Ein af stjörnum morgundagsins 3. janúar 2011 00:00 Brynjar Sigurðsson hefur vakið töluverða athygli og var meðal annars valinn ein af stjörnum morgundagsins af Ronan og Erwan Bouroullec. Honum var í kjölfarið boðið að hanna forsíðuna fyrir Wallpaper. Fréttablaðið/Vilhelm Brynjar Sigurðsson stundar um þessar mundir nám í vöruhönnun við hinn virta svissneska skóla ECAL í Lausanne. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Brynjar þegar vakið mikla athygli. Brynjar Sigurðsson er einungis 24 ára en er þegar búinn með BA-próf í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. „Ég kláraði menntaskólann í MS en var alltaf tengdur einhverju skapandi. Ég ákvað að sækja um vöruhönnun þegar ég var að klára stúdentinn og hef eiginlega verið í þessu síðan þá, féll kylliflatur fyrir þessu," segir Brynjar, sem notaði jólafríið til að heimsækja vini og vandamenn. ECAL-skólinn í Lausanne, sem Brynjar er við nám í, þykir meðal þeirra fremstu á sínu sviði. Hann segir námið byggjast upp á mikilli keyrslu. „Þeir eru með ríka hefð fyrir góðum kennurum og verkefnin eru yfirleitt tengd einhverjum fyrirtækjum. Við erum hálfpartinn að framleiða verkefni á færibandi og náum ekkert að halda áfram með þau eða þróa almennilega fyrr en eftir útskrift. Draumurinn er auðvitað að einhver af þeim verði framleidd af stærri fyrirtækjum," útskýrir Brynjar en hann hefur meðal annars hannað barnaleikföng sem flugfélög ættu að geta nýtt sér. Brynjar hefur vakið feykilega mikla athygli fyrir hönnun sína þrátt fyrir að vera enn í námi. Nýlega völdu Ronan og Erwan Bouroullec, sem eru meðal fremstu hönnuða heims um þessar mundir, Brynjar sem eina af stjörnum morgundagsins í skapandi greinum fyrir tímaritið Wallpaper. Brynjari var í kjölfarið boðið að hanna forsíðu blaðsins fyrir janúarútgáfuna á þessu ári. Þykir það gríðarlegur heiður því Wallpaper er talið vera leiðandi í straumum og stefnum á þessu sviði. freyrgigja@frettabladid.isForsíðan sem Brynjar gerði fyrir Wallpaper. Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Brynjar Sigurðsson stundar um þessar mundir nám í vöruhönnun við hinn virta svissneska skóla ECAL í Lausanne. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Brynjar þegar vakið mikla athygli. Brynjar Sigurðsson er einungis 24 ára en er þegar búinn með BA-próf í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. „Ég kláraði menntaskólann í MS en var alltaf tengdur einhverju skapandi. Ég ákvað að sækja um vöruhönnun þegar ég var að klára stúdentinn og hef eiginlega verið í þessu síðan þá, féll kylliflatur fyrir þessu," segir Brynjar, sem notaði jólafríið til að heimsækja vini og vandamenn. ECAL-skólinn í Lausanne, sem Brynjar er við nám í, þykir meðal þeirra fremstu á sínu sviði. Hann segir námið byggjast upp á mikilli keyrslu. „Þeir eru með ríka hefð fyrir góðum kennurum og verkefnin eru yfirleitt tengd einhverjum fyrirtækjum. Við erum hálfpartinn að framleiða verkefni á færibandi og náum ekkert að halda áfram með þau eða þróa almennilega fyrr en eftir útskrift. Draumurinn er auðvitað að einhver af þeim verði framleidd af stærri fyrirtækjum," útskýrir Brynjar en hann hefur meðal annars hannað barnaleikföng sem flugfélög ættu að geta nýtt sér. Brynjar hefur vakið feykilega mikla athygli fyrir hönnun sína þrátt fyrir að vera enn í námi. Nýlega völdu Ronan og Erwan Bouroullec, sem eru meðal fremstu hönnuða heims um þessar mundir, Brynjar sem eina af stjörnum morgundagsins í skapandi greinum fyrir tímaritið Wallpaper. Brynjari var í kjölfarið boðið að hanna forsíðu blaðsins fyrir janúarútgáfuna á þessu ári. Þykir það gríðarlegur heiður því Wallpaper er talið vera leiðandi í straumum og stefnum á þessu sviði. freyrgigja@frettabladid.isForsíðan sem Brynjar gerði fyrir Wallpaper.
Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira