Nýtt íslenskt matarstell frá Aurum 12. janúar 2011 00:00 Stellið er fáanlegt með tveimur mynstrum. Fréttablaðið/Stefán Guðbjörg Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður Aurum, hefur hannað fallegt matarstell í samstarfi við finnska hönnunarteymið Elinno. Stellið er framleitt úr hágæða postulíni og er þar af leiðandi sterkara og endingarbetra en venjulegt postulín. „Ég leitaði samstarfs við Elinno á sínum tíma þar sem ég sá ákveðna samlíkingu með verkum okkar. Postulínið heillaði mig þar sem hægt er að vinna það þynnra en það heldur samt styrkleika sínum og verður fínlegra. Innblásturinn að mynstrinu kemur frá tveimur skartgripalínum mínum, Heklu og Dögg, og einfaldleiki mynstranna gerir það að verkum að auðvelt er að blanda settunum saman og nota þau við ýmis tækifæri," útskýrir Guðbjörg.Guðbjörg Ingvarsdóttir skartgripahönnuður.Hún segir að vörurnar eigi að geta átt sér langa ævi og gengið kynslóða á milli. Viðtökurnar eru enda góðar og seldist nokkuð af stellunum fyrir jól. „Viðtökurnar hafa verið virkilega góðar. Ég varð vör við að fólk var að kaupa hluta úr borðbúnaðinum fyrir jól með það í huga að halda áfram að bæta í stellið með árunum." Að svo stöddu fæst matarstellið aðeins í Aurum en Guðbjörg útilokar ekki að vörurnar verði einnig fáanlegar erlendis innan skamms.- sm Mest lesið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Guðbjörg Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður Aurum, hefur hannað fallegt matarstell í samstarfi við finnska hönnunarteymið Elinno. Stellið er framleitt úr hágæða postulíni og er þar af leiðandi sterkara og endingarbetra en venjulegt postulín. „Ég leitaði samstarfs við Elinno á sínum tíma þar sem ég sá ákveðna samlíkingu með verkum okkar. Postulínið heillaði mig þar sem hægt er að vinna það þynnra en það heldur samt styrkleika sínum og verður fínlegra. Innblásturinn að mynstrinu kemur frá tveimur skartgripalínum mínum, Heklu og Dögg, og einfaldleiki mynstranna gerir það að verkum að auðvelt er að blanda settunum saman og nota þau við ýmis tækifæri," útskýrir Guðbjörg.Guðbjörg Ingvarsdóttir skartgripahönnuður.Hún segir að vörurnar eigi að geta átt sér langa ævi og gengið kynslóða á milli. Viðtökurnar eru enda góðar og seldist nokkuð af stellunum fyrir jól. „Viðtökurnar hafa verið virkilega góðar. Ég varð vör við að fólk var að kaupa hluta úr borðbúnaðinum fyrir jól með það í huga að halda áfram að bæta í stellið með árunum." Að svo stöddu fæst matarstellið aðeins í Aurum en Guðbjörg útilokar ekki að vörurnar verði einnig fáanlegar erlendis innan skamms.- sm
Mest lesið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira