Fréttaskýring: Í verri stöðu ef málið tapast fyrir dómi 21. febrúar 2011 16:00 Hvað tekur við ef samkomulag um Icesave verður ekki staðfest? Fari svo að þjóðin hafni Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu er hætt við því að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) muni höfða mál gegn Íslendingum fyrir brot á EES-samningnum. Þá eru einnig líkur á því að Bretar og Hollendingar höfði mál. Óvíst er hvaða niðurstaða myndi fást úr slíkum dómsmálum og ekki víst að hún yrði hagstæðari Íslendingum en núverandi samningar. Þetta segir Stefán Már Stefánsson lagaprófessor í samtali við Fréttablaðið. Stefán Már var einn fjögurra lögfræðinga sem skiluðu álitsgerð um Icesave-samninginn í byrjun janúar á þessu ári að beiðni fjárlaganefndar Alþingis. Lögfræðingarnir fjórir voru ekki á einu máli um líklega niðurstöðu af dómstólaleiðinni. Í álitsgerðinni kemur fram að ef Icesave-deilunni verði ekki lokið með samkomulagi er mögulegt að Bretar og Hollendingar muni höfða mál gegn Íslendingum. Þeir muni þá meðal annars halda því fram að ríkisstjórn eða ráðherrar hafi gefið bindandi yfirlýsingar um að greiða fjárhæðir sem þeir innleystu til reikningseigenda. Þessi málsókn yrði sennilega reist á því að íslenska ríkið hafi ekki fullnægt skuldbindingum sínum samkvæmt Evróputilskipun og að þeir hefðu mismunað innstæðueigendum. Bretar og Hollendingar myndu að öllum líkindum miða mál sitt við alla þá fjárhæð sem þeir innleystu en ekki einungis við rúmlega 20 þúsund evrur á hvern innstæðueiganda. Fram kemur í álitinu að nái ítrustu kröfur Breta og Hollendinga fram að ganga fyrir dómstólum er núverandi Icesave-samningur mun hagstæðari. Að sögn Stefáns Más munu Bretar og Hollendingar þurfa að sækja málið fyrir íslenskum dómstólum. Ekki sé þó hægt að útiloka að þeir muni reyna að sækja málið ytra. Í álitinu er talið að ESA muni að öllum líkindum fara af stað með samningsbrotamál gegn Íslandi. Stefán Már segir það slæmt fyrir Íslendinga ef ESA vinni málið fyrir EFTA-dómstólnum. Þá hafi Íslendingar í stað þess að vera með samning í höndunum verið dæmdir fyrir brot á öðrum samningi. Í álitinu er jafnframt talið líklegt að Bretar og Hollendingar, og jafnvel aðrar þjóðir, muni halda uppi að minnsta kosti svipuðu andófi gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum og hingað til. Það hafi birst í andstöðu þeirra við lánveitingar og aðra fyrirgreiðslu, til dæmis hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópska framkvæmdabankanum og fleiri aðilum. Óljóst sé hversu umfangsmiklar aðgerðirnar geta orðið eða hve lengi þær munu standa. Þetta gæti valdið Íslandi tjóni þótt ekki sé lagt mat á eðli eða umfang þess. Í álitsgerðinni segir að kostirnir við að halda málaferlum til streitu séu þeir að þá fáist lögfræðileg úrlausn sem hugsanlega hefði þau áhrif að íslenska ríkið þyrfti ekki að greiða. Ókostirnir séu aftur á móti þeir að málið gæti tapast sem myndi að öllum líkindum setja Ísland í verri samningsstöðu en nú og gæti leitt til óhagstæðari niðurstöðu. Dómsmálið gæti dregist á langinn með samsvarandi óvissu og tjóni fyrir alla aðila. Það geti einnig haft áhrif á vinsamleg samskipti við þjóðir sem eiga í hlut. Stefán Már hefur ítrekað bent á að hann telji að Íslendingar geti unnið málið fyrir dómstólum. Óvissa fylgi því hins vegar að fara með málið þangað. „Það eru betri lögfræðingar en ég sem telja að við getum tapað málinu," segir hann. Stefán Már bendir þó einnig á að ákveðin óvissa fylgi núverandi Icesave-samningi – eitthvað sem hann hefði viljað vera laus við. kristjan@frettabladid.is Icesave Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
Hvað tekur við ef samkomulag um Icesave verður ekki staðfest? Fari svo að þjóðin hafni Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu er hætt við því að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) muni höfða mál gegn Íslendingum fyrir brot á EES-samningnum. Þá eru einnig líkur á því að Bretar og Hollendingar höfði mál. Óvíst er hvaða niðurstaða myndi fást úr slíkum dómsmálum og ekki víst að hún yrði hagstæðari Íslendingum en núverandi samningar. Þetta segir Stefán Már Stefánsson lagaprófessor í samtali við Fréttablaðið. Stefán Már var einn fjögurra lögfræðinga sem skiluðu álitsgerð um Icesave-samninginn í byrjun janúar á þessu ári að beiðni fjárlaganefndar Alþingis. Lögfræðingarnir fjórir voru ekki á einu máli um líklega niðurstöðu af dómstólaleiðinni. Í álitsgerðinni kemur fram að ef Icesave-deilunni verði ekki lokið með samkomulagi er mögulegt að Bretar og Hollendingar muni höfða mál gegn Íslendingum. Þeir muni þá meðal annars halda því fram að ríkisstjórn eða ráðherrar hafi gefið bindandi yfirlýsingar um að greiða fjárhæðir sem þeir innleystu til reikningseigenda. Þessi málsókn yrði sennilega reist á því að íslenska ríkið hafi ekki fullnægt skuldbindingum sínum samkvæmt Evróputilskipun og að þeir hefðu mismunað innstæðueigendum. Bretar og Hollendingar myndu að öllum líkindum miða mál sitt við alla þá fjárhæð sem þeir innleystu en ekki einungis við rúmlega 20 þúsund evrur á hvern innstæðueiganda. Fram kemur í álitinu að nái ítrustu kröfur Breta og Hollendinga fram að ganga fyrir dómstólum er núverandi Icesave-samningur mun hagstæðari. Að sögn Stefáns Más munu Bretar og Hollendingar þurfa að sækja málið fyrir íslenskum dómstólum. Ekki sé þó hægt að útiloka að þeir muni reyna að sækja málið ytra. Í álitinu er talið að ESA muni að öllum líkindum fara af stað með samningsbrotamál gegn Íslandi. Stefán Már segir það slæmt fyrir Íslendinga ef ESA vinni málið fyrir EFTA-dómstólnum. Þá hafi Íslendingar í stað þess að vera með samning í höndunum verið dæmdir fyrir brot á öðrum samningi. Í álitinu er jafnframt talið líklegt að Bretar og Hollendingar, og jafnvel aðrar þjóðir, muni halda uppi að minnsta kosti svipuðu andófi gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum og hingað til. Það hafi birst í andstöðu þeirra við lánveitingar og aðra fyrirgreiðslu, til dæmis hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópska framkvæmdabankanum og fleiri aðilum. Óljóst sé hversu umfangsmiklar aðgerðirnar geta orðið eða hve lengi þær munu standa. Þetta gæti valdið Íslandi tjóni þótt ekki sé lagt mat á eðli eða umfang þess. Í álitsgerðinni segir að kostirnir við að halda málaferlum til streitu séu þeir að þá fáist lögfræðileg úrlausn sem hugsanlega hefði þau áhrif að íslenska ríkið þyrfti ekki að greiða. Ókostirnir séu aftur á móti þeir að málið gæti tapast sem myndi að öllum líkindum setja Ísland í verri samningsstöðu en nú og gæti leitt til óhagstæðari niðurstöðu. Dómsmálið gæti dregist á langinn með samsvarandi óvissu og tjóni fyrir alla aðila. Það geti einnig haft áhrif á vinsamleg samskipti við þjóðir sem eiga í hlut. Stefán Már hefur ítrekað bent á að hann telji að Íslendingar geti unnið málið fyrir dómstólum. Óvissa fylgi því hins vegar að fara með málið þangað. „Það eru betri lögfræðingar en ég sem telja að við getum tapað málinu," segir hann. Stefán Már bendir þó einnig á að ákveðin óvissa fylgi núverandi Icesave-samningi – eitthvað sem hann hefði viljað vera laus við. kristjan@frettabladid.is
Icesave Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira