Sterk rök fyrir því að semja um Icesave 12. janúar 2011 06:00 Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur. fréttablaðið/vilhelm Sterk rök eru fyrir því að leysa deiluna um Icesave þrátt fyrir að töluverð óvissa sé um efnahagslegar forsendur til svo langs tíma sem nýr samningur Íslands við Breta og Hollendinga nær. Þetta er álit Seðlabankans. Kemur það fram í umsögn hans um frumvarp til laga um nýja samninginn. Seðlabankinn telur að bætt aðgengi að alþjóðlegum fjármálamarkaði vegi upp á móti efnahagslegu óvissunni. Tekur hann jafnframt tillit til þess að úrskurður EFTA-dómstólsins gæti fallið Íslandi í óhag, kæmi málið til kasta hans. Fjárlaganefnd Alþingis fundar um Icesave-samninginn í dag, á morgun og á mánudag. Á fundunum verður farið yfir efnisatriði hans, álit umsagnaraðila rædd og þeir kallaðir til frekara skrafs. Seðlabankinn fjallar um óvissu forsendna nýja samningsins vegna gengis gjaldmiðla. Gengishækkun krónunnar hafi tiltölulega lítil áhrif en áhrif gengislækkunar umfram tíu prósent séu veruleg. Segir að helst væri að vænta mikillar gengislækkunar ef Seðlabankinn missir tökin á verðbólgunni. Takist honum hins vegar að halda verðbólgu nálægt markmiðum séu hverfandi líkur á mjög mikilli gengislækkun. Að gefnum tilteknum forsendum telur Seðlabankinn mun líklegra að á komandi árum muni raungengi hækka en að það muni lækka. Jafnframt er fjallað um áhættuna af breytingum á innbyrðis gengi punds og evru. Ekkert sé fast í hendi en þróun síðustu ára og vísbendingar til framtíðar gefi tilefni til að ætla að tiltölulega lítil hætta sé á miklum breytingum þar á. Í umsögn Alþýðusambands Íslands segir að Alþingi verði að ljúka Icesave sem allra fyrst til að auðvelda aðgengi að erlendu fjármagni til uppbyggingar og atvinnusköpunar og stuðla að frekari vaxtalækkun. Telur sambandið nýjan samning geta stuðlað að því. Samband íslenskra sveitarfélaga kveðst í sinni umsögn ekki taka afstöðu til frumvarpsins. Engu að síður bendir það á að þrátt fyrir hagstæðari niðurstöðu en í fyrri samningum felist í henni veruleg skuldbinding af hálfu ríkissjóðs sem kunni að hafa áhrif á fjárlög. Væntanleg aukin skattheimta ríkisins til að standa undir þeim skuldbindingum minnki enn meir svigrúm sveitarfélaga til skattheimtu en þegar er orðið. bjorn@frettabladid.is Icesave Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Sterk rök eru fyrir því að leysa deiluna um Icesave þrátt fyrir að töluverð óvissa sé um efnahagslegar forsendur til svo langs tíma sem nýr samningur Íslands við Breta og Hollendinga nær. Þetta er álit Seðlabankans. Kemur það fram í umsögn hans um frumvarp til laga um nýja samninginn. Seðlabankinn telur að bætt aðgengi að alþjóðlegum fjármálamarkaði vegi upp á móti efnahagslegu óvissunni. Tekur hann jafnframt tillit til þess að úrskurður EFTA-dómstólsins gæti fallið Íslandi í óhag, kæmi málið til kasta hans. Fjárlaganefnd Alþingis fundar um Icesave-samninginn í dag, á morgun og á mánudag. Á fundunum verður farið yfir efnisatriði hans, álit umsagnaraðila rædd og þeir kallaðir til frekara skrafs. Seðlabankinn fjallar um óvissu forsendna nýja samningsins vegna gengis gjaldmiðla. Gengishækkun krónunnar hafi tiltölulega lítil áhrif en áhrif gengislækkunar umfram tíu prósent séu veruleg. Segir að helst væri að vænta mikillar gengislækkunar ef Seðlabankinn missir tökin á verðbólgunni. Takist honum hins vegar að halda verðbólgu nálægt markmiðum séu hverfandi líkur á mjög mikilli gengislækkun. Að gefnum tilteknum forsendum telur Seðlabankinn mun líklegra að á komandi árum muni raungengi hækka en að það muni lækka. Jafnframt er fjallað um áhættuna af breytingum á innbyrðis gengi punds og evru. Ekkert sé fast í hendi en þróun síðustu ára og vísbendingar til framtíðar gefi tilefni til að ætla að tiltölulega lítil hætta sé á miklum breytingum þar á. Í umsögn Alþýðusambands Íslands segir að Alþingi verði að ljúka Icesave sem allra fyrst til að auðvelda aðgengi að erlendu fjármagni til uppbyggingar og atvinnusköpunar og stuðla að frekari vaxtalækkun. Telur sambandið nýjan samning geta stuðlað að því. Samband íslenskra sveitarfélaga kveðst í sinni umsögn ekki taka afstöðu til frumvarpsins. Engu að síður bendir það á að þrátt fyrir hagstæðari niðurstöðu en í fyrri samningum felist í henni veruleg skuldbinding af hálfu ríkissjóðs sem kunni að hafa áhrif á fjárlög. Væntanleg aukin skattheimta ríkisins til að standa undir þeim skuldbindingum minnki enn meir svigrúm sveitarfélaga til skattheimtu en þegar er orðið. bjorn@frettabladid.is
Icesave Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira