Velta eykst á millibankamarkaði 24. febrúar 2011 03:00 Gjaldeyrir Bankarnir hafa í auknum mæli þurft að leita á millibankamarkað til kaupa á gjaldeyri, að mati Greiningar Íslandsbanka. Fréttablaðið/GVA Tölur Seðlabankans um daglega veltu á millibankamarkaði í febrúar benda, að mati Greiningar Íslandsbanka, til þess að veltan verði sú mesta í einum mánuði síðan í nóvember árið 2009. „Eru hér að sjálfsögðu tekin út þau áhrif sem aðgerðir Seðlabanka Íslands höfðu á veltuna í desember síðastliðnum,“ segir í morgunkorni bankans í gær, en þá keypti bankinn gjaldeyri fyrir 24,6 milljarða króna af fjármálafyrirtækjum til þess að draga úr gjaldeyrismisvægi þeirra. „Án þessara aðgerða var heildarveltan í desembermánuði 2.910 milljarðar króna.“ Bent er á að frá fyrsta til og með 18. febrúar hafi heildarvelta á millibankamarkaði numið 3.721 milljarði króna. Þar af séu viðskipti Seðlabankans 715 milljarðar, eða rétt tæpur fimmtungur veltunnar. „Eru viðskipti Seðlabankans jafnframt nokkuð minni hluti af heildarveltunni en að undanförnu. Af þessu virðist ljóst að útflæði gjaldeyris hjá viðskiptabönkunum er nokkuð meira en sem nemur innflæði sem leiðir til þess að þeir hafa orðið að leita á millibankamarkað í mun meira mæli með kaup á gjaldeyri,“ segir í umfjöllun greiningardeildarinnar, en sú þróun er sögð samrýmast þróuninni á gengi krónunnar í mánuðinum. „Af þeim þremur myntum sem vega hvað mest í vísitölunni, það er evru, Bandaríkjadollar og breska pundinu, hefur krónan veikst mest gagnvart pundinu,“ segir í Morgunkorni bankans, en sú veiking er sögð jafngilda veikingu krónunnar upp á 2,2 prósent. „Gagnvart Bandaríkjadollar hefur krónan veikst um 1,8 prósent en gagnvart evru um 1,1 prósent.“- óká Fréttir Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
Tölur Seðlabankans um daglega veltu á millibankamarkaði í febrúar benda, að mati Greiningar Íslandsbanka, til þess að veltan verði sú mesta í einum mánuði síðan í nóvember árið 2009. „Eru hér að sjálfsögðu tekin út þau áhrif sem aðgerðir Seðlabanka Íslands höfðu á veltuna í desember síðastliðnum,“ segir í morgunkorni bankans í gær, en þá keypti bankinn gjaldeyri fyrir 24,6 milljarða króna af fjármálafyrirtækjum til þess að draga úr gjaldeyrismisvægi þeirra. „Án þessara aðgerða var heildarveltan í desembermánuði 2.910 milljarðar króna.“ Bent er á að frá fyrsta til og með 18. febrúar hafi heildarvelta á millibankamarkaði numið 3.721 milljarði króna. Þar af séu viðskipti Seðlabankans 715 milljarðar, eða rétt tæpur fimmtungur veltunnar. „Eru viðskipti Seðlabankans jafnframt nokkuð minni hluti af heildarveltunni en að undanförnu. Af þessu virðist ljóst að útflæði gjaldeyris hjá viðskiptabönkunum er nokkuð meira en sem nemur innflæði sem leiðir til þess að þeir hafa orðið að leita á millibankamarkað í mun meira mæli með kaup á gjaldeyri,“ segir í umfjöllun greiningardeildarinnar, en sú þróun er sögð samrýmast þróuninni á gengi krónunnar í mánuðinum. „Af þeim þremur myntum sem vega hvað mest í vísitölunni, það er evru, Bandaríkjadollar og breska pundinu, hefur krónan veikst mest gagnvart pundinu,“ segir í Morgunkorni bankans, en sú veiking er sögð jafngilda veikingu krónunnar upp á 2,2 prósent. „Gagnvart Bandaríkjadollar hefur krónan veikst um 1,8 prósent en gagnvart evru um 1,1 prósent.“- óká
Fréttir Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira