Erlent

Gæti leitt til skorts á varahlutum í bíla

markaðurinn í bakgrunni Íbúar Tókýó óttast geislavirkni frá Fukushima-kjarnorkuverinu. Mörg erlend fjármálafyrirtæki hafa sent starfsmenn sína úr landi.Fréttablaðið/AP
markaðurinn í bakgrunni Íbúar Tókýó óttast geislavirkni frá Fukushima-kjarnorkuverinu. Mörg erlend fjármálafyrirtæki hafa sent starfsmenn sína úr landi.Fréttablaðið/AP
Ró færðist yfir hlutabréfamarkaði í Asíu í fyrrinótt eftir hrun í kjölfar náttúruhamfara þar fyrir viku. Nikkei-vísitalan hækkaði um tæp 5,7 prósent í gær en hafði fallið um tæp tuttugu prósent á fjórum dögum.

Reuters-fréttastofan hefur eftir fjármálasérfræðingum að á mánudag og þriðjudag hafi 445 milljarðar jena, jafnvirði 72 þúsund milljarða króna, þurrkast út af japönskum hlutabréfamarkaði. Þetta er þó smáræði í samanburði við hliðaráhrifin, eignatjón og framleiðslutap hjá stórum tækni- og iðnfyrirtækjum á borð við Toyota. Það getur leitt til skorts á varahlutum í tæknivörur og bíla víða um heim.

Japanski seðlabankinn hefur gripið til þess ráðs að dæla 55 þúsund milljörðum inn í hagkerfið, jafnvirði áttatíu þúsund milljarða króna, til að koma því í gang á ný.

Kyohei Morita, aðalhagfræðingur breska fjármálafyrirtækisins Barclays Capital í Japan, sagði í samtali við AP-fréttastofuna í gær heildartjón Japana af völdum náttúruhamfaranna kunna að jafngilda þremur prósentum af landsframleiðslu Japana.- jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×