Úrúgvæinn Edinson Cavani gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 3-0 sigri Napoli á Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Þetta var annar tapleikur Juventus í röð en liðið er í sjötta sæti deildarinnar, níu stigum á eftir toppliði AC Milan.
Napoli komst hins vegar upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum í kvöld og er með 36 stig, fjórum á eftir Milan.
Meistarar Inter eru svo í sjöunda sæti með 29 stig en eiga tvo leiki til góða.