Högni í Hjaltalín syngur á nýjustu plötu GusGus 9. mars 2011 09:30 Biggi veira og Daníel Ágúst úr GusGus. Ný plata kemur út eftir tvo mánuði. Fréttablaðið/Stefán Högni Egilsson í hljómsveitinni Hjaltalín syngur í þremur lögum á nýrri plötu GusGus, Arabian Horse, sem kemur út 9. maí. Högni syngur með Daníel Ágústi Haraldssyni í tveimur lögum og syngur svo eitt upp á eigin spýtur. „Högni er æðislegur. Hann er rosalega hæfileikaríkur og hann sem listamaður hefur rosalega mikið vald á þessu hljóðfæri sínu sem er röddin hans," segir Biggi veira úr GusGus. „Þetta eru geðveik lög sem hann er að syngja á þessari plötu og þau verða uppáhaldslög margra, ég get lofað því." Samstarfið varð til eftir að Högni fór til Færeyja með Daníel Ágústi og Stephani Stephensen þar sem GusGus-meðlimirnir áttu að halda tónleika. „Þeir áttu aukamiða og spurðu hvort hann vildi ekki koma í partí," segir Biggi. Hjaltalín, GusGus og Ný dönsk hafa áður unnið saman að laginu Þriggja daga vakt sem kom út síðasta sumar. Lögin þrjú þar sem Högni kemur við sögu samdi hann í samstarfi við GusGus. „Þetta var mjög skemmtilegt. Þetta eru svo fínir strákar. Það er svo létt að láta sér líða vel með þeim," segir Högni, sem er staddur á tónleikaferð erlendis með Hjaltalín. Hann hefur lítið komið nálægt danstónlist á ferli sínum og segir þessa nýjung hafa verið virkilega frískandi.Daníel Ágúst syngur í sex lögum á plötunni og Urður Hákonardóttir í þremur. „Hugmyndin var að hún myndi hjálpa okkur með bakraddir en það endaði með því að hún á þrjú viðlög á plötunni," segir Biggi, sem er ánægður með frammistöðu söngvaranna þriggja. „Ég held að það sé óhætt að segja að þetta séu skemmtilegustu söngvararnir ef þú horfir á tilfinningalega framsetningu. Það er svo rosalega mikil sál í þeim öllum þremur og þau eru öll þrjú svo djúp í sinni túlkun. Það hentar vel í þessu elektróníska umhverfi." Fyrsta lagið á Arabian Horse nefnist Selfoss og er skírt í höfuðið á uppáhaldssveitarfélagi þeirra GusGus-liða á Suðurlandi. Undirbúningur fyrir plötuna hófst einmitt í sumarbústað í Grímsnesi þar sem grunnurinn var lagður og taktarnir ákveðnir. Á meðal gestaspilara á gripnum eru Samúel J. Samúelsson og Davíð Þór Jónsson sem spilar á harmóníku og banjó. freyr@frettabladid.isEin af myndunum sem teknar voru fyrir Arabian Horse. Tónlist Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira
Högni Egilsson í hljómsveitinni Hjaltalín syngur í þremur lögum á nýrri plötu GusGus, Arabian Horse, sem kemur út 9. maí. Högni syngur með Daníel Ágústi Haraldssyni í tveimur lögum og syngur svo eitt upp á eigin spýtur. „Högni er æðislegur. Hann er rosalega hæfileikaríkur og hann sem listamaður hefur rosalega mikið vald á þessu hljóðfæri sínu sem er röddin hans," segir Biggi veira úr GusGus. „Þetta eru geðveik lög sem hann er að syngja á þessari plötu og þau verða uppáhaldslög margra, ég get lofað því." Samstarfið varð til eftir að Högni fór til Færeyja með Daníel Ágústi og Stephani Stephensen þar sem GusGus-meðlimirnir áttu að halda tónleika. „Þeir áttu aukamiða og spurðu hvort hann vildi ekki koma í partí," segir Biggi. Hjaltalín, GusGus og Ný dönsk hafa áður unnið saman að laginu Þriggja daga vakt sem kom út síðasta sumar. Lögin þrjú þar sem Högni kemur við sögu samdi hann í samstarfi við GusGus. „Þetta var mjög skemmtilegt. Þetta eru svo fínir strákar. Það er svo létt að láta sér líða vel með þeim," segir Högni, sem er staddur á tónleikaferð erlendis með Hjaltalín. Hann hefur lítið komið nálægt danstónlist á ferli sínum og segir þessa nýjung hafa verið virkilega frískandi.Daníel Ágúst syngur í sex lögum á plötunni og Urður Hákonardóttir í þremur. „Hugmyndin var að hún myndi hjálpa okkur með bakraddir en það endaði með því að hún á þrjú viðlög á plötunni," segir Biggi, sem er ánægður með frammistöðu söngvaranna þriggja. „Ég held að það sé óhætt að segja að þetta séu skemmtilegustu söngvararnir ef þú horfir á tilfinningalega framsetningu. Það er svo rosalega mikil sál í þeim öllum þremur og þau eru öll þrjú svo djúp í sinni túlkun. Það hentar vel í þessu elektróníska umhverfi." Fyrsta lagið á Arabian Horse nefnist Selfoss og er skírt í höfuðið á uppáhaldssveitarfélagi þeirra GusGus-liða á Suðurlandi. Undirbúningur fyrir plötuna hófst einmitt í sumarbústað í Grímsnesi þar sem grunnurinn var lagður og taktarnir ákveðnir. Á meðal gestaspilara á gripnum eru Samúel J. Samúelsson og Davíð Þór Jónsson sem spilar á harmóníku og banjó. freyr@frettabladid.isEin af myndunum sem teknar voru fyrir Arabian Horse.
Tónlist Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira