Annar sigur Stólanna í röð - unnu botnslaginn við Hauka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2011 20:59 Maurice Miller. Mynd/Anton Tindastólsmenn eru komnir á sigurbraut í Iceland Express deildinni undir stjórn Bárðar Eyþórssonar en Stólarnir unnu 80-74 sigur á Haukum í spennandi leik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld. Þetta var annar sigur Tindastóls í röð eftir að liðið tapaði fimm fyrstu deildarleikjum sínum í vetur. Haukarnir hafa því tapað tveimur fyrstu leikjum sínum undir stjórn nýja þjálfara sína Péturs Guðmundssonar en Haukarnir töpuðu fyrir 1. deildarliði KFÍ í Lengjubikarnum í byrjun vikunnar. Maurice Miller var með 26 stig og 11 fráköst hjá Tindastól, Trey Hampton skoraði 25 stig og Friðrik Hreinsson var með 9 stig. Jovanni Shuler skoraði 28 stig fyrir hauka og þeir Emil Barja og Haukur Óskarsson voru með 11 stig hvor. Christopher Smith skoraði hinsvegar bara 7 stig á 29 mínútum. Haukar byrjuðu leikinn ágætlega og voru yfir á upphafsmínútunum en Tindastóll náði fljótt frumkvæðinu og var 22-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Tindastólsliðið skoraði sex fyrstu stig annars leikhluta og komust tíu stigum yfir, 28-18 og virtust ætla að stinga Haukana af. Haukarnir gáfu sig þó ekki og náðu að jafna leikinn í 33-33 eftir að hafa náð 7-0 spretti á innan við mínútu. Stólarnir áttu hinsvegar lokorðið í öðrum leikhlutanum og voru með fimm stiga forskot í hálfleik, 41-36. Trey Hampton var með 13 stig fyrir Tindastól í fyrri hálfleiknum en Haukur Óskarsson skoraði 11 stig fyrir Hauka í hálfleiknum. Haukarnir byrjuðu seinni hálfleikinn frábærlega, unnu fyrstu fimm mínúturnnar 11-2 og komust í 47-43. Bárður Eyþórsson tók þá leikhlé og hans mennu unnu næstu þrjár mínútur 10-2 og náðu aftur frumkvæðinu í leiknum. Tindastóll var síðan 57-54 yfir fyrir lokaleikhlutann. Haukar skoruðu tvær fyrstu körfur fjórða leikhlutans en liðin héldu síðan áfram að skiptast á að taka forystuna næstu mínúturnar. Leikurinn hélst síðan jafn á lokamínútunum. Maurice Miller kom Tindastól í 76-74 en Jovanni Shuler fékk síðan á sig ruðning og sína fimmtu villu í næstu sókn. Sá dómur fór langt með að klára leikinn. Stólarnir tryggðu sér síðan sigurinn með því að setja niður fjögur víti á síðustu fimmtán sekúndum leiksins og vinna leikinn 80-74.Haukar-Tindastóll 74-80 (18-22, 18-19, 18-16, 20-23)Haukar: Jovanni Shuler 28/7 fráköst, Emil Barja 11/9 fráköst/7 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 11, Sævar Ingi Haraldsson 7/5 stoðsendingar, Christopher Smith 7/6 fráköst/6 varin skot, Örn Sigurðarson 6/5 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 3, Helgi Björn Einarsson 1.Tindastóll: Maurice Miller 26/11 fráköst/5 stolnir, Trey Hampton 25/8 fráköst, Friðrik Hreinsson 9/5 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Helgi Rafn Viggósson 4/8 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 4, Svavar Atli Birgisson 3, Hreinn Gunnar Birgisson 1. Dominos-deild karla Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Sjá meira
Tindastólsmenn eru komnir á sigurbraut í Iceland Express deildinni undir stjórn Bárðar Eyþórssonar en Stólarnir unnu 80-74 sigur á Haukum í spennandi leik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld. Þetta var annar sigur Tindastóls í röð eftir að liðið tapaði fimm fyrstu deildarleikjum sínum í vetur. Haukarnir hafa því tapað tveimur fyrstu leikjum sínum undir stjórn nýja þjálfara sína Péturs Guðmundssonar en Haukarnir töpuðu fyrir 1. deildarliði KFÍ í Lengjubikarnum í byrjun vikunnar. Maurice Miller var með 26 stig og 11 fráköst hjá Tindastól, Trey Hampton skoraði 25 stig og Friðrik Hreinsson var með 9 stig. Jovanni Shuler skoraði 28 stig fyrir hauka og þeir Emil Barja og Haukur Óskarsson voru með 11 stig hvor. Christopher Smith skoraði hinsvegar bara 7 stig á 29 mínútum. Haukar byrjuðu leikinn ágætlega og voru yfir á upphafsmínútunum en Tindastóll náði fljótt frumkvæðinu og var 22-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Tindastólsliðið skoraði sex fyrstu stig annars leikhluta og komust tíu stigum yfir, 28-18 og virtust ætla að stinga Haukana af. Haukarnir gáfu sig þó ekki og náðu að jafna leikinn í 33-33 eftir að hafa náð 7-0 spretti á innan við mínútu. Stólarnir áttu hinsvegar lokorðið í öðrum leikhlutanum og voru með fimm stiga forskot í hálfleik, 41-36. Trey Hampton var með 13 stig fyrir Tindastól í fyrri hálfleiknum en Haukur Óskarsson skoraði 11 stig fyrir Hauka í hálfleiknum. Haukarnir byrjuðu seinni hálfleikinn frábærlega, unnu fyrstu fimm mínúturnnar 11-2 og komust í 47-43. Bárður Eyþórsson tók þá leikhlé og hans mennu unnu næstu þrjár mínútur 10-2 og náðu aftur frumkvæðinu í leiknum. Tindastóll var síðan 57-54 yfir fyrir lokaleikhlutann. Haukar skoruðu tvær fyrstu körfur fjórða leikhlutans en liðin héldu síðan áfram að skiptast á að taka forystuna næstu mínúturnar. Leikurinn hélst síðan jafn á lokamínútunum. Maurice Miller kom Tindastól í 76-74 en Jovanni Shuler fékk síðan á sig ruðning og sína fimmtu villu í næstu sókn. Sá dómur fór langt með að klára leikinn. Stólarnir tryggðu sér síðan sigurinn með því að setja niður fjögur víti á síðustu fimmtán sekúndum leiksins og vinna leikinn 80-74.Haukar-Tindastóll 74-80 (18-22, 18-19, 18-16, 20-23)Haukar: Jovanni Shuler 28/7 fráköst, Emil Barja 11/9 fráköst/7 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 11, Sævar Ingi Haraldsson 7/5 stoðsendingar, Christopher Smith 7/6 fráköst/6 varin skot, Örn Sigurðarson 6/5 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 3, Helgi Björn Einarsson 1.Tindastóll: Maurice Miller 26/11 fráköst/5 stolnir, Trey Hampton 25/8 fráköst, Friðrik Hreinsson 9/5 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Helgi Rafn Viggósson 4/8 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 4, Svavar Atli Birgisson 3, Hreinn Gunnar Birgisson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Sjá meira