Að minnsta kosti fjórir þingmenn Samfylkingar vilja hætta við málið Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. desember 2011 18:30 Að minnsta kosti fjórir þingmenn Samfylkingarinnar styðja þingsályktunartillögu um að draga málshöfðun á hendur Geir Haarde fyrir landsdómi til baka. Tveir ráðherrar Vinstri grænna eru sagðir íhuga að ljá málinu hlutleysi sitt með því að sitja hjá. Gríðarleg ólga er vegna málsins í þinginu en afar ólíklegt er að málið komist á dagskrá. Þorbjörn Þórðarson. Hart var tekist á um málið á þingsflokksfundi Vinstri grænna í gærkvöldi, en Guðfríður Lilja Grétarsdóttir styður tillöguna og hefur legið undir nokkurri gagnrýni þingflokksfélaga sinna fyrir vikið. Þá hefur fréttastofan jafnframt heimildir fyrir því að bæði Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, íhugi að ljá málinu hlutleysi sitt með því að sitja já, en þeir tveir hafa myndað eins konar bandalag í þingflokknum ásamt Guðfríði Lilju. Efnahags- og viðskiptaráðherra var gestur okkar í Klinkinu í dag en hann greiddi atkvæði gegn málshöfðun á hendur Geir á sínum tíma. Hann segir málið mjög sérkennilegt og að það hafi komið inn á þingið eins og þrum úr heiðskýru lofti. Aðspurður segist hann ekki hafa gert upp hug sinn um hvort hann styðji málið komi það fyrir þingið. En kemst málið á dagskrá? Það er algjörlega óvíst. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki vilja trúa því að menn haldi því frá þingsalnum. Hann segir að stuðningur sé við málið úr fleiri en einum flokki og að í báðum stjórnarflokkum séu menn sem vilji sjá það fram ganga. Bjarni segir að málið sé alls ekki unnið í samráði við Geir Haarde. Hann hafi hinsvegar greint honum frá því að það yrði lagt fram. Samkvæmt athugun fréttastofu styðja að kosti fjórir þingmenn Samfylkingarinnar styðja tillöguna en þeir vilja þó ekki koma fram undir nafni.Hver eru réttaráhrifin? En hver eru réttaráhrif þess að Alþingi samþykkir að fella málið niður? Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, baðst undan viðtali í dag. Aðspurð sagði hún ekki liggja fyrir hver réttaráhrifin yrðu en hún sagðist vilja bíða og sjá hvort þingsályktunin næði fram að ganga. Eftir því sem fréttastofa kemst næst yrði saksóknari bundinn af ákvörðun Alþingis enda var það Alþingi sem hóf málshöfðun með atkvæðagreiðslu á síðasta ári. Hún þyrfti hins vegar sjálf að taka slíka ákvörðun enda getur löggjafinn ekki gefið henni bindandi fyrirmæli. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er mjög ólíklegt að málið komist á dagskrá þingsins en það ræðst þó af samkomulagi formanna flokkanna. Einn þingmaður Samfylkingarinnar sagði að málið væri liður í spunastríði Sjálfstæðismanna og snérist eingöngu um að finna veikan punkt á ríkisstjórnarsamstarfinu en ekki hagsmuni Geirs Haarde. Hvorki Geir sjálfur né Andri Árnason, verjandi hans, vilja tjá sig um efni þingsályktunartillögunnar. Landsdómur Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Sjá meira
Að minnsta kosti fjórir þingmenn Samfylkingarinnar styðja þingsályktunartillögu um að draga málshöfðun á hendur Geir Haarde fyrir landsdómi til baka. Tveir ráðherrar Vinstri grænna eru sagðir íhuga að ljá málinu hlutleysi sitt með því að sitja hjá. Gríðarleg ólga er vegna málsins í þinginu en afar ólíklegt er að málið komist á dagskrá. Þorbjörn Þórðarson. Hart var tekist á um málið á þingsflokksfundi Vinstri grænna í gærkvöldi, en Guðfríður Lilja Grétarsdóttir styður tillöguna og hefur legið undir nokkurri gagnrýni þingflokksfélaga sinna fyrir vikið. Þá hefur fréttastofan jafnframt heimildir fyrir því að bæði Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, íhugi að ljá málinu hlutleysi sitt með því að sitja já, en þeir tveir hafa myndað eins konar bandalag í þingflokknum ásamt Guðfríði Lilju. Efnahags- og viðskiptaráðherra var gestur okkar í Klinkinu í dag en hann greiddi atkvæði gegn málshöfðun á hendur Geir á sínum tíma. Hann segir málið mjög sérkennilegt og að það hafi komið inn á þingið eins og þrum úr heiðskýru lofti. Aðspurður segist hann ekki hafa gert upp hug sinn um hvort hann styðji málið komi það fyrir þingið. En kemst málið á dagskrá? Það er algjörlega óvíst. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki vilja trúa því að menn haldi því frá þingsalnum. Hann segir að stuðningur sé við málið úr fleiri en einum flokki og að í báðum stjórnarflokkum séu menn sem vilji sjá það fram ganga. Bjarni segir að málið sé alls ekki unnið í samráði við Geir Haarde. Hann hafi hinsvegar greint honum frá því að það yrði lagt fram. Samkvæmt athugun fréttastofu styðja að kosti fjórir þingmenn Samfylkingarinnar styðja tillöguna en þeir vilja þó ekki koma fram undir nafni.Hver eru réttaráhrifin? En hver eru réttaráhrif þess að Alþingi samþykkir að fella málið niður? Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, baðst undan viðtali í dag. Aðspurð sagði hún ekki liggja fyrir hver réttaráhrifin yrðu en hún sagðist vilja bíða og sjá hvort þingsályktunin næði fram að ganga. Eftir því sem fréttastofa kemst næst yrði saksóknari bundinn af ákvörðun Alþingis enda var það Alþingi sem hóf málshöfðun með atkvæðagreiðslu á síðasta ári. Hún þyrfti hins vegar sjálf að taka slíka ákvörðun enda getur löggjafinn ekki gefið henni bindandi fyrirmæli. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er mjög ólíklegt að málið komist á dagskrá þingsins en það ræðst þó af samkomulagi formanna flokkanna. Einn þingmaður Samfylkingarinnar sagði að málið væri liður í spunastríði Sjálfstæðismanna og snérist eingöngu um að finna veikan punkt á ríkisstjórnarsamstarfinu en ekki hagsmuni Geirs Haarde. Hvorki Geir sjálfur né Andri Árnason, verjandi hans, vilja tjá sig um efni þingsályktunartillögunnar.
Landsdómur Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Sjá meira