Viðskipti erlent

ESB lokar fyrir viðskipti í bili

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stöðvaði viðskipti með losunarkvóta fyrir gróðurhúsalofttegundir eftir að upp komst um ítrekaðan þjófnað tölvuþrjóta á losunarleyfum.

Fram kom í bandaríska dagblaðinu New York Times í gær að leyfum að andvirði milljóna evra hafi verið stolið í gegnum netið. Lokað hefur verið fyrir sölu á losunarkvóta fram í næstu viku hið minnsta.

Óvíst er hversu mikið þjófarnir högnuðust, enda erfitt að koma kvótanum í verð eftir að upp komst um þjófnaðinn.- bj










Fleiri fréttir

Sjá meira


×