Viðskipti innlent

Taka þátt í nútímaiðnbyltingu

frumkvöðull Tölvuský eru álíka stórt skref í tæknigeiranum og iðnbyltingin, segir framkvæmdastjóri GreenQloud.Fréttablaðið/stefán
frumkvöðull Tölvuský eru álíka stórt skref í tæknigeiranum og iðnbyltingin, segir framkvæmdastjóri GreenQloud.Fréttablaðið/stefán
„Skráningum gjörsamlega flæddi yfir okkur þegar þetta kom fyrir nokkrum dögum, mest frá Þýskalandi,“ segir Eiríkur Sveinn Hrafnsson, framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins GreenQloud.

Fyrirtækið var á dögunum valið eitt af 25 rísandi stjörnum innan tölvuskýjageirans í Evrópu á fagvefnum Cloudtweaks.

Eiríkur segir þetta mikinn heiður en bendir á að athyglin hafi valdið lúxusvanda.

„Við erum í raun með allt of mikið af skráningum og erum ekki með búnað til að anna þessu öllu,“ segir hann.

GreenQloud var stofnað í febrúar í fyrra og hýsir það tölvuský sitt í gagnaveri Thor Data Center í Hafnarfirði.

Þetta er ekki fyrsta viðurkenning GreenQloud en fyrirtækinu hlotnaðist sá heiður í fyrra að vera valið eitt af ellefu álitlegustu tæknisprotafyrirtækjum heims í keppni bandaríska vefritsins Gigaom.com.

Eiríkur segir GreenQloud í beinni samkeppni við erlend tölvuský. Þar á meðal eru risar: Google, Amazon og Yahoo.

„Tölvuskýin eru algjörlega að breyta tölvubransanum. Þau eru að gera það sama fyrir tölvuiðnaðinn og iðnbyltingin gerði fyrir framleiðsluna,“ segir hann.

- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×