Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Þór Þ. 93-92 Stefán Árni Pálsson skrifar 10. nóvember 2011 20:50 Keflvíkingar unnu í kvöld fínan sigur á Þór Þorlákshöfn, 93-92, í sjöttu umferð Iceland-Express deild karla í körfubolta, en leikurinn var æsispennandi. Leikið var suður með sjó í Keflavík en heimamenn voru yfir nánast allan tímann. Mikil spenna var samt sem áður á lokamínútum leiksins og úrslitin réðust í blálokin. Keflavík hefur því unnið fjóra leiki á tímabilinu en Þórsarar þrjá. Magnús Gunnarsson átti stórleik fyrir Keflvíkinga og gerði 26 stig, en hjá Þór var Darrin Govens atkvæðamestur einnig með 26 stig. Heimamenn byrjuðu leikinn mikið mun betur og komust í 16-3 eftir nokkra mínútna leik. Fátt gekk upp sóknarlega hjá gestunum frá Þorlákshöfn og Keflvíkingar refsuðu þeim ávallt um hæl. Keflvíkingar voru greinilega vel stemmdir og mikil stemmning hjá leikmönnunum bæði hjá þeim sem voru inná vellinum og hjá varamönnum liðsins. Staðan var 29-18 eftir fyrsta leikhlutann. Gestirnir hófu annan leikhluta vel og minnkuðu strax muninn í fjögur stig 29-25. Keflvíkingar hresstust heldur við áhlaup gestanna og hrukku aftur í gang. Ungur strákur að nafni Almar Stefán Guðbrandsson í liði Keflavíkur var að reynast Þórsurum erfiður undir körfunni, en strákurinn er 208 sentímetrar á hæð og virkilega öflugur. Almar tók mikið til sín á meðan aðrir leikmenn Keflavíkur fengu meira pláss. Staðan var 48-40 í hálfleik og enn mikil spenna í leiknum. Keflvíkingar héldu svipaðri forystu stóran hluta af þriðja leikhlutanum en þegar stutt var eftir af fjórðungnum komu kom ágætt áhlaup frá Þórsurum. Munurinn var þá sex stig á liðunum 66-60 og allt gat gerst. Heimamenn skoruðu fjögur síðustu stig í þriðja leikhlutanum og því munaði tíu stigum á liðunum, 70-60, fyrir lokafjórðunginn. Róðurinn því nokkuð þungur fyrir gestina, en langt frá því að vera ómögulegt. Keflvíkingar skoruðu sex fyrstu stig fjórða leikhlutans og náðu strax 16 stiga forskoti. Þórsarar gáfust aldrei upp í leiknum og náðu að minnka muninn í sjö stig, 86-79 þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Þegar tvær mínútur voru eftir var munurinn aðeins eitt stig á liðunum 86-85. Marko Latinovic kom Þór í fyrsta skipti yfir þegar 36 sekúndur voru eftir af leikinn og Græni Drekinn, stuðningsmannafélag Þórs, gjörsamlega trylltist. Keflvíkingar fóru þá í sókn og Magnús Gunnarsson, leikmaður Keflvíkur, setti þrist beint í andlitið á gestunum. Þórsarar fengu tækifæri til að gera út um leikinn þegar 3 sekúndur voru eftir af leiknum og þá barst boltinn undir körfuna á Michael Ringgold sem setti boltann í körfuna og gestirnir komnir yfir 92-91. Þarna var 1 rúmlega ein sekúnda eftir af leiknum. Boltinn barst á Charles Micheal Parker sem gerði sér lítið fyrir og tryggði Keflvíkingum ótrúlegan sigur í sennilega mest spennandi leik tímabilsins. Niðurstaðan 93-92 fyrir Keflavík.Magnús: Erum með stáltaugar„Fólk fékk svo sannarlega eitthvað fyrir peningana sínu í kvöld, en ég hefði viljað sjá fleira fólk í húsinu," sagði Magnús Gunnarsson, leikmaður Keflvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. „Við erum rétt að komast í gírinn, þetta var hörkuleikur eins og margir í þessari deild. Kannski vorum við aðeins heppnir í lokin en við erum bara með stáltaugar og náðum að innbyrða sigur". „Við vanmátum þá kannski aðeins í byrjun fjórða leikhluta þegar við vorum komnir 16 stigum yfir, en sem betur fer náðum við að klára dæmið". Sjá má myndbandsupptöku af viðtalinu við Magnús hér að ofan.Guðmundur: Hefði frekar vilja tapa með tuttugu stigum„Það er hrikalega sárt að tapa svona, maður vill frekar steinliggja með tuttugu stigum," sagði Guðmundur Jónsson, leikmaður Þór Þorlákshafnar, eftir tapið í gær. „Við héldum að þetta væri komið í lokin, hann (Charles M. Parker) var ekki búinn að hitta úr skoti í leiknum. Það var lagt upp með að stoppa Magnús Gunnarsson, en við gleymdu okkur í örlitla stund og fengum þetta í andlitið". „Þetta er í annað skipti á tímabilinu sem við töpum á þennan hátt, ótrúlegt alveg hreint". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Guðmund með því að ýta hér.Sigurður: Kom upp smá stress í lokin en við höfðum þetta„Ég er ánægður með sigurinn í kvöld, þetta var háspennuleikur og fólk fékk eitthvað fyrir peninginn sinn," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn. „Þetta var þrælskemmtilegur körfuboltaleikur, en ég hefði viljað afgreiða hann mun fyrr. Við höfum tapað tveim leikjum í röð og það sást smá stress á mönnum í lokin". „Við réðum ekkert við Gumma (Jónsson) í fjórða leikhlutanum og þeir komust aftur inn í leikinn. Þetta er frábært lið og ég er ánægður með að hafa unnið þá". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Sigurð með því að ýta hér.Keflavík-Þór Þorlákshöfn 93-92 (29-18, 19-22, 22-20, 23-32)Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 26/4 fráköst, Jarryd Cole 21/8 fráköst, Steven Gerard Dagustino 19/4 fráköst/7 stoðsendingar, Charles Michael Parker 8/7 fráköst/6 stoðsendingar/7 stolnir, Almar Stefán Guðbrandsson 6, Valur Orri Valsson 5, Arnar Freyr Jónsson 4, Gunnar H. Stefánsson 2, Sigurður Friðrik Gunnarsson 2/4 fráköst.Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 26/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 23/5 stoðsendingar, Marko Latinovic 13/17 fráköst, Darri Hilmarsson 11/5 fráköst, Michael Ringgold 9/6 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 5, Þorsteinn Már Ragnarsson 5. Dominos-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Keflvíkingar unnu í kvöld fínan sigur á Þór Þorlákshöfn, 93-92, í sjöttu umferð Iceland-Express deild karla í körfubolta, en leikurinn var æsispennandi. Leikið var suður með sjó í Keflavík en heimamenn voru yfir nánast allan tímann. Mikil spenna var samt sem áður á lokamínútum leiksins og úrslitin réðust í blálokin. Keflavík hefur því unnið fjóra leiki á tímabilinu en Þórsarar þrjá. Magnús Gunnarsson átti stórleik fyrir Keflvíkinga og gerði 26 stig, en hjá Þór var Darrin Govens atkvæðamestur einnig með 26 stig. Heimamenn byrjuðu leikinn mikið mun betur og komust í 16-3 eftir nokkra mínútna leik. Fátt gekk upp sóknarlega hjá gestunum frá Þorlákshöfn og Keflvíkingar refsuðu þeim ávallt um hæl. Keflvíkingar voru greinilega vel stemmdir og mikil stemmning hjá leikmönnunum bæði hjá þeim sem voru inná vellinum og hjá varamönnum liðsins. Staðan var 29-18 eftir fyrsta leikhlutann. Gestirnir hófu annan leikhluta vel og minnkuðu strax muninn í fjögur stig 29-25. Keflvíkingar hresstust heldur við áhlaup gestanna og hrukku aftur í gang. Ungur strákur að nafni Almar Stefán Guðbrandsson í liði Keflavíkur var að reynast Þórsurum erfiður undir körfunni, en strákurinn er 208 sentímetrar á hæð og virkilega öflugur. Almar tók mikið til sín á meðan aðrir leikmenn Keflavíkur fengu meira pláss. Staðan var 48-40 í hálfleik og enn mikil spenna í leiknum. Keflvíkingar héldu svipaðri forystu stóran hluta af þriðja leikhlutanum en þegar stutt var eftir af fjórðungnum komu kom ágætt áhlaup frá Þórsurum. Munurinn var þá sex stig á liðunum 66-60 og allt gat gerst. Heimamenn skoruðu fjögur síðustu stig í þriðja leikhlutanum og því munaði tíu stigum á liðunum, 70-60, fyrir lokafjórðunginn. Róðurinn því nokkuð þungur fyrir gestina, en langt frá því að vera ómögulegt. Keflvíkingar skoruðu sex fyrstu stig fjórða leikhlutans og náðu strax 16 stiga forskoti. Þórsarar gáfust aldrei upp í leiknum og náðu að minnka muninn í sjö stig, 86-79 þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Þegar tvær mínútur voru eftir var munurinn aðeins eitt stig á liðunum 86-85. Marko Latinovic kom Þór í fyrsta skipti yfir þegar 36 sekúndur voru eftir af leikinn og Græni Drekinn, stuðningsmannafélag Þórs, gjörsamlega trylltist. Keflvíkingar fóru þá í sókn og Magnús Gunnarsson, leikmaður Keflvíkur, setti þrist beint í andlitið á gestunum. Þórsarar fengu tækifæri til að gera út um leikinn þegar 3 sekúndur voru eftir af leiknum og þá barst boltinn undir körfuna á Michael Ringgold sem setti boltann í körfuna og gestirnir komnir yfir 92-91. Þarna var 1 rúmlega ein sekúnda eftir af leiknum. Boltinn barst á Charles Micheal Parker sem gerði sér lítið fyrir og tryggði Keflvíkingum ótrúlegan sigur í sennilega mest spennandi leik tímabilsins. Niðurstaðan 93-92 fyrir Keflavík.Magnús: Erum með stáltaugar„Fólk fékk svo sannarlega eitthvað fyrir peningana sínu í kvöld, en ég hefði viljað sjá fleira fólk í húsinu," sagði Magnús Gunnarsson, leikmaður Keflvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. „Við erum rétt að komast í gírinn, þetta var hörkuleikur eins og margir í þessari deild. Kannski vorum við aðeins heppnir í lokin en við erum bara með stáltaugar og náðum að innbyrða sigur". „Við vanmátum þá kannski aðeins í byrjun fjórða leikhluta þegar við vorum komnir 16 stigum yfir, en sem betur fer náðum við að klára dæmið". Sjá má myndbandsupptöku af viðtalinu við Magnús hér að ofan.Guðmundur: Hefði frekar vilja tapa með tuttugu stigum„Það er hrikalega sárt að tapa svona, maður vill frekar steinliggja með tuttugu stigum," sagði Guðmundur Jónsson, leikmaður Þór Þorlákshafnar, eftir tapið í gær. „Við héldum að þetta væri komið í lokin, hann (Charles M. Parker) var ekki búinn að hitta úr skoti í leiknum. Það var lagt upp með að stoppa Magnús Gunnarsson, en við gleymdu okkur í örlitla stund og fengum þetta í andlitið". „Þetta er í annað skipti á tímabilinu sem við töpum á þennan hátt, ótrúlegt alveg hreint". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Guðmund með því að ýta hér.Sigurður: Kom upp smá stress í lokin en við höfðum þetta„Ég er ánægður með sigurinn í kvöld, þetta var háspennuleikur og fólk fékk eitthvað fyrir peninginn sinn," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn. „Þetta var þrælskemmtilegur körfuboltaleikur, en ég hefði viljað afgreiða hann mun fyrr. Við höfum tapað tveim leikjum í röð og það sást smá stress á mönnum í lokin". „Við réðum ekkert við Gumma (Jónsson) í fjórða leikhlutanum og þeir komust aftur inn í leikinn. Þetta er frábært lið og ég er ánægður með að hafa unnið þá". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Sigurð með því að ýta hér.Keflavík-Þór Þorlákshöfn 93-92 (29-18, 19-22, 22-20, 23-32)Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 26/4 fráköst, Jarryd Cole 21/8 fráköst, Steven Gerard Dagustino 19/4 fráköst/7 stoðsendingar, Charles Michael Parker 8/7 fráköst/6 stoðsendingar/7 stolnir, Almar Stefán Guðbrandsson 6, Valur Orri Valsson 5, Arnar Freyr Jónsson 4, Gunnar H. Stefánsson 2, Sigurður Friðrik Gunnarsson 2/4 fráköst.Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 26/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 23/5 stoðsendingar, Marko Latinovic 13/17 fráköst, Darri Hilmarsson 11/5 fráköst, Michael Ringgold 9/6 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 5, Þorsteinn Már Ragnarsson 5.
Dominos-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum