar. Ísland hefur hingað til ekki verið útundan í tónleikaferðum Bjarkar og vafalítið hefðu íslenskir áhorfendur gaman af að sjá þetta nýjasta sjónarspil hennar. Ásmundur Jónsson hjá Smekkleysu segir að enn eigi eftir að ganga frá þeim málum. „Það er ekki ennþá komið á hreint en Ísland hefur alltaf verið með í öllum þessum ferðum hennar." MIF-hátíðin mun einnig vinna með ungu fólki í Manchester til að kynna sér tónlistarlegar, vísindalegar og tæknilegar hugmyndir sem liggja á bak við verkefnið. Skólabörnum verður gefið tækifæri til að kynnast heimi Biophilia frá fyrstu hendi í gegnum námskeið sem veitir þeim innblástur og gerir þeim kleift að sökkva sér inn í heim þar sem tækni, tónlist og náttúra mætast. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Sjá meira