Erlent

Engar dauðarefsingar í bili

Yfirvöld í Georgíu í Bandaríkjunum hafa hætt við allar dauðarefsingar í ríkinu eftir að lyf sem notað er til að taka fanga af lífi var gert upptækt.

Stutt er síðan hætt var að framleiða lyfið í Bandaríkjunum og segir talsmaður bandaríska lyfjaeftirlitsins (FDA) grun leika á því að lyfið sem nú er notað sé ólöglegt.

Engar dauðarefsingar verða í ríkinu fyrr en lausn hefur fengist á málinu.- eeh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×