Kvennalið Vals komst í kvöld örugglega í úrslit deildarbikarsins er liðið vann sex marka sigur á HK, 33-27. Staðan í hálfleik var 17-9.
Þorgerður Anna Atladóttir og Hrafnhildur Ósk Skúladóttir voru atkvæðamestar í liði Vals með sex mörk. Karólína Lárusdóttir og Ágústa Edda Björnsdóttir skoruðu báðar fimm mörk.
Elín Anna Baldursdóttir skoraði átta mörk fyrir HK og Brynja Magnúsdóttir skoraði sex.
Valur mætir Fram í úrslitum á morgun. Leikurinn hefst klukkan 18.15 og fer fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.
Valur og Fram mætast í úrslitum deildarbikarsins

Mest lesið

Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti


Lögreglumaður var fótboltabulla í felum
Enski boltinn

„Geitin“ í kvennakörfunni hætt
Körfubolti

„Fyrr skal ég dauður liggja“
Enski boltinn



Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað
Íslenski boltinn

