Handbolti

FH-ingar í undanúrslitin í þriðja sinn á fjórum árum - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Vilhelm
FH-ingar áttu ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í undanúrslitum Eimskipsbikars karla í handbolta þegar þeir sóttu Gróttumenn heim á Seltjarnarnesið í gær.

FH vann tíu marka sigur, 28-18, og er því komið í undanúrslit bikarsins í þriðja sinn á fjórum árum. FH var líka í undanúrslitum 2009 og 2011 en komst í hvorugt skiptið í Höllina.

FH verður í pottinum ásamt Haukum, Fram og HK en þetta eru einmitt fjögur efstu liðin í N1 deild karla eftir fyrstu ellefu umferðirnar.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum á Nesinu í gærkvöldi og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×