Jamie Cullum spilar í Hörpunni í júní 26. febrúar 2011 12:45 Breski tónlistarmaðurinn Jamie Cullum kemur fram á tónleikum í Hörpunni 23. júní næstkomandi. Cullum verður þar með fyrsta erlenda poppstjarnan sem kemur fram í tónlistarhúsinu við höfnina. Jamie Cullum hefur um nokkurt skeið verið með vinsælustu tónlistarmönnum Breta. Hann er í grunninn djasstónlistarmaður en hefur tekist að brúa bilið á milli djassins og popptónlistar. Þannig hefur hann komið fram á tónlistarhátíðum eins og Glastonbury og unnið með tónlistarmönnum á borð við Kylie Minogue og Burt Bacharach. Hann hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmynd Clints Eastwood, Gran Torino. Jamie Cullum er kvæntur fyrrum fyrirsætunni Sophie Dahl og eiga þau von á fyrsta barni sínu í vor. Það er Þorsteinn Stephensen sem stendur að tónleikum Cullums undir merkjum Hr. Örlygs. „Með tilkomu Hörpunnar komumst við á nýtt plan. Þarna er komið tækifæri til að halda nýja tegund af tónleikum; sitjandi tónleikum með gæðalistamönnum. Þessir tónleikar eru fyrsta skrefið í því," segir Þorsteinn sem hefur verið búsettur á Spáni síðustu átta árin. Hann hefur lítið látið fyrir sér fara síðan hann hætti skipulagningu Iceland Airwaves-hátíðarinnar fyrir rúmu ári. „Það hefur verið rólegt yfir tónleikahaldi og verður það kannski áfram. En það hlýtur að fara að lifna yfir landanum," segir Þorsteinn sem útilokar ekki að fleiri tónlistarmenn spili á Íslandi á hans vegum á árinu. Miðasala á tónleikana hefst 10. mars næstkomandi.-hdm Hér fyrir ofan má sjá myndband Jamie Cullum við lagið I'm All Over It. Golden Globes Lífið Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Jamie Cullum kemur fram á tónleikum í Hörpunni 23. júní næstkomandi. Cullum verður þar með fyrsta erlenda poppstjarnan sem kemur fram í tónlistarhúsinu við höfnina. Jamie Cullum hefur um nokkurt skeið verið með vinsælustu tónlistarmönnum Breta. Hann er í grunninn djasstónlistarmaður en hefur tekist að brúa bilið á milli djassins og popptónlistar. Þannig hefur hann komið fram á tónlistarhátíðum eins og Glastonbury og unnið með tónlistarmönnum á borð við Kylie Minogue og Burt Bacharach. Hann hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmynd Clints Eastwood, Gran Torino. Jamie Cullum er kvæntur fyrrum fyrirsætunni Sophie Dahl og eiga þau von á fyrsta barni sínu í vor. Það er Þorsteinn Stephensen sem stendur að tónleikum Cullums undir merkjum Hr. Örlygs. „Með tilkomu Hörpunnar komumst við á nýtt plan. Þarna er komið tækifæri til að halda nýja tegund af tónleikum; sitjandi tónleikum með gæðalistamönnum. Þessir tónleikar eru fyrsta skrefið í því," segir Þorsteinn sem hefur verið búsettur á Spáni síðustu átta árin. Hann hefur lítið látið fyrir sér fara síðan hann hætti skipulagningu Iceland Airwaves-hátíðarinnar fyrir rúmu ári. „Það hefur verið rólegt yfir tónleikahaldi og verður það kannski áfram. En það hlýtur að fara að lifna yfir landanum," segir Þorsteinn sem útilokar ekki að fleiri tónlistarmenn spili á Íslandi á hans vegum á árinu. Miðasala á tónleikana hefst 10. mars næstkomandi.-hdm Hér fyrir ofan má sjá myndband Jamie Cullum við lagið I'm All Over It.
Golden Globes Lífið Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira