Íslenski boltinn

Sigursteinn Gíslason fékk gullmerki KSÍ í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Egill
Sigursteinn Gíslason er ásamt Gunnari Guðmannssyni sá núlifandi Íslendingur sem hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta oftast eða níu sinnum. Gunnar og Sigursteinn fengu í gær af því tilefni afhent fyrstu eintökin af síðara bindi af 100 ára sögu Íslandsmótsins eftir Sigmund Ó. Steinarsson.

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, afhenti Sigursteini um leið gullmerki KSÍ en Gunnar fékk gullmerki á síðasta ári í tilefni af 80 ára afmæli sínu.

Sigursteinn Gíslason vann fimm Íslandsmeistaratitla með Skagamönnum á árunum 1992–1996 en fjóra titla vann hann með KR á árunum 1999–2003. Gunnar Guðmannsson vann 9 Íslandsmeistaratitla með KR á árunum 1948 – 1965.

Þrír Íslendingar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn í 10 skipti, þeir Frímann Helgason, Hermann Hermannsson og Tryggvi Magnússon.  Frímann og Hermann unnu þessa titla með Val en Tryggvi með Fram.  Pétur J. Hoffmann Magnússon úr Fram vann  9 Íslandsmeistaratitla á árunum 1913 – 1924.  Þessar upplýsingar, ásamt fjölda annarra, er að finna í síðara bindinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×