Reyna að bregðast við áhlaupi á bankakerfið 6. febrúar 2011 12:11 Frá mótmælunum í Egyptalandi. Mynd/AFP Viðræður hefjast milli stjórnarandstöðuafla og varaforseta Egyptalands í dag. Ástandið í landinu er viðkvæmt, en Seðlabanki landsins hefur dælt hátt í hundrað milljörðum í banka landsins til að bregðast við áhlaupi á bankakerfið. Þrettándi dagur mótmæla í Kaíró og öðrum stórborgum Egyptalands er risinn, og enn er þess krafist að Hosni Mubarak, forseti landsins, fari frá völdum. Hann situr enn sem fastast, en ýmsir hátt settir leiðtogar stjórnmálaflokks forsetans sögðu af sér í gær, þeirra á meðal sonur Mubaraks og ýmsir ráðgjafar hans. Eftir það lýsti Bræðralag múslima sig reiðubúið að setjast til viðræðna við varaforseta landsins, en það er stærsta stjórnarandstöðuafl landsins og er skipað íslamistum. Bræðralagið hafði áður neitað að eiga nein samskipti við yfirvöld fyrr en Mubarak væri farinn frá völdum. Þeir hafa þó lýst því yfir að þeir muni hvergi hvika frá kröfum sínum þar um. Búist er við að fundir þeirra hefjist þegar í dag, en ýmsir mennta- og kaupsýslumenn koma einnig að viðræðunum. Egypskt yfirvöld reyna nú að koma aftur á reglu í landinu og vonast til að fólk taki að snúa aftur til vinnu, þótt fátt bendi til þess að mótmælendur séu að gefast upp eins og staðan er núna. Hagkerfi landsins er lamað, en bankar opnuðu þar í dag í fyrsta skipti í um viku. Seðlabanki landsins lagði þeim til lausafé að andvirði tæplega 100 milljarða króna til að mæta áhlaupi sem búist var við, en hundruð egypta biðu í röðum til að taka út sparifé sitt að því er Bloomberg fréttaveitan greinir frá. Egypska pundið féll um leið, og hefur ekki verið lægra gagnvart dollar í sex ár. Þá hefur ávöxtunarkrafa á egypsk skuldabréf hækkað og gæti farið upp í allt að þrjátíu prósent, en hlutabréfamarkaðir eru enn lokaðir eftir að aðalvísitala landsins féll um 16 prósent í vikunni sem mótmælin hófust. Þá er tekið að bera á vöruskorti og hækkun vöruverðs, þó það sé litið jákvæðum augum að umferð virðist vera að færast í eðlilegt horf. Áfram verður mótmælt á Tahrir torgi í dag, en þar hefur miðstöð mótmælanna verið. Þar verður kristileg messa haldin síðdegis, en múslimar í hópi mótmælenda hafa heitið því að mynda hring umhverfis kristnu mótmælendurna til að verja þá á meðan. Engar fregnir hafa borist af verulegum ófrið eða átökum um helgina. Fréttir Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Viðræður hefjast milli stjórnarandstöðuafla og varaforseta Egyptalands í dag. Ástandið í landinu er viðkvæmt, en Seðlabanki landsins hefur dælt hátt í hundrað milljörðum í banka landsins til að bregðast við áhlaupi á bankakerfið. Þrettándi dagur mótmæla í Kaíró og öðrum stórborgum Egyptalands er risinn, og enn er þess krafist að Hosni Mubarak, forseti landsins, fari frá völdum. Hann situr enn sem fastast, en ýmsir hátt settir leiðtogar stjórnmálaflokks forsetans sögðu af sér í gær, þeirra á meðal sonur Mubaraks og ýmsir ráðgjafar hans. Eftir það lýsti Bræðralag múslima sig reiðubúið að setjast til viðræðna við varaforseta landsins, en það er stærsta stjórnarandstöðuafl landsins og er skipað íslamistum. Bræðralagið hafði áður neitað að eiga nein samskipti við yfirvöld fyrr en Mubarak væri farinn frá völdum. Þeir hafa þó lýst því yfir að þeir muni hvergi hvika frá kröfum sínum þar um. Búist er við að fundir þeirra hefjist þegar í dag, en ýmsir mennta- og kaupsýslumenn koma einnig að viðræðunum. Egypskt yfirvöld reyna nú að koma aftur á reglu í landinu og vonast til að fólk taki að snúa aftur til vinnu, þótt fátt bendi til þess að mótmælendur séu að gefast upp eins og staðan er núna. Hagkerfi landsins er lamað, en bankar opnuðu þar í dag í fyrsta skipti í um viku. Seðlabanki landsins lagði þeim til lausafé að andvirði tæplega 100 milljarða króna til að mæta áhlaupi sem búist var við, en hundruð egypta biðu í röðum til að taka út sparifé sitt að því er Bloomberg fréttaveitan greinir frá. Egypska pundið féll um leið, og hefur ekki verið lægra gagnvart dollar í sex ár. Þá hefur ávöxtunarkrafa á egypsk skuldabréf hækkað og gæti farið upp í allt að þrjátíu prósent, en hlutabréfamarkaðir eru enn lokaðir eftir að aðalvísitala landsins féll um 16 prósent í vikunni sem mótmælin hófust. Þá er tekið að bera á vöruskorti og hækkun vöruverðs, þó það sé litið jákvæðum augum að umferð virðist vera að færast í eðlilegt horf. Áfram verður mótmælt á Tahrir torgi í dag, en þar hefur miðstöð mótmælanna verið. Þar verður kristileg messa haldin síðdegis, en múslimar í hópi mótmælenda hafa heitið því að mynda hring umhverfis kristnu mótmælendurna til að verja þá á meðan. Engar fregnir hafa borist af verulegum ófrið eða átökum um helgina.
Fréttir Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira