Innlent

Formaður á ferð og flugi

Stefán Haukur jóhannesson Fjallar um aðildarviðræðurnar og hugsanlega ESB-aðild Íslands.fréttablaðið/gva
Stefán Haukur jóhannesson Fjallar um aðildarviðræðurnar og hugsanlega ESB-aðild Íslands.fréttablaðið/gva
Formaður samninganefndar Íslands gagnvart ESB, Stefán Haukur Jóhannesson, fer víða þessa dagana að kynna aðildarferlið. Hann hóf vikulega fundaröð um þetta hjá Mími-símenntun fyrir skemmstu, eftir fund hans með fulltrúum skapandi greina, sem sagt var frá í blaðinu.

Nýlega hélt hann til fundar í Menntaskólanum á Akureyri, mætti á aðalfund Félags eyfirskra kúabænda og til atvinnumálanefndar Dalvíkur. Tilgangurinn er að upplýsa fólk um ESB-samningaferlið og verkefnin fram undan, að því er segir í skeyti frá utanríkisráðuneyti.- kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×