Umfjöllun: Hreinasta hörmung í Halle Henry Birgir Gunnarsson í Halle skrifar 14. mars 2011 06:00 Ólafur Stefánsson virðist hér vera algjörlega gáttaður á frammistöðu sinna manna í Halle ígær. Fréttablaðið/Vilhelm Íslenska landsliðið spilaði einn sinn lélegasti leik í háa herrans tíð gegn Þýskalandi í gær. Strákarnir voru engan veginn tilbúnir í það stríð sem beið þeirra. Mótstaðan hjá þeim var lítil sem engin og uppskeran niðurlægjandi tap og erfið staða í undankeppni EM þar sem örlög liðsins eru ekki lengur algjörlega í þeirra höndum. Ísland verður að vinna Lettland og Austurríki og treysta á að leikur Þýskalands og Austurríki endi ekki með jafntefli. Ef svo fer verður leikurinn gegn Austurríki að vinnast með minnst átta marka mun. Guðmundur þjálfari talaði ítrekað um andlega hlutann fyrir leik og nauðsyn þess að ná frumkvæði í leiknum. Skilaboð hans náðu engan veginn í gegn því strákarnir mættu værukærir til leiks og afar einkennilegt slen og andleysi yfir þeim. Þjóðverjar hins vegar í banastuði og hreinlega keyrðu yfir strákana okkar sem voru fljótlega lentir sjö mörkum undir, 10-3. Þeir náðu aðeins að klóra í bakkann, minnka muninn í fjögur mörk en þá féll þeim allur ketill í eld á nýjan leik. Þjóðverjar spóluðu fram úr og skildu íslenska liðið eftir í rykinu. Síðari hálfleikur var sama hörmungin og sá fyrri ef hann var ekki hreinlega verri. Þá hlógu Þjóðverjarnir að íslenska liðinu og hreinlega niðurlægðu það. Það var grátlegt að sjá liðið gefast upp, hengja haus og láta Þjóðverjana slátra sér. Þessi frammistaða var þeim til helborinnar skammar. Það er alveg sama hvar drepið er niður fæti í leik íslenska liðsins. Allt var jafn hörmulega lélegt. Markvarslan lítil, varnarleikurinn slakur og sóknarleikurinn út úr korti. Lykilmenn þess utan í tómu tjóni. Það náði enginn sér á strik. Allan kraft og ákveðni vantaði í leik liðsins. Strákarnir gátu ekki einu sinni nýtt víti og hraðaupphlaup almennilega. Þetta var með öðrum orðum stjarnfræðilega lélegt. „Ég á engar útskýringar. Ég er gríðarlega vonsvikinn og skammast mín fyrir þennan leik. Ég biðst hreinlega afsökunar á þessari frammistöðu. Það sem er mest svekkjandi er að ég varaði við þessu. Mér fannst við ekki svara með þeirri grimmd sem þurfti. Hlutir sem hafa verið ræddir í viku voru ekki einu sinni framkvæmdir," sagði hundsvekktur landsliðsþjálfari, Guðmundur Guðmundsson. „Við reyndum ekki einu sinni að klóra almennilega í bakkann til þess að hafa betur í innbyrðisviðureignum. Það var rætt í leikhléi en skilaði sér ekki frekar en annað. Að hlaupa síðan ekki til baka í síðari hálfleik var erfitt að horfa upp á. Það fannst mér einna sárast," sagði Guðmundur en hann vildi ekki nota það sem afsökun að liðið hefði misst Björgvin Pál fyrir leik og síðan meiddust Arnór og Sverre í leiknum. „Ég mun aldrei gleyma þessu og er sár. Ég biðst afsökunar fyrir hönd liðsins á þessum leik." Íslenski handboltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Íslenska landsliðið spilaði einn sinn lélegasti leik í háa herrans tíð gegn Þýskalandi í gær. Strákarnir voru engan veginn tilbúnir í það stríð sem beið þeirra. Mótstaðan hjá þeim var lítil sem engin og uppskeran niðurlægjandi tap og erfið staða í undankeppni EM þar sem örlög liðsins eru ekki lengur algjörlega í þeirra höndum. Ísland verður að vinna Lettland og Austurríki og treysta á að leikur Þýskalands og Austurríki endi ekki með jafntefli. Ef svo fer verður leikurinn gegn Austurríki að vinnast með minnst átta marka mun. Guðmundur þjálfari talaði ítrekað um andlega hlutann fyrir leik og nauðsyn þess að ná frumkvæði í leiknum. Skilaboð hans náðu engan veginn í gegn því strákarnir mættu værukærir til leiks og afar einkennilegt slen og andleysi yfir þeim. Þjóðverjar hins vegar í banastuði og hreinlega keyrðu yfir strákana okkar sem voru fljótlega lentir sjö mörkum undir, 10-3. Þeir náðu aðeins að klóra í bakkann, minnka muninn í fjögur mörk en þá féll þeim allur ketill í eld á nýjan leik. Þjóðverjar spóluðu fram úr og skildu íslenska liðið eftir í rykinu. Síðari hálfleikur var sama hörmungin og sá fyrri ef hann var ekki hreinlega verri. Þá hlógu Þjóðverjarnir að íslenska liðinu og hreinlega niðurlægðu það. Það var grátlegt að sjá liðið gefast upp, hengja haus og láta Þjóðverjana slátra sér. Þessi frammistaða var þeim til helborinnar skammar. Það er alveg sama hvar drepið er niður fæti í leik íslenska liðsins. Allt var jafn hörmulega lélegt. Markvarslan lítil, varnarleikurinn slakur og sóknarleikurinn út úr korti. Lykilmenn þess utan í tómu tjóni. Það náði enginn sér á strik. Allan kraft og ákveðni vantaði í leik liðsins. Strákarnir gátu ekki einu sinni nýtt víti og hraðaupphlaup almennilega. Þetta var með öðrum orðum stjarnfræðilega lélegt. „Ég á engar útskýringar. Ég er gríðarlega vonsvikinn og skammast mín fyrir þennan leik. Ég biðst hreinlega afsökunar á þessari frammistöðu. Það sem er mest svekkjandi er að ég varaði við þessu. Mér fannst við ekki svara með þeirri grimmd sem þurfti. Hlutir sem hafa verið ræddir í viku voru ekki einu sinni framkvæmdir," sagði hundsvekktur landsliðsþjálfari, Guðmundur Guðmundsson. „Við reyndum ekki einu sinni að klóra almennilega í bakkann til þess að hafa betur í innbyrðisviðureignum. Það var rætt í leikhléi en skilaði sér ekki frekar en annað. Að hlaupa síðan ekki til baka í síðari hálfleik var erfitt að horfa upp á. Það fannst mér einna sárast," sagði Guðmundur en hann vildi ekki nota það sem afsökun að liðið hefði misst Björgvin Pál fyrir leik og síðan meiddust Arnór og Sverre í leiknum. „Ég mun aldrei gleyma þessu og er sár. Ég biðst afsökunar fyrir hönd liðsins á þessum leik."
Íslenski handboltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira