Ballett, bítl og Rússar 1. febrúar 2011 06:00 Förumenn voru Galliano greinilega innblástur í nýjustu línunni. Haust- og vetrartíska karlmanna fyrir veturinn 2011 til 2012 var frumsýnd á tískuvikunni í París í síðustu viku. John Galliano vakti að venju athygli fyrir frumlega tískusýningu þar sem saman ægði nokkrum stefnum.Fyrirsæturnar sýndu sumar hverjar leikræn tilþrif og dreifðu um sig hvítu rykskýi eða héldu á leikmunum.Undir dynjandi gyðingatónlist með rússnesku ívafi gengu inn fyrirsætur í líki tötralegra förumanna með gamlar töskur og fiðlukassa á bakinu.Segja má að sýningin hafi verið þrískipt. Á eftir illúðlegu rússnesku förumönnunum komu ungir og myndarlegir menn sem helst minntu á Bítlana, í þröngum buxum og vel sniðnum frökkum með pönnuklippingu.Galliano sjálfur sveif svo á svið í lok sýningarinnar í íburðarmiklum búningi við lófaklapp ánægðra aðdáenda.Í þriðja hópnum voru gammósíuklæddir menn með berar olíubornar bringur og var skírskotunin greinileg í ballettheiminn. solveig@frettabladid.is Mest lesið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Haust- og vetrartíska karlmanna fyrir veturinn 2011 til 2012 var frumsýnd á tískuvikunni í París í síðustu viku. John Galliano vakti að venju athygli fyrir frumlega tískusýningu þar sem saman ægði nokkrum stefnum.Fyrirsæturnar sýndu sumar hverjar leikræn tilþrif og dreifðu um sig hvítu rykskýi eða héldu á leikmunum.Undir dynjandi gyðingatónlist með rússnesku ívafi gengu inn fyrirsætur í líki tötralegra förumanna með gamlar töskur og fiðlukassa á bakinu.Segja má að sýningin hafi verið þrískipt. Á eftir illúðlegu rússnesku förumönnunum komu ungir og myndarlegir menn sem helst minntu á Bítlana, í þröngum buxum og vel sniðnum frökkum með pönnuklippingu.Galliano sjálfur sveif svo á svið í lok sýningarinnar í íburðarmiklum búningi við lófaklapp ánægðra aðdáenda.Í þriðja hópnum voru gammósíuklæddir menn með berar olíubornar bringur og var skírskotunin greinileg í ballettheiminn. solveig@frettabladid.is
Mest lesið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira