Fjölmörgum leikjum er lokið í ítölsku úrvalsdeildinni í dag en AC Milan vann góðan 1-0 útisigur á Cagliari og er með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar. Rodney Strasser skoraði sigurmark leiksins á 85. mínútu en þetta var fyrsta mark kappans með AC Milan. Strasser er tvítugur miðvallarleikmaður frá Sierra Leone og lék sinn fyrsta leik með liðinu nú í haust.
Massimilano Allegri, stjóri Milan, mætti þarna sínu gamla liði en hann kom til Milan frá Cagliari í sumar.
Juventus fékk slæman skell og tapaði 4-1 fyrir Parma fyrr í dag. Umferðinni lýkur svo í kvöld með leik Inter og Napoli.
Úrslit dagsins:
Juventus - Parma 4-1
Cagliari - AC Milan 0-1
AS Roma - Catania 4-2
Bologna - Fiorentina 1-1
Brescia - Cesena 1-2
Genoa - Lazio 0-0
Lecce - Bari 0-1
Palermo - Sampdoria 3-0
Udinese - Chievo 2-0
AC Milan styrkti stöðu sína á toppnum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn


United nálgast efri hlutann
Enski boltinn

Merino aftur hetja Arsenal
Enski boltinn

Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær
Enski boltinn

Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ
Körfubolti

Haaland sló enn eitt metið í gær
Fótbolti

Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham
Enski boltinn


„Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“
Enski boltinn