Umfjöllun: Hreinasta hörmung í Halle Henry Birgir Gunnarsson í Halle skrifar 14. mars 2011 06:00 Ólafur Stefánsson virðist hér vera algjörlega gáttaður á frammistöðu sinna manna í Halle ígær. Fréttablaðið/Vilhelm Íslenska landsliðið spilaði einn sinn lélegasti leik í háa herrans tíð gegn Þýskalandi í gær. Strákarnir voru engan veginn tilbúnir í það stríð sem beið þeirra. Mótstaðan hjá þeim var lítil sem engin og uppskeran niðurlægjandi tap og erfið staða í undankeppni EM þar sem örlög liðsins eru ekki lengur algjörlega í þeirra höndum. Ísland verður að vinna Lettland og Austurríki og treysta á að leikur Þýskalands og Austurríki endi ekki með jafntefli. Ef svo fer verður leikurinn gegn Austurríki að vinnast með minnst átta marka mun. Guðmundur þjálfari talaði ítrekað um andlega hlutann fyrir leik og nauðsyn þess að ná frumkvæði í leiknum. Skilaboð hans náðu engan veginn í gegn því strákarnir mættu værukærir til leiks og afar einkennilegt slen og andleysi yfir þeim. Þjóðverjar hins vegar í banastuði og hreinlega keyrðu yfir strákana okkar sem voru fljótlega lentir sjö mörkum undir, 10-3. Þeir náðu aðeins að klóra í bakkann, minnka muninn í fjögur mörk en þá féll þeim allur ketill í eld á nýjan leik. Þjóðverjar spóluðu fram úr og skildu íslenska liðið eftir í rykinu. Síðari hálfleikur var sama hörmungin og sá fyrri ef hann var ekki hreinlega verri. Þá hlógu Þjóðverjarnir að íslenska liðinu og hreinlega niðurlægðu það. Það var grátlegt að sjá liðið gefast upp, hengja haus og láta Þjóðverjana slátra sér. Þessi frammistaða var þeim til helborinnar skammar. Það er alveg sama hvar drepið er niður fæti í leik íslenska liðsins. Allt var jafn hörmulega lélegt. Markvarslan lítil, varnarleikurinn slakur og sóknarleikurinn út úr korti. Lykilmenn þess utan í tómu tjóni. Það náði enginn sér á strik. Allan kraft og ákveðni vantaði í leik liðsins. Strákarnir gátu ekki einu sinni nýtt víti og hraðaupphlaup almennilega. Þetta var með öðrum orðum stjarnfræðilega lélegt. „Ég á engar útskýringar. Ég er gríðarlega vonsvikinn og skammast mín fyrir þennan leik. Ég biðst hreinlega afsökunar á þessari frammistöðu. Það sem er mest svekkjandi er að ég varaði við þessu. Mér fannst við ekki svara með þeirri grimmd sem þurfti. Hlutir sem hafa verið ræddir í viku voru ekki einu sinni framkvæmdir," sagði hundsvekktur landsliðsþjálfari, Guðmundur Guðmundsson. „Við reyndum ekki einu sinni að klóra almennilega í bakkann til þess að hafa betur í innbyrðisviðureignum. Það var rætt í leikhléi en skilaði sér ekki frekar en annað. Að hlaupa síðan ekki til baka í síðari hálfleik var erfitt að horfa upp á. Það fannst mér einna sárast," sagði Guðmundur en hann vildi ekki nota það sem afsökun að liðið hefði misst Björgvin Pál fyrir leik og síðan meiddust Arnór og Sverre í leiknum. „Ég mun aldrei gleyma þessu og er sár. Ég biðst afsökunar fyrir hönd liðsins á þessum leik." Íslenski handboltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Íslenska landsliðið spilaði einn sinn lélegasti leik í háa herrans tíð gegn Þýskalandi í gær. Strákarnir voru engan veginn tilbúnir í það stríð sem beið þeirra. Mótstaðan hjá þeim var lítil sem engin og uppskeran niðurlægjandi tap og erfið staða í undankeppni EM þar sem örlög liðsins eru ekki lengur algjörlega í þeirra höndum. Ísland verður að vinna Lettland og Austurríki og treysta á að leikur Þýskalands og Austurríki endi ekki með jafntefli. Ef svo fer verður leikurinn gegn Austurríki að vinnast með minnst átta marka mun. Guðmundur þjálfari talaði ítrekað um andlega hlutann fyrir leik og nauðsyn þess að ná frumkvæði í leiknum. Skilaboð hans náðu engan veginn í gegn því strákarnir mættu værukærir til leiks og afar einkennilegt slen og andleysi yfir þeim. Þjóðverjar hins vegar í banastuði og hreinlega keyrðu yfir strákana okkar sem voru fljótlega lentir sjö mörkum undir, 10-3. Þeir náðu aðeins að klóra í bakkann, minnka muninn í fjögur mörk en þá féll þeim allur ketill í eld á nýjan leik. Þjóðverjar spóluðu fram úr og skildu íslenska liðið eftir í rykinu. Síðari hálfleikur var sama hörmungin og sá fyrri ef hann var ekki hreinlega verri. Þá hlógu Þjóðverjarnir að íslenska liðinu og hreinlega niðurlægðu það. Það var grátlegt að sjá liðið gefast upp, hengja haus og láta Þjóðverjana slátra sér. Þessi frammistaða var þeim til helborinnar skammar. Það er alveg sama hvar drepið er niður fæti í leik íslenska liðsins. Allt var jafn hörmulega lélegt. Markvarslan lítil, varnarleikurinn slakur og sóknarleikurinn út úr korti. Lykilmenn þess utan í tómu tjóni. Það náði enginn sér á strik. Allan kraft og ákveðni vantaði í leik liðsins. Strákarnir gátu ekki einu sinni nýtt víti og hraðaupphlaup almennilega. Þetta var með öðrum orðum stjarnfræðilega lélegt. „Ég á engar útskýringar. Ég er gríðarlega vonsvikinn og skammast mín fyrir þennan leik. Ég biðst hreinlega afsökunar á þessari frammistöðu. Það sem er mest svekkjandi er að ég varaði við þessu. Mér fannst við ekki svara með þeirri grimmd sem þurfti. Hlutir sem hafa verið ræddir í viku voru ekki einu sinni framkvæmdir," sagði hundsvekktur landsliðsþjálfari, Guðmundur Guðmundsson. „Við reyndum ekki einu sinni að klóra almennilega í bakkann til þess að hafa betur í innbyrðisviðureignum. Það var rætt í leikhléi en skilaði sér ekki frekar en annað. Að hlaupa síðan ekki til baka í síðari hálfleik var erfitt að horfa upp á. Það fannst mér einna sárast," sagði Guðmundur en hann vildi ekki nota það sem afsökun að liðið hefði misst Björgvin Pál fyrir leik og síðan meiddust Arnór og Sverre í leiknum. „Ég mun aldrei gleyma þessu og er sár. Ég biðst afsökunar fyrir hönd liðsins á þessum leik."
Íslenski handboltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira