Erlent

Enn kvarnast úr liði Gaddafís

Mótmæli í Tobruk Austurhluti landsins er nú að mestu á valdi mótmælenda. Barist er í vesturhlutanum.nordicphotos/AFP
Mótmæli í Tobruk Austurhluti landsins er nú að mestu á valdi mótmælenda. Barist er í vesturhlutanum.nordicphotos/AFP
Austan til í Líbíu fagnar fólk sigri yfir Muammar Gaddafí, en í vesturhlutanum er ástandið lævi blandið. Stjórnarherinn er sagður skjóta handahófskennt á hvern sem lætur sjá sig úti á götum höfuðborgarinnar Trípólí.

Hermenn hafa víða gengið til liðs við mótmælendur. Tveir orrustuflugmenn fleygðu sér í fallhlífum út úr vél sinni og létu hana hrapa í eyðimörkina frekar en að varpa sprengjum á borg, sem stjórnarandstæðingar hafa náð á vald sitt.

Jafnframt vex alþjóðlegur þrýstingur á Gaddafí. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi ofbeldi stjórnarinnar gegn almenningi og Evrópusambandið hefur einnig fordæmt ofbeldið.

Franco Frattini, utanríkisráðherra Ítalíu, sagði í gær raunhæft að meira en þúsund manns hefðu fallið fyrir vopnum stjórnarliða.

Evrópuríki hafa hraðað eftir megni brottflutningi ríkisborgara sinna frá Líbíu. Evrópuríkin óttast einnig væntanlegan straum flóttamanna, sem gætu orðið hundruð þúsunda.

Sjálfur segist hann ætla að berjast til síðasta blóðdropa og hefur skipað her sínum að ráðast á borgarana. Hann var einnig sagður hafa skipað hermönnum sínum að sprengja olíuleiðslur. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×