Aston Villa jafnaði gegn Chelsea í uppbótartíma Elvar Geir Magnússon skrifar 2. janúar 2011 15:35 Það var mikil dramatík á lokamínútunum í viðureign Chelsea og Aston Villa í dag. Leikurinn endaði með jafntefli 3-3 þar sem Ciaran Clark jafnaði fyrir Villa í uppbótartíma en skömmu áður hélt John Terry að hann hafi verið að skora sigurmarkið í leiknum. Eftir þessi úrslit er Chelsea áfram í fimmta sætinu, nú með 35 stig. Aston Villa er í fimmtánda sæti, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Aston Villa byrjaði leikinn betur en fékk kalda vatnsgusu þegar dómarinn Lee Mason dæmdi Chelsea vítaspyrnu. Hann taldi að James Collins hefði brotið á Florent Malouda en dómurinn var verulega strangur og skiljanlega mótmæltu leikmenn Villa harðlega. En það þýðir víst ekki að deila við dómarann og Frank Lampard skoraði úr vítinu. Mason var mikið í sviðsljósinu og veifaði gulum spjöldum villt og galið í fyrri hálfleiknum. Hann dæmdi svo aðra vítaspyrnu á 41. mínútu en að þessu sinni voru það gestirnir sem fengu hana. Paulo Ferreira gerði slæm mistök og á endanum braut Michael Essien af sér og réttilega var dæmt víti. Ashley Young tók vítið og skoraði af öryggi. Á 47. mínútu tók Villa svo forystuna þegar Emile Heskey skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Stewart Downing. Við þetta mark setti Chelsea í næsta gír og sótti stíft á meðan Villa var með alla sína menn á sínum vallarhelmingi. Pressa Chelsea skilaði jöfnunarmarki á 84. mínútu þegar boltinn barst á Didier Drogba í teignum og hann skoraði úr nokkuð þröngu færi. Á 89. mínútu tókst Chelsea svo að komast yfir þegar varnarmaðurinn John Terry skoraði. Heimamenn héldu að Terry væri að tryggja þeim stigin þrjú og brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á Stamford Bridge. Leikmenn Chelsea hópuðust í kringum knattspyrnustjórann Carlo Ancelotti. En fögnuðurinn stóð ekki lengi yfir. Þeir bláklæddu voru greinilega búnir að missa einbeitinguna og hinn ungi Ciaran Clark, 21. árs, var einn og óvaldaður í teignum í uppbótartíma og skoraði eftir sendingu frá Marc Albrighton. Bæði lið hefðu svo getað skorað sigurmark á þeim sekúndum sem eftir voru en ekki tókst það og úrslitin jafntefli 3-3. Enski boltinn Skroll-Íþróttir Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Sjá meira
Það var mikil dramatík á lokamínútunum í viðureign Chelsea og Aston Villa í dag. Leikurinn endaði með jafntefli 3-3 þar sem Ciaran Clark jafnaði fyrir Villa í uppbótartíma en skömmu áður hélt John Terry að hann hafi verið að skora sigurmarkið í leiknum. Eftir þessi úrslit er Chelsea áfram í fimmta sætinu, nú með 35 stig. Aston Villa er í fimmtánda sæti, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Aston Villa byrjaði leikinn betur en fékk kalda vatnsgusu þegar dómarinn Lee Mason dæmdi Chelsea vítaspyrnu. Hann taldi að James Collins hefði brotið á Florent Malouda en dómurinn var verulega strangur og skiljanlega mótmæltu leikmenn Villa harðlega. En það þýðir víst ekki að deila við dómarann og Frank Lampard skoraði úr vítinu. Mason var mikið í sviðsljósinu og veifaði gulum spjöldum villt og galið í fyrri hálfleiknum. Hann dæmdi svo aðra vítaspyrnu á 41. mínútu en að þessu sinni voru það gestirnir sem fengu hana. Paulo Ferreira gerði slæm mistök og á endanum braut Michael Essien af sér og réttilega var dæmt víti. Ashley Young tók vítið og skoraði af öryggi. Á 47. mínútu tók Villa svo forystuna þegar Emile Heskey skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Stewart Downing. Við þetta mark setti Chelsea í næsta gír og sótti stíft á meðan Villa var með alla sína menn á sínum vallarhelmingi. Pressa Chelsea skilaði jöfnunarmarki á 84. mínútu þegar boltinn barst á Didier Drogba í teignum og hann skoraði úr nokkuð þröngu færi. Á 89. mínútu tókst Chelsea svo að komast yfir þegar varnarmaðurinn John Terry skoraði. Heimamenn héldu að Terry væri að tryggja þeim stigin þrjú og brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á Stamford Bridge. Leikmenn Chelsea hópuðust í kringum knattspyrnustjórann Carlo Ancelotti. En fögnuðurinn stóð ekki lengi yfir. Þeir bláklæddu voru greinilega búnir að missa einbeitinguna og hinn ungi Ciaran Clark, 21. árs, var einn og óvaldaður í teignum í uppbótartíma og skoraði eftir sendingu frá Marc Albrighton. Bæði lið hefðu svo getað skorað sigurmark á þeim sekúndum sem eftir voru en ekki tókst það og úrslitin jafntefli 3-3.
Enski boltinn Skroll-Íþróttir Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Sjá meira