Óvissa kallar á aðgæslu 17. mars 2011 05:15 Þórarinn G. Pétursson og Már Guðmundsson Fram kom á kynningarfundi vaxtaákvörðunar peningastefnunefndar í gær að nýbirtir þjóðhagsreikningar sýndu meiri slaka í þjóðarbúskapnum en ráð hefði verið fyrir gert.Fréttablaðið/GVA Nýbirtir þjóðhagsreikningar sýna að meiri slaki hefur verið í þjóðarbúskapnum en ráð var fyrir gert. Í stað 2,7 prósenta samdráttar landsframleiðslu árið 2010 sýna tölur Hagstofunnar 3,5 prósenta samdrátt. Á kynningarfundi Seðlabankans á vaxtaákvörðun peningastefnunefndar bankans kom þó fram í máli Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings bankans, að fjárfesting kynni að vera vanmetin í tölum Hagstofunnar. Samdráttur kynni því að verða nær spá Seðlabankans. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að halda vöxtum bankans óbreyttum. „Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana verða áfram 3,25 prósent, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 4,0 prósent, vextir á lánum gegn veði til sjö daga 4,25 prósent og daglánavextir 5,25 prósent,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Bent er á að verðbólga mælist nú 1,9 prósent og útlit fyrir að hún verði heldur meiri á næstunni en áður hefur verið spáð, þrátt fyrir vísbendingar um veikari efnahagsumsvif. „Þetta skýrist í meginatriðum af mikilli hækkun hrávöru- og olíuverðs á alþjóðamörkuðum. Horft til lengri tíma ætti þessi framvinda ekki að hafa neikvæð áhrif á verðbólguhorfur meðan langtíma verðbólguvæntingar og launaþróun verða ekki fyrir áhrifum. Skammtíma verðbólguvæntingar hafa hins vegar risið að undanförnu. Eigi að síður er sem fyrr gert ráð fyrir að verðbólga verði undir verðbólgumarkmiðinu á næstu mánuðum áður en hún tekur að nálgast það á ný,“ segir í yfirlýsingunni. Þá kom fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á fundinum að í bankanum stöldruðu menn við veikara gengi krónunnar. „Ekki er hægt með óyggjandi hætti að segja til um hvort hún er tímabundin,“ sagði hann, en gengi krónunnar hefur lækkað um sem nemur einu prósenti frá fundi peningastefnunefndar í febrúar og um 5,5 prósent frá því að gengið var sterkast í nóvember. Í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar segir að nýjustu gögn um framvindu efnahagsmála, verðbólgu og gengisþróun gefi nokkuð misvísandi leiðsögn um þörf fyrir breytt aðhald peningastefnunnar. „Óvissa vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samninginn og sú staðreynd að áætlun um losun gjaldeyrishafta hefur enn ekki verið lokið að fullu gefur tilefni til sérstakrar aðgæslu um þessar mundir,“ segir þar. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Nýbirtir þjóðhagsreikningar sýna að meiri slaki hefur verið í þjóðarbúskapnum en ráð var fyrir gert. Í stað 2,7 prósenta samdráttar landsframleiðslu árið 2010 sýna tölur Hagstofunnar 3,5 prósenta samdrátt. Á kynningarfundi Seðlabankans á vaxtaákvörðun peningastefnunefndar bankans kom þó fram í máli Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings bankans, að fjárfesting kynni að vera vanmetin í tölum Hagstofunnar. Samdráttur kynni því að verða nær spá Seðlabankans. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að halda vöxtum bankans óbreyttum. „Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana verða áfram 3,25 prósent, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 4,0 prósent, vextir á lánum gegn veði til sjö daga 4,25 prósent og daglánavextir 5,25 prósent,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Bent er á að verðbólga mælist nú 1,9 prósent og útlit fyrir að hún verði heldur meiri á næstunni en áður hefur verið spáð, þrátt fyrir vísbendingar um veikari efnahagsumsvif. „Þetta skýrist í meginatriðum af mikilli hækkun hrávöru- og olíuverðs á alþjóðamörkuðum. Horft til lengri tíma ætti þessi framvinda ekki að hafa neikvæð áhrif á verðbólguhorfur meðan langtíma verðbólguvæntingar og launaþróun verða ekki fyrir áhrifum. Skammtíma verðbólguvæntingar hafa hins vegar risið að undanförnu. Eigi að síður er sem fyrr gert ráð fyrir að verðbólga verði undir verðbólgumarkmiðinu á næstu mánuðum áður en hún tekur að nálgast það á ný,“ segir í yfirlýsingunni. Þá kom fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á fundinum að í bankanum stöldruðu menn við veikara gengi krónunnar. „Ekki er hægt með óyggjandi hætti að segja til um hvort hún er tímabundin,“ sagði hann, en gengi krónunnar hefur lækkað um sem nemur einu prósenti frá fundi peningastefnunefndar í febrúar og um 5,5 prósent frá því að gengið var sterkast í nóvember. Í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar segir að nýjustu gögn um framvindu efnahagsmála, verðbólgu og gengisþróun gefi nokkuð misvísandi leiðsögn um þörf fyrir breytt aðhald peningastefnunnar. „Óvissa vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samninginn og sú staðreynd að áætlun um losun gjaldeyrishafta hefur enn ekki verið lokið að fullu gefur tilefni til sérstakrar aðgæslu um þessar mundir,“ segir þar. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira