Hinn fimmtán ára Parker McDonald gerði sér lítið fyrir og bauð skíðadrottningunni Lindsay Vonn á skólaball. Vonn þekktist boðið og fóru þau saman á ballið.
Parker er nemi í íþróttaskóla í Colorado þar sem ungir skíða- og snjóbrettamenn eru við nám og æfingar.
Parker sat við borð í matsal ásamt nokkrum félögum sem vildu fá að vita hverjum hann vildi bjóða á skólaballið. Lindsay Vonn var í salnum og Parker gekk einfaldlega upp að henni og spurði hvort hún væri laus næsta kvöld.
Vonn var vissulega aðeins brugðið en svaraði svo játandi. „Það var ekki annað hægt,“ sagði hún í viðtali við CBS-sjónvarpsstöðina. Frétttina má sjá hér.
Lindsay Vonn fór með fimmtán ára strák á skólaball
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn




Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn