Ótímabært að leyfa staðgöngumæðrun 26. febrúar 2011 08:00 Siðferðilegum, lagalegum og læknisfræðilegum spurningum varðandi staðgöngumæðrun hefur ekki verið svarað nægilega vel. Þær þarf að leiða til lykta með gagnrýninni og opinni umræðu á sem flestum sviðum samfélagsins. Þetta kemur fram í umsögnum um þingsályktunartillögu um að heimila staðgöngumæðrun hér á landi. Fimmtán umsagnir hafa borist heilbrigðisnefnd Alþingis vegna málsins. Tvær þeirra fagna tillögunni. Í umsögn Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands segir að siðferðileg álitaefni séu óvenjulega flókin og margræð í þessu máli því þau snerti móðurhlutverkið, yfirráðarétt kvenna yfir líkömum sínum og viðkvæm tengsl foreldra og barna. Stofnunin leggst gegn því að heimila staðgöngumæðrun án mun umfangsmeiri umræðu og umhugsunar. Hraðinn sem sé á málinu sé með öllu óforsvaranlegur og bjóði hættunni heim. Bent er á í umsögnum að erfitt hafi reynst að greina á milli staðgöngumæðrunar í hagnaðar- og velgjörðarskyni. Barnaheill telja að staðgöngumæðrun geti haft í för með sér að farið verði að líta á börn sem söluvöru, og sama geti gerst varðandi staðgöngumóður. Þannig geti skapast möguleiki á að kúga konur til að selja aðgang að líkama sínum á nýjan og enn alvarlegri máta en þekkst hefur. Siðfræðistofnun segir tilhneigingu hafa verið til markaðsvæðingar og Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af því að þetta leiði til þess að litið verði á börn sem söluvöru. „Þá er vert að undirstrika að nágrannalönd okkar, svo sem Norðurlöndin, heimila ekki staðgöngumæðrun og því ljóst að við munum marka stefnu á þessu sviði sem litið verður til,“ segir í umsögn stofnunarinnar. Í sama streng tekur Rauði kross Íslands, og Mannréttindaskrifstofa Íslands segir að stjórnvöld hljóti að bera sig sérstaklega saman við Norðurlöndin. thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Sjá meira
Siðferðilegum, lagalegum og læknisfræðilegum spurningum varðandi staðgöngumæðrun hefur ekki verið svarað nægilega vel. Þær þarf að leiða til lykta með gagnrýninni og opinni umræðu á sem flestum sviðum samfélagsins. Þetta kemur fram í umsögnum um þingsályktunartillögu um að heimila staðgöngumæðrun hér á landi. Fimmtán umsagnir hafa borist heilbrigðisnefnd Alþingis vegna málsins. Tvær þeirra fagna tillögunni. Í umsögn Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands segir að siðferðileg álitaefni séu óvenjulega flókin og margræð í þessu máli því þau snerti móðurhlutverkið, yfirráðarétt kvenna yfir líkömum sínum og viðkvæm tengsl foreldra og barna. Stofnunin leggst gegn því að heimila staðgöngumæðrun án mun umfangsmeiri umræðu og umhugsunar. Hraðinn sem sé á málinu sé með öllu óforsvaranlegur og bjóði hættunni heim. Bent er á í umsögnum að erfitt hafi reynst að greina á milli staðgöngumæðrunar í hagnaðar- og velgjörðarskyni. Barnaheill telja að staðgöngumæðrun geti haft í för með sér að farið verði að líta á börn sem söluvöru, og sama geti gerst varðandi staðgöngumóður. Þannig geti skapast möguleiki á að kúga konur til að selja aðgang að líkama sínum á nýjan og enn alvarlegri máta en þekkst hefur. Siðfræðistofnun segir tilhneigingu hafa verið til markaðsvæðingar og Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af því að þetta leiði til þess að litið verði á börn sem söluvöru. „Þá er vert að undirstrika að nágrannalönd okkar, svo sem Norðurlöndin, heimila ekki staðgöngumæðrun og því ljóst að við munum marka stefnu á þessu sviði sem litið verður til,“ segir í umsögn stofnunarinnar. Í sama streng tekur Rauði kross Íslands, og Mannréttindaskrifstofa Íslands segir að stjórnvöld hljóti að bera sig sérstaklega saman við Norðurlöndin. thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Sjá meira