Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan – Keflavík 107-91 Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 18. desember 2011 21:28 Úr leik liðanna í kvöld. mynd/vilhelm Stjarnan skellti Keflavík 107-91 í uppgjöri liðanna í öðru og þriðja sæti Iceland Express deildar karla í körfubolta. Stjarnan var fjórtán stigum yfir í hálfleik 61-47. Leikurinn var mjög hraður í upphafi og gengu sóknir beggja liða mjög vel en á sama tíma var lítið um varnir. Jafnræði var með liðunum allan fyrsta leikhluta en Stjarnan náði fjögurra stiga forystu undir lok fyrsta leikhluta 32-28. Stjarnan hóf annan leikhluta með látum og var komið með ellefu stiga forskot þegar leikhlutinn var hálfnaður 49-38. Stjarnan bætti í frekar en að gefa eftir og náði mest sextán stiga forystu í fjórðungnum en Keflavík skoraði síðustu körfu fyrri hálfleik og því munaði fjórtán stigum á liðunum 61-47. Stjarnan var mikið ákveðnar í öllum sínum aðgerðum sem lýsir sér best í því að liðið tók 22 fráköst í fyrri hálfleik gegn 7 hjá Keflavík en Stjarnan tók þar af 9 sóknarfráköst í fyrri hálfleik. Keflavík vann sig inn í leikinn í þriðja leikhluta með frábærum varnarleik og mikilli baráttu. Eftir fjórar mínútur í seinni hálfleik var munurinn kominn niður í sex stig 66-60. Stjarnan náði að stöðva atlögu Keflavíkur og var sjö stigum yfir fyrir síðasta leikhlutann 78-71. Stjarnan lenti aldrei í vandræðum í fjórða leikhluta, munurinn var yfirleitt í kringum tíu stig og aldrei nett sem benti til þess að Keflavík næði að gera leikinn spennandi sem og varð rauninn því sigur Stjörnunnar var mjög sannfærandi þegar yfirlauk. Teitur: Hefðum unnið alla í dag„Liðsheildin var frábær í dag. Það var allir í liðinu tilbúnir í slaginn og allir á sömu línunni. Það voru allir tilbúnir að leggja á sig fyrir félagana í liðinu og þá erum við mjög sterkir og góðir og þetta var líklega besti leikurinn okkar í vetur," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Við fengum mörg stig á okkur framan af. Keflavík hitti mjög vel í byrjun, fengu fimm þrista. Venjulega dettur þriggja stiga prósentan niður er líður á leikina og það var raunin núna. Við náðum líka að stíga upp og laga okkur að því sem þeir voru að gera og mér fannst það ganga mjög vel." „Við finnum aftur okkar jafnvægi og þá fannst mér þetta ekki vera spurning." „Það voru allir tilbúnir í að berjast. Við hefðum unnið alla í dag, það skipti ekki máli hvort það var Grindavík, Keflavík eða hvaða lið sem er. Ég held að við hefðum unnið alla í dag. Það er virkilega gaman að fara með svona góða tilfinningu inn í jólinn og með sjálfstraust. Það líður öllum vel eftir þetta og menn geta borðar mat með góðri samvisku," sagði Teitur að lokum. Sigurður: Vorum ömurlegirVið gátum ekkert. Við spiluðum enga vörn og vorum ömurlegir," sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur í leikslok. „Við spiluðum ágætis vörn í nokkrar mínútur byrjun seinni hálfleiks og náðum þessu niður í leik eins og við viljum en svo duttum við niður. Ég veit ekki hvað kom fyrir mína menn." „Við erum ekki með mikla breidd og þegar það leika ekki allir á fullu og gera þetta saman sem lið þá getum við ekki neitt." „Við fráköstum mjög illa í þessum leik og vorum lélegir. Við náðum þessu niður en svo falla menn aftur í sama farið og verða týndir, þetta var mjög skrítið," sagði Sigurður að lokum. Stig Stjörnunnar: Marvin Valdimarsson 23 Keith Cothran 23 Sigurjón Örn Lárusson 20 Justin Shouse 15 Guðjón H. Lárusson 10 Fannar Helgason 8 Dagur Kári Jónsson 8 Stig Keflavíkur: Charlie Parker 27 Steven Gerrard 26 Jarryd Cole 18 Valur O. Valsson 7 Gunnar Stefánsson 6 Almar Guðbrandsson 4 Halldór Halldórsson 3 Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira
Stjarnan skellti Keflavík 107-91 í uppgjöri liðanna í öðru og þriðja sæti Iceland Express deildar karla í körfubolta. Stjarnan var fjórtán stigum yfir í hálfleik 61-47. Leikurinn var mjög hraður í upphafi og gengu sóknir beggja liða mjög vel en á sama tíma var lítið um varnir. Jafnræði var með liðunum allan fyrsta leikhluta en Stjarnan náði fjögurra stiga forystu undir lok fyrsta leikhluta 32-28. Stjarnan hóf annan leikhluta með látum og var komið með ellefu stiga forskot þegar leikhlutinn var hálfnaður 49-38. Stjarnan bætti í frekar en að gefa eftir og náði mest sextán stiga forystu í fjórðungnum en Keflavík skoraði síðustu körfu fyrri hálfleik og því munaði fjórtán stigum á liðunum 61-47. Stjarnan var mikið ákveðnar í öllum sínum aðgerðum sem lýsir sér best í því að liðið tók 22 fráköst í fyrri hálfleik gegn 7 hjá Keflavík en Stjarnan tók þar af 9 sóknarfráköst í fyrri hálfleik. Keflavík vann sig inn í leikinn í þriðja leikhluta með frábærum varnarleik og mikilli baráttu. Eftir fjórar mínútur í seinni hálfleik var munurinn kominn niður í sex stig 66-60. Stjarnan náði að stöðva atlögu Keflavíkur og var sjö stigum yfir fyrir síðasta leikhlutann 78-71. Stjarnan lenti aldrei í vandræðum í fjórða leikhluta, munurinn var yfirleitt í kringum tíu stig og aldrei nett sem benti til þess að Keflavík næði að gera leikinn spennandi sem og varð rauninn því sigur Stjörnunnar var mjög sannfærandi þegar yfirlauk. Teitur: Hefðum unnið alla í dag„Liðsheildin var frábær í dag. Það var allir í liðinu tilbúnir í slaginn og allir á sömu línunni. Það voru allir tilbúnir að leggja á sig fyrir félagana í liðinu og þá erum við mjög sterkir og góðir og þetta var líklega besti leikurinn okkar í vetur," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Við fengum mörg stig á okkur framan af. Keflavík hitti mjög vel í byrjun, fengu fimm þrista. Venjulega dettur þriggja stiga prósentan niður er líður á leikina og það var raunin núna. Við náðum líka að stíga upp og laga okkur að því sem þeir voru að gera og mér fannst það ganga mjög vel." „Við finnum aftur okkar jafnvægi og þá fannst mér þetta ekki vera spurning." „Það voru allir tilbúnir í að berjast. Við hefðum unnið alla í dag, það skipti ekki máli hvort það var Grindavík, Keflavík eða hvaða lið sem er. Ég held að við hefðum unnið alla í dag. Það er virkilega gaman að fara með svona góða tilfinningu inn í jólinn og með sjálfstraust. Það líður öllum vel eftir þetta og menn geta borðar mat með góðri samvisku," sagði Teitur að lokum. Sigurður: Vorum ömurlegirVið gátum ekkert. Við spiluðum enga vörn og vorum ömurlegir," sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur í leikslok. „Við spiluðum ágætis vörn í nokkrar mínútur byrjun seinni hálfleiks og náðum þessu niður í leik eins og við viljum en svo duttum við niður. Ég veit ekki hvað kom fyrir mína menn." „Við erum ekki með mikla breidd og þegar það leika ekki allir á fullu og gera þetta saman sem lið þá getum við ekki neitt." „Við fráköstum mjög illa í þessum leik og vorum lélegir. Við náðum þessu niður en svo falla menn aftur í sama farið og verða týndir, þetta var mjög skrítið," sagði Sigurður að lokum. Stig Stjörnunnar: Marvin Valdimarsson 23 Keith Cothran 23 Sigurjón Örn Lárusson 20 Justin Shouse 15 Guðjón H. Lárusson 10 Fannar Helgason 8 Dagur Kári Jónsson 8 Stig Keflavíkur: Charlie Parker 27 Steven Gerrard 26 Jarryd Cole 18 Valur O. Valsson 7 Gunnar Stefánsson 6 Almar Guðbrandsson 4 Halldór Halldórsson 3
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira