Horfur batna innan Evrópusambandsins 3. mars 2011 05:00 Framkvæmdastjóri efnahags- og gjaldeyrismála hjá ESB segir aðildarríki sambandsins vera að rétta úr kútnum. Fréttablaðið/AP Búast má við að meðalhagvöxtur verði 1,6 til 1,7 prósent innan aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) á þessu ári. Þetta er 0,1 prósentustigi meira en áður var gert ráð fyrir í hagspá ESB í nóvember í fyrra. Framkvæmdastjórn ESB birti uppfærða hag- og verðbólguspá á þriðjudag. Þar kemur meðal annars fram að aðstæður í efnahagslífinu hafi batnað og séu horfur aðildarríkja ESB almennt góðar. Hún er almennt í takt við endurskoðaðar hagspár á fleiri hagsvæðum sem gefnar hafa verið út upp á síðkastið. Samtök viðskiptahagfræðinga í Bandaríkjunum spáðu því á dögunum að hagvöxtur þar í landi yrði 3,3 prósent í ár. Fyrri spá þeirra hljóðaði upp á 2,6 prósent. Líkt og aðrir setja þeir ýmsa fyrirvara við spá sína. Þar á meðal geti hátt olíuverð og verðhækkanir á hrávöru sett strik í reikninginn. Í spá framkvæmdastjórnar ESB kemur fram að búist sé við 0,6 prósenta hagvexti á þessu ári miðað við 0,2 prósent á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Gert ráð fyrir að Þýskaland, stærsta aðildarríki sambandsins, muni leiða lestina með 2,4 prósenta hagvexti á árinu. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal hefur eftir Olli Rehn, framkvæmdastjóra efnahags- og gjaldeyrismála hja ESB, að eftir samdrátt á seinni hluta síðasta árs sé almennt búist við efnahagsbata á þessu ári. Rehn, sem kynnt hagspá framkvæmdastjórnarinnar í Brussel á þriðjudag, sagði efnahagsbatann misjafnan eftir aðildarríkjum. Nokkur þeirra sem hafi glímt við efnahagsörðugleika í fyrra muni gera það enn um sinn. Þá eru fjármálamarkaðir víða í aðildarríkjunum enn viðkvæmir. jonab@frettabladid.is Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Búast má við að meðalhagvöxtur verði 1,6 til 1,7 prósent innan aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) á þessu ári. Þetta er 0,1 prósentustigi meira en áður var gert ráð fyrir í hagspá ESB í nóvember í fyrra. Framkvæmdastjórn ESB birti uppfærða hag- og verðbólguspá á þriðjudag. Þar kemur meðal annars fram að aðstæður í efnahagslífinu hafi batnað og séu horfur aðildarríkja ESB almennt góðar. Hún er almennt í takt við endurskoðaðar hagspár á fleiri hagsvæðum sem gefnar hafa verið út upp á síðkastið. Samtök viðskiptahagfræðinga í Bandaríkjunum spáðu því á dögunum að hagvöxtur þar í landi yrði 3,3 prósent í ár. Fyrri spá þeirra hljóðaði upp á 2,6 prósent. Líkt og aðrir setja þeir ýmsa fyrirvara við spá sína. Þar á meðal geti hátt olíuverð og verðhækkanir á hrávöru sett strik í reikninginn. Í spá framkvæmdastjórnar ESB kemur fram að búist sé við 0,6 prósenta hagvexti á þessu ári miðað við 0,2 prósent á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Gert ráð fyrir að Þýskaland, stærsta aðildarríki sambandsins, muni leiða lestina með 2,4 prósenta hagvexti á árinu. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal hefur eftir Olli Rehn, framkvæmdastjóra efnahags- og gjaldeyrismála hja ESB, að eftir samdrátt á seinni hluta síðasta árs sé almennt búist við efnahagsbata á þessu ári. Rehn, sem kynnt hagspá framkvæmdastjórnarinnar í Brussel á þriðjudag, sagði efnahagsbatann misjafnan eftir aðildarríkjum. Nokkur þeirra sem hafi glímt við efnahagsörðugleika í fyrra muni gera það enn um sinn. Þá eru fjármálamarkaðir víða í aðildarríkjunum enn viðkvæmir. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira