Mærsk hefur lært að lifa með mafíunni í New York 16. febrúar 2011 10:58 Danska skipafélagið Mærsk rekur risavaxna gámahöfn í Port Elizabeth í New Jersey og hefur þurft að læra að lifa með mafíunni í New York. Hafnirnar í New York og New Jersey eru áhrifasvæði mafíunnar og þá einkum Genovese fjölskyldunnar. Fjallað er um málið í Politiken. Þar segir að APM Terminal höfnin, sem er í eigu Mærsk, borgi óbeint til mafíunnar í gegnum uppblásin laun hafnarverkamanna, jólabónusa og óþarflega marga starfsmenn. Þannig mjólki mafían hafnarverkamennina í gegnum verkalýðsfélög þeirra. Fram kemur í blaðinu að stóraðgerð lögreglunnar í New York nýlega gegn mafíunni þar í borg, þar sem 127 meðlimir glæpasamtakanna voru handteknir, hafi síður en svo slegið á umsvif mafíunnar á fyrrgreindum hafnarsvæðum. Meðal þeirra handteknu voru eru formenn og nokkrir meðlimir verkalýðsfélagsins ILA sem hafnarverkamennirnir heyra til. Samkvæmt Politiken kostar mafíustarfsemin á hafnarsvæði Mærsk skipafélagið margar milljónir dollara á hverju ári. Hinsvegar vill APM Terminal ekki tjá sig um málið. John Crowley lögmaður APM Terminal segir hinsvegar að félagið borgi verkamönnum sínum í samræmi við þá launataxta sem eru í gildi. Að öðru leyti vísar APM Terminal til eftirlitsstofnunarinnar Waterfront Commission. Politiken segir að við vitnaleiðslur hjá Waterfront Commission s.l. haust hafi komið fram að mafían hefur áhrif á starfsemi APM Terminal í gegnum heljargreipar sínar á verkalýðsfélaginu. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Danska skipafélagið Mærsk rekur risavaxna gámahöfn í Port Elizabeth í New Jersey og hefur þurft að læra að lifa með mafíunni í New York. Hafnirnar í New York og New Jersey eru áhrifasvæði mafíunnar og þá einkum Genovese fjölskyldunnar. Fjallað er um málið í Politiken. Þar segir að APM Terminal höfnin, sem er í eigu Mærsk, borgi óbeint til mafíunnar í gegnum uppblásin laun hafnarverkamanna, jólabónusa og óþarflega marga starfsmenn. Þannig mjólki mafían hafnarverkamennina í gegnum verkalýðsfélög þeirra. Fram kemur í blaðinu að stóraðgerð lögreglunnar í New York nýlega gegn mafíunni þar í borg, þar sem 127 meðlimir glæpasamtakanna voru handteknir, hafi síður en svo slegið á umsvif mafíunnar á fyrrgreindum hafnarsvæðum. Meðal þeirra handteknu voru eru formenn og nokkrir meðlimir verkalýðsfélagsins ILA sem hafnarverkamennirnir heyra til. Samkvæmt Politiken kostar mafíustarfsemin á hafnarsvæði Mærsk skipafélagið margar milljónir dollara á hverju ári. Hinsvegar vill APM Terminal ekki tjá sig um málið. John Crowley lögmaður APM Terminal segir hinsvegar að félagið borgi verkamönnum sínum í samræmi við þá launataxta sem eru í gildi. Að öðru leyti vísar APM Terminal til eftirlitsstofnunarinnar Waterfront Commission. Politiken segir að við vitnaleiðslur hjá Waterfront Commission s.l. haust hafi komið fram að mafían hefur áhrif á starfsemi APM Terminal í gegnum heljargreipar sínar á verkalýðsfélaginu.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira