Andlit kynlausrar tísku 27. febrúar 2011 06:00 Pejic sýnir hér nýja kvenlínu Jean-Paul Gaultier. Söngkonan Rihanna klæddist þessum kjól á Grammy-verðlaunahátíðinni. Nordicphotos/Getty Serbneska fyrirsætan Andrej Pejic hefur heillað tískuheiminn undanfarna mánuði en hann vakti fyrst athygli er hann sýndi fötin hjá hönnuðinum Jean Paul Gaultier í desember síðastliðinn. Síðan þá hefur stjarna hans risið hratt. Pejic er aðeins nítján ára gamall og flúði föðurland sitt, Bosníu-Hersegóvínu, á tíunda áratugnum og hefur síðan þá búið í Ástralíu. Hann hefur verið ráðinn af hönnuðum til að sýna bæði herra- og kvenfatnað og situr meðal annars fyrir í nýrri auglýsingaherferð fyrir vorlínu Marcs Jacobs. Útlit hans þykir sérstaklega kvenlegt og vöxturinn sömuleiðis og er hann orðinn andlit þess sem kallað hefur verið „kynlausrar tísku", það er að segja tísku sem hentar báðum kynjum. Pejic segist ekki eiga í vandræðum með að sýna kvenmannsföt og viðurkennir að honum þyki gaman að láta dekra við sig baksviðs af förðunarfræðingum og hárgreiðslufólki.- smAndrej Pejic baksviðs á sýningu Custo Barcelona á tískuvikunni í New York nú í febrúar. Pejic hefur verið vinsæll á tískupöllunum í ár.Pejic sýnir fatnað hönnuðarins Yoana Baraschi á tískuvikunni í New York.Pejic í förðunarstólnum skömmu fyrir sýningu hönnuðarins Yoana Baraschi á tískuvikunni í New York.Pejic myndaður baksviðs á sýningu Odyn Vovk á tískuvikunni í New York sem fram fór í byrjun febrúar. Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Serbneska fyrirsætan Andrej Pejic hefur heillað tískuheiminn undanfarna mánuði en hann vakti fyrst athygli er hann sýndi fötin hjá hönnuðinum Jean Paul Gaultier í desember síðastliðinn. Síðan þá hefur stjarna hans risið hratt. Pejic er aðeins nítján ára gamall og flúði föðurland sitt, Bosníu-Hersegóvínu, á tíunda áratugnum og hefur síðan þá búið í Ástralíu. Hann hefur verið ráðinn af hönnuðum til að sýna bæði herra- og kvenfatnað og situr meðal annars fyrir í nýrri auglýsingaherferð fyrir vorlínu Marcs Jacobs. Útlit hans þykir sérstaklega kvenlegt og vöxturinn sömuleiðis og er hann orðinn andlit þess sem kallað hefur verið „kynlausrar tísku", það er að segja tísku sem hentar báðum kynjum. Pejic segist ekki eiga í vandræðum með að sýna kvenmannsföt og viðurkennir að honum þyki gaman að láta dekra við sig baksviðs af förðunarfræðingum og hárgreiðslufólki.- smAndrej Pejic baksviðs á sýningu Custo Barcelona á tískuvikunni í New York nú í febrúar. Pejic hefur verið vinsæll á tískupöllunum í ár.Pejic sýnir fatnað hönnuðarins Yoana Baraschi á tískuvikunni í New York.Pejic í förðunarstólnum skömmu fyrir sýningu hönnuðarins Yoana Baraschi á tískuvikunni í New York.Pejic myndaður baksviðs á sýningu Odyn Vovk á tískuvikunni í New York sem fram fór í byrjun febrúar.
Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira