Efasemdir um kjarnorku fá byr undir báða vængi á ný 15. mars 2011 05:45 Sprengingin í kjarnaofni 3 Sprengingar hafa orðið í tveimur kjarnaofnum í Fukushima. nordicphotos/AFP Efasemdir um hvort skynsamlegt sé að nota kjarnorku hafa fengið byr undir báða vængi í kjölfar jarðskjálftanna í Japan, þar sem kjarnorkuverið í Fukushima laskaðist illa og hætta á alvarlegri mengun hefur ekki verið útilokuð. Bæði þýsk og svissnesk stjórnvöld hafa, í ljósi atburðanna í Japan, frestað öllum ákvörðunum um frekari uppbyggingu kjarnorkuvera. Í Frakklandi og Bandaríkjunum hefur umræðan um kjarnorkuver einnig breyst skyndilega í ljósi nýjustu atburða. Í Svíþjóð og Finnlandi hefur slysið í Fukushima einnig kynt undir gagnrýni á kjarnorkustefnu stjórnvalda. Sérfræðingar telja reyndar litlar sem engar líkur á því að slysið og mengunin verði af sömu stærðargráðu og í Tsjernóbyl árið 1986 þegar geislamengun barst yfir stór svæði í Sovétríkjunum og Evrópu og kostaði tugi manna lífið auk þess að hafa skelfileg áhrif á heilsufar fjölda fólks í næsta nágrenni og jafnvel víðar. Nær sé að bera slysið í Fukushima saman við kjarnorkuslysið á Three Mile Island í Bandaríkjunum árið 1979, enda hafi orsökin þá verið svipuð: bilun í kælikerfi. Kjarnaofnarnir í Tsjernóbyl hafi auk þess verið allt annarrar gerðar en ofnarnir í Fukushima og öryggisatriði ekki í jafn góðu lagi. Í Japan eru nú starfrækt 54 kjarnorkuver. Frá þeim koma 30 prósent af allri raforku, sem notuð er í landinu. Áform hafa verið um að auka þessa hlutdeild upp í 40 prósent á næstu árum, en vera má að þau áform verði nú endurskoðuð. Kjarnorkuverið í Fukushima var tekið í notkun árið 1966. Þar eru nú starfræktir sex kjarnaofnar, en tveir í viðbót eru í smíðum. Af ofnunum sex voru þrír í notkun þegar jarðskjálftinn reið yfir en hinir þrír voru ekki í notkun vegna viðhaldsvinnu. Yukio Edano, talsmaður japönsku stjórnarinnar, sagði síðdegis í gær að allt benti til þess að eldsneytisstangirnar í öllum þremur kjarnaofnunum væru byrjaðar að bráðna. Hve alvarlegt það verður fer eftir því hve vel gengur að kæla niður ofnana. Kælikerfi ofnanna þriggja eyðilagðist í jarðskjálftanum. Brugðið var á það ráð að dæla sjó inn á ofnana til að kæla þá, sem hefur dregið úr hættunni en þó gengið brösuglega. Sprenging varð í kjarnaofni númer 1 á laugardag, síðan í ofni númer 3 í gær og veruleg hætta virtist á sprengingu í þeim þriðja, ofni númer 2. „Tekist hefur að ná að minnsta kosti einhverjum stöðugleika í bili í ofnum 1 og 3,“ sagði Ryohei Shiomi frá kjarnorku- og iðnstofnun Japans í gær. „Öll okkar athygli og allt okkar starf beinist nú að ofni 2.“ gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Efasemdir um hvort skynsamlegt sé að nota kjarnorku hafa fengið byr undir báða vængi í kjölfar jarðskjálftanna í Japan, þar sem kjarnorkuverið í Fukushima laskaðist illa og hætta á alvarlegri mengun hefur ekki verið útilokuð. Bæði þýsk og svissnesk stjórnvöld hafa, í ljósi atburðanna í Japan, frestað öllum ákvörðunum um frekari uppbyggingu kjarnorkuvera. Í Frakklandi og Bandaríkjunum hefur umræðan um kjarnorkuver einnig breyst skyndilega í ljósi nýjustu atburða. Í Svíþjóð og Finnlandi hefur slysið í Fukushima einnig kynt undir gagnrýni á kjarnorkustefnu stjórnvalda. Sérfræðingar telja reyndar litlar sem engar líkur á því að slysið og mengunin verði af sömu stærðargráðu og í Tsjernóbyl árið 1986 þegar geislamengun barst yfir stór svæði í Sovétríkjunum og Evrópu og kostaði tugi manna lífið auk þess að hafa skelfileg áhrif á heilsufar fjölda fólks í næsta nágrenni og jafnvel víðar. Nær sé að bera slysið í Fukushima saman við kjarnorkuslysið á Three Mile Island í Bandaríkjunum árið 1979, enda hafi orsökin þá verið svipuð: bilun í kælikerfi. Kjarnaofnarnir í Tsjernóbyl hafi auk þess verið allt annarrar gerðar en ofnarnir í Fukushima og öryggisatriði ekki í jafn góðu lagi. Í Japan eru nú starfrækt 54 kjarnorkuver. Frá þeim koma 30 prósent af allri raforku, sem notuð er í landinu. Áform hafa verið um að auka þessa hlutdeild upp í 40 prósent á næstu árum, en vera má að þau áform verði nú endurskoðuð. Kjarnorkuverið í Fukushima var tekið í notkun árið 1966. Þar eru nú starfræktir sex kjarnaofnar, en tveir í viðbót eru í smíðum. Af ofnunum sex voru þrír í notkun þegar jarðskjálftinn reið yfir en hinir þrír voru ekki í notkun vegna viðhaldsvinnu. Yukio Edano, talsmaður japönsku stjórnarinnar, sagði síðdegis í gær að allt benti til þess að eldsneytisstangirnar í öllum þremur kjarnaofnunum væru byrjaðar að bráðna. Hve alvarlegt það verður fer eftir því hve vel gengur að kæla niður ofnana. Kælikerfi ofnanna þriggja eyðilagðist í jarðskjálftanum. Brugðið var á það ráð að dæla sjó inn á ofnana til að kæla þá, sem hefur dregið úr hættunni en þó gengið brösuglega. Sprenging varð í kjarnaofni númer 1 á laugardag, síðan í ofni númer 3 í gær og veruleg hætta virtist á sprengingu í þeim þriðja, ofni númer 2. „Tekist hefur að ná að minnsta kosti einhverjum stöðugleika í bili í ofnum 1 og 3,“ sagði Ryohei Shiomi frá kjarnorku- og iðnstofnun Japans í gær. „Öll okkar athygli og allt okkar starf beinist nú að ofni 2.“ gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira