Kamerúnmaðurinn Samuel Eto'o skoraði tvö mörk í ítalska bikarnum í kvöld þegar Inter vann 3-2 sigur á Genoa í 16 liða úrslitum keppninnar. Eto'o er búinn að skora 21 mark í öllum keppnum á tímabilinu.
Eto'o skoraði tvö fyrstu mörk leiksins í fyrri hálfleiknum, Houssine Kharja minnkaði muninn úr vítaspyrnu en McDonald Mariga skoraði þriðja mark Inter skömmu síðar. Giuseppe Sculli minnkaði muninn í eitt mark í uppbótatíma.
Fabio Miccoli tryggði Palermo 1-0 sigur á Chievo í hinum bikarleik kvöldsins en sigurmarkið kom úr vítaspyrnu á 80. mínútu sem Miccoli fiskaði sjálfur.
Samuel Eto’o skoraði tvö í bikarsigri Inter á Genoa
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn


United nálgast efri hlutann
Enski boltinn

Merino aftur hetja Arsenal
Enski boltinn

Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær
Enski boltinn

Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ
Körfubolti

Haaland sló enn eitt metið í gær
Fótbolti

Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham
Enski boltinn

