Studdi ekki framlag til að halda áfram saksókn gegn Geir 5. desember 2011 10:55 Atli Gíslason, formaður saksóknarnefndar Alþingis, sat hjá. Atli Gíslason alþingismaður studdi ekki 12 miljóna króna framlag til sérstaks saksóknara Alþingis svo hann gæti haldið áfram saksókninni gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi. Í atkvæðagreiðslu um þennan lið eftir 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið var Atli í hópi tólf þingmanna sem sátu hjá en hann var sem kunnugt er formaður þingmannanefndarinnar sem lagði til að Geir yrði ákærður. Tillagan var samþykkt með 28 atkvæðum gegn 14. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sögðu allir nei og gerði Birgir Ármannsson grein fyrir því fyrir hönd þingflokksins: ,,Við greiðum atkvæði um tillögu um fjárveitingu til embættis sérstaks saksóknara Alþingis vegna málaferla sem ákveðin voru á Alþingi fyrir ári. Afstaða okkar sjálfstæðismanna gagnvart þessum málaferlum hefur alltaf legið ljós fyrir og þess vegna munum við greiða atkvæði gegn þessari fjárveitingu þó að hún muni væntanlega ná í gegn. Við viljum undirstrika andstöðu okkar við málaferlin sem, eins og við margítrekuðum á síðasta ári, eru pólitískt leikrit, pólitísk aðför en ekki réttarfarslegt mál." Atli Gíslason útskýrði ekki hjásetu sína í atkvæðagreiðslunni undir þessum lið. Þegar fréttastofan innti hann skýringa sagði Atli í skriflegu svari að hjáseta sín hefði enga þýðingu um afstöðu sína í Landsdómsmálinu og vísaði til almennrar atkvæðaskýringar í upphafi atkvæðagreiðslunnar. Þar minnist Atli engu orði á viðbótarframlagið til saksóknara Alþingis en segist munu sitja hjá um flest atriði nema hvað hann muni styðja allar tillögur sem eru til aukningar á fjárframlögum til heilbrigðiskerfisins og löggæslu og nokkurra fleiri liða. Af þingmönnunum 28 sem studdu tillöguna var aðeins einn úr stjórnarandstöðu, Margrét Tryggvadóttir, en allir viðstaddir stjórnarliðar, 18 þingmenn Samfylkingarinnar og 9 þingmenn VG, studdu fjárveitingu til að halda málaferlum áfram gegn Geir. Auk Atla Gíslasonar sátu hjá þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Eygló Harðardóttir, Guðmundur Steingrímsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Lilja Mósesdóttir, Siv Friðleifsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Þór Saari. Landsdómur Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira
Atli Gíslason alþingismaður studdi ekki 12 miljóna króna framlag til sérstaks saksóknara Alþingis svo hann gæti haldið áfram saksókninni gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi. Í atkvæðagreiðslu um þennan lið eftir 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið var Atli í hópi tólf þingmanna sem sátu hjá en hann var sem kunnugt er formaður þingmannanefndarinnar sem lagði til að Geir yrði ákærður. Tillagan var samþykkt með 28 atkvæðum gegn 14. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sögðu allir nei og gerði Birgir Ármannsson grein fyrir því fyrir hönd þingflokksins: ,,Við greiðum atkvæði um tillögu um fjárveitingu til embættis sérstaks saksóknara Alþingis vegna málaferla sem ákveðin voru á Alþingi fyrir ári. Afstaða okkar sjálfstæðismanna gagnvart þessum málaferlum hefur alltaf legið ljós fyrir og þess vegna munum við greiða atkvæði gegn þessari fjárveitingu þó að hún muni væntanlega ná í gegn. Við viljum undirstrika andstöðu okkar við málaferlin sem, eins og við margítrekuðum á síðasta ári, eru pólitískt leikrit, pólitísk aðför en ekki réttarfarslegt mál." Atli Gíslason útskýrði ekki hjásetu sína í atkvæðagreiðslunni undir þessum lið. Þegar fréttastofan innti hann skýringa sagði Atli í skriflegu svari að hjáseta sín hefði enga þýðingu um afstöðu sína í Landsdómsmálinu og vísaði til almennrar atkvæðaskýringar í upphafi atkvæðagreiðslunnar. Þar minnist Atli engu orði á viðbótarframlagið til saksóknara Alþingis en segist munu sitja hjá um flest atriði nema hvað hann muni styðja allar tillögur sem eru til aukningar á fjárframlögum til heilbrigðiskerfisins og löggæslu og nokkurra fleiri liða. Af þingmönnunum 28 sem studdu tillöguna var aðeins einn úr stjórnarandstöðu, Margrét Tryggvadóttir, en allir viðstaddir stjórnarliðar, 18 þingmenn Samfylkingarinnar og 9 þingmenn VG, studdu fjárveitingu til að halda málaferlum áfram gegn Geir. Auk Atla Gíslasonar sátu hjá þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Eygló Harðardóttir, Guðmundur Steingrímsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Lilja Mósesdóttir, Siv Friðleifsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Þór Saari.
Landsdómur Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira