Indíánamynstur & litagleði 15. mars 2011 06:00 Tískuhúsið Proenza Schouler þykir með þeim mest spennandi um þessar mundir. Hönnunartvíeykið Jack McCollough og Lazaro Hernandez kynntist árið 1998 er þeir voru við nám í Parsons-hönnunarskólanum. McCollough og Hernandez sameinuðu krafta sína í útskriftarverkefni þeirra frá skólanum og slógu strax í gegn. Útskriftarlínan í heild sinni var keypt af hinni þekktu verslun Barneys New York og eftir það varð ekki aftur snúið. Ný haustlína tískuhússins var frumsýnd á tískuvikunni í New York fyrir stuttu og hafa McCollough og Hernandez fengið mikið lof fyrir hana. Fatnaðurinn er litríkur og klæðilegur og fengu hönnuðirnir innblásturinn að honum er þeir voru á ferðalagi um Santa Fe í Nýju Mexíkó. Þar heilluðust þeir af mynstri er prýddi teppi indíána og hönnuðu í kjölfarið sína eigin útgáfu af því.Hernandez og McCollough þakka fyrir sig að lokinni sýningu. Nafn tískuhússins er samsett úr eftirnöfnum mæðra þeirra beggja. Nordicphotos/gettyx Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Tískuhúsið Proenza Schouler þykir með þeim mest spennandi um þessar mundir. Hönnunartvíeykið Jack McCollough og Lazaro Hernandez kynntist árið 1998 er þeir voru við nám í Parsons-hönnunarskólanum. McCollough og Hernandez sameinuðu krafta sína í útskriftarverkefni þeirra frá skólanum og slógu strax í gegn. Útskriftarlínan í heild sinni var keypt af hinni þekktu verslun Barneys New York og eftir það varð ekki aftur snúið. Ný haustlína tískuhússins var frumsýnd á tískuvikunni í New York fyrir stuttu og hafa McCollough og Hernandez fengið mikið lof fyrir hana. Fatnaðurinn er litríkur og klæðilegur og fengu hönnuðirnir innblásturinn að honum er þeir voru á ferðalagi um Santa Fe í Nýju Mexíkó. Þar heilluðust þeir af mynstri er prýddi teppi indíána og hönnuðu í kjölfarið sína eigin útgáfu af því.Hernandez og McCollough þakka fyrir sig að lokinni sýningu. Nafn tískuhússins er samsett úr eftirnöfnum mæðra þeirra beggja. Nordicphotos/gettyx
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira