Spenna hjá Amazon: Frábært tækifæri fyrir íslenska sagnahefð 17. mars 2011 17:30 Höfuðstöðvar Amazon í Washington-ríki. Nordicphotos/Getty Útgáfufyrirtækið Amazon Crossing telur að viðskiptavinir sínir eigi eftir að njóta þess að lesa íslenskar bókmenntir. Tíu íslenskar bækur koma út á vegum þess á næsta ári. Bandaríska útgáfufyrirtækið Amazon Crossing, undirfyrirtæki netrisans Amazon.com, er sérlega ánægt með samstarfið við Sögueyjuna, sem er annað heiti á heiðursaðild Íslands að bókasýningunni í Frankfurt í haust. Hið nýstofnaða Amazon Crossing sérhæfir sig í útgáfu erlendra bóka bæði í prentuðu og í Kindle-rafbókarformi. Það hefur ákveðið að gefa út tíu bækur eftir jafnmarga íslenska höfunda í Bandaríkjunum á næsta ári, eins og fram kom í Fréttablaðinu fyrir skömmu. „Amazon Crossing leitar úti um allan heim að framúrskarandi bókum sem höfða til stærri lesendahóps," segir Jon Fine hjá fyrirtækinu, spurður um ástæðuna fyrir samstarfinu við Sögueyjuna. „Ísland hefur ríka bókmenntahefð og Amazon Crossing vill finna frábærar sögur og raddir og færa þær nýjum lesendahópi. Þegar við sáum hvað Ísland ætlaði að gera í kringum heiðursaðild þess að bókasýningunni í Frankfurt töldum við að með því að styðja við bakið á landinu gætum við í leiðinni lagt áherslu á aukinn sýnileika okkar í Frankfurt." Markaðurinn í Bandaríkjunum hefur að mestu verið lokaður íslenskum bókmenntum. Fine telur að breyting gæti orðið á því með þessum nýju útgáfum.Halldór Guðmundsson.„Við teljum að það sé markaður fyrir góðar sögur og sögumenn í Bandaríkjunum sem og annars staðar og frá Íslandi hafa komið mörg frábær verk. Viðskiptavinir okkar lesa bækur frá öllum heimshornum og við teljum að þeir eigi eftir að njóta þess að lesa íslenskar bókmenntir," segir Fine. „Við vitum að viðskiptavinir okkar hafa tekið íslenskum bókum vel í Þýskalandi og í öðrum Evrópulöndum og við eigum þegar nokkrar sígildar íslenskar bækur í enskri þýðingu. Við erum mjög spennt fyrir því að nota þetta tækifæri til að læra meira um íslenska sagnahefð." Spurður hvernig bækurnar tíu verða valdar segir Fine að fyrirtækið sé í viðræðum við fólk og stofnanir sem þekki íslenskt bókmenntalandslag, þar á meðal Halldór Guðmundsson, verkefnisstjóra Sögueyjunnar, sem hafi þegar komið með virkilega góðar uppástungur. „Við munum bera saman meðmæli hans og annarra við upplýsingarnar sem við höfum um áhuga hins almenna lesanda og taka ákvörðun út frá því." Fine útilokar ekki að Amazon Crossing muni gefa út bækur eftir aðra norræna höfunda í framhaldinu. „Við viljum ekki velta of mikið vöngum yfir framtíðaráformum okkar en við erum engu að síður mjög spennt fyrir bókmenntahefð þessa svæðis. Við erum alltaf að leita að góðum bókum og röddum til að færa nýjum lesendum." freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjá meira
Útgáfufyrirtækið Amazon Crossing telur að viðskiptavinir sínir eigi eftir að njóta þess að lesa íslenskar bókmenntir. Tíu íslenskar bækur koma út á vegum þess á næsta ári. Bandaríska útgáfufyrirtækið Amazon Crossing, undirfyrirtæki netrisans Amazon.com, er sérlega ánægt með samstarfið við Sögueyjuna, sem er annað heiti á heiðursaðild Íslands að bókasýningunni í Frankfurt í haust. Hið nýstofnaða Amazon Crossing sérhæfir sig í útgáfu erlendra bóka bæði í prentuðu og í Kindle-rafbókarformi. Það hefur ákveðið að gefa út tíu bækur eftir jafnmarga íslenska höfunda í Bandaríkjunum á næsta ári, eins og fram kom í Fréttablaðinu fyrir skömmu. „Amazon Crossing leitar úti um allan heim að framúrskarandi bókum sem höfða til stærri lesendahóps," segir Jon Fine hjá fyrirtækinu, spurður um ástæðuna fyrir samstarfinu við Sögueyjuna. „Ísland hefur ríka bókmenntahefð og Amazon Crossing vill finna frábærar sögur og raddir og færa þær nýjum lesendahópi. Þegar við sáum hvað Ísland ætlaði að gera í kringum heiðursaðild þess að bókasýningunni í Frankfurt töldum við að með því að styðja við bakið á landinu gætum við í leiðinni lagt áherslu á aukinn sýnileika okkar í Frankfurt." Markaðurinn í Bandaríkjunum hefur að mestu verið lokaður íslenskum bókmenntum. Fine telur að breyting gæti orðið á því með þessum nýju útgáfum.Halldór Guðmundsson.„Við teljum að það sé markaður fyrir góðar sögur og sögumenn í Bandaríkjunum sem og annars staðar og frá Íslandi hafa komið mörg frábær verk. Viðskiptavinir okkar lesa bækur frá öllum heimshornum og við teljum að þeir eigi eftir að njóta þess að lesa íslenskar bókmenntir," segir Fine. „Við vitum að viðskiptavinir okkar hafa tekið íslenskum bókum vel í Þýskalandi og í öðrum Evrópulöndum og við eigum þegar nokkrar sígildar íslenskar bækur í enskri þýðingu. Við erum mjög spennt fyrir því að nota þetta tækifæri til að læra meira um íslenska sagnahefð." Spurður hvernig bækurnar tíu verða valdar segir Fine að fyrirtækið sé í viðræðum við fólk og stofnanir sem þekki íslenskt bókmenntalandslag, þar á meðal Halldór Guðmundsson, verkefnisstjóra Sögueyjunnar, sem hafi þegar komið með virkilega góðar uppástungur. „Við munum bera saman meðmæli hans og annarra við upplýsingarnar sem við höfum um áhuga hins almenna lesanda og taka ákvörðun út frá því." Fine útilokar ekki að Amazon Crossing muni gefa út bækur eftir aðra norræna höfunda í framhaldinu. „Við viljum ekki velta of mikið vöngum yfir framtíðaráformum okkar en við erum engu að síður mjög spennt fyrir bókmenntahefð þessa svæðis. Við erum alltaf að leita að góðum bókum og röddum til að færa nýjum lesendum." freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjá meira