Umfjöllun: Hreinasta hörmung í Halle Henry Birgir Gunnarsson í Halle skrifar 14. mars 2011 06:00 Ólafur Stefánsson virðist hér vera algjörlega gáttaður á frammistöðu sinna manna í Halle ígær. Fréttablaðið/Vilhelm Íslenska landsliðið spilaði einn sinn lélegasti leik í háa herrans tíð gegn Þýskalandi í gær. Strákarnir voru engan veginn tilbúnir í það stríð sem beið þeirra. Mótstaðan hjá þeim var lítil sem engin og uppskeran niðurlægjandi tap og erfið staða í undankeppni EM þar sem örlög liðsins eru ekki lengur algjörlega í þeirra höndum. Ísland verður að vinna Lettland og Austurríki og treysta á að leikur Þýskalands og Austurríki endi ekki með jafntefli. Ef svo fer verður leikurinn gegn Austurríki að vinnast með minnst átta marka mun. Guðmundur þjálfari talaði ítrekað um andlega hlutann fyrir leik og nauðsyn þess að ná frumkvæði í leiknum. Skilaboð hans náðu engan veginn í gegn því strákarnir mættu værukærir til leiks og afar einkennilegt slen og andleysi yfir þeim. Þjóðverjar hins vegar í banastuði og hreinlega keyrðu yfir strákana okkar sem voru fljótlega lentir sjö mörkum undir, 10-3. Þeir náðu aðeins að klóra í bakkann, minnka muninn í fjögur mörk en þá féll þeim allur ketill í eld á nýjan leik. Þjóðverjar spóluðu fram úr og skildu íslenska liðið eftir í rykinu. Síðari hálfleikur var sama hörmungin og sá fyrri ef hann var ekki hreinlega verri. Þá hlógu Þjóðverjarnir að íslenska liðinu og hreinlega niðurlægðu það. Það var grátlegt að sjá liðið gefast upp, hengja haus og láta Þjóðverjana slátra sér. Þessi frammistaða var þeim til helborinnar skammar. Það er alveg sama hvar drepið er niður fæti í leik íslenska liðsins. Allt var jafn hörmulega lélegt. Markvarslan lítil, varnarleikurinn slakur og sóknarleikurinn út úr korti. Lykilmenn þess utan í tómu tjóni. Það náði enginn sér á strik. Allan kraft og ákveðni vantaði í leik liðsins. Strákarnir gátu ekki einu sinni nýtt víti og hraðaupphlaup almennilega. Þetta var með öðrum orðum stjarnfræðilega lélegt. „Ég á engar útskýringar. Ég er gríðarlega vonsvikinn og skammast mín fyrir þennan leik. Ég biðst hreinlega afsökunar á þessari frammistöðu. Það sem er mest svekkjandi er að ég varaði við þessu. Mér fannst við ekki svara með þeirri grimmd sem þurfti. Hlutir sem hafa verið ræddir í viku voru ekki einu sinni framkvæmdir," sagði hundsvekktur landsliðsþjálfari, Guðmundur Guðmundsson. „Við reyndum ekki einu sinni að klóra almennilega í bakkann til þess að hafa betur í innbyrðisviðureignum. Það var rætt í leikhléi en skilaði sér ekki frekar en annað. Að hlaupa síðan ekki til baka í síðari hálfleik var erfitt að horfa upp á. Það fannst mér einna sárast," sagði Guðmundur en hann vildi ekki nota það sem afsökun að liðið hefði misst Björgvin Pál fyrir leik og síðan meiddust Arnór og Sverre í leiknum. „Ég mun aldrei gleyma þessu og er sár. Ég biðst afsökunar fyrir hönd liðsins á þessum leik." Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Sjá meira
Íslenska landsliðið spilaði einn sinn lélegasti leik í háa herrans tíð gegn Þýskalandi í gær. Strákarnir voru engan veginn tilbúnir í það stríð sem beið þeirra. Mótstaðan hjá þeim var lítil sem engin og uppskeran niðurlægjandi tap og erfið staða í undankeppni EM þar sem örlög liðsins eru ekki lengur algjörlega í þeirra höndum. Ísland verður að vinna Lettland og Austurríki og treysta á að leikur Þýskalands og Austurríki endi ekki með jafntefli. Ef svo fer verður leikurinn gegn Austurríki að vinnast með minnst átta marka mun. Guðmundur þjálfari talaði ítrekað um andlega hlutann fyrir leik og nauðsyn þess að ná frumkvæði í leiknum. Skilaboð hans náðu engan veginn í gegn því strákarnir mættu værukærir til leiks og afar einkennilegt slen og andleysi yfir þeim. Þjóðverjar hins vegar í banastuði og hreinlega keyrðu yfir strákana okkar sem voru fljótlega lentir sjö mörkum undir, 10-3. Þeir náðu aðeins að klóra í bakkann, minnka muninn í fjögur mörk en þá féll þeim allur ketill í eld á nýjan leik. Þjóðverjar spóluðu fram úr og skildu íslenska liðið eftir í rykinu. Síðari hálfleikur var sama hörmungin og sá fyrri ef hann var ekki hreinlega verri. Þá hlógu Þjóðverjarnir að íslenska liðinu og hreinlega niðurlægðu það. Það var grátlegt að sjá liðið gefast upp, hengja haus og láta Þjóðverjana slátra sér. Þessi frammistaða var þeim til helborinnar skammar. Það er alveg sama hvar drepið er niður fæti í leik íslenska liðsins. Allt var jafn hörmulega lélegt. Markvarslan lítil, varnarleikurinn slakur og sóknarleikurinn út úr korti. Lykilmenn þess utan í tómu tjóni. Það náði enginn sér á strik. Allan kraft og ákveðni vantaði í leik liðsins. Strákarnir gátu ekki einu sinni nýtt víti og hraðaupphlaup almennilega. Þetta var með öðrum orðum stjarnfræðilega lélegt. „Ég á engar útskýringar. Ég er gríðarlega vonsvikinn og skammast mín fyrir þennan leik. Ég biðst hreinlega afsökunar á þessari frammistöðu. Það sem er mest svekkjandi er að ég varaði við þessu. Mér fannst við ekki svara með þeirri grimmd sem þurfti. Hlutir sem hafa verið ræddir í viku voru ekki einu sinni framkvæmdir," sagði hundsvekktur landsliðsþjálfari, Guðmundur Guðmundsson. „Við reyndum ekki einu sinni að klóra almennilega í bakkann til þess að hafa betur í innbyrðisviðureignum. Það var rætt í leikhléi en skilaði sér ekki frekar en annað. Að hlaupa síðan ekki til baka í síðari hálfleik var erfitt að horfa upp á. Það fannst mér einna sárast," sagði Guðmundur en hann vildi ekki nota það sem afsökun að liðið hefði misst Björgvin Pál fyrir leik og síðan meiddust Arnór og Sverre í leiknum. „Ég mun aldrei gleyma þessu og er sár. Ég biðst afsökunar fyrir hönd liðsins á þessum leik."
Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Sjá meira